Fréttatíminn - 08.03.2013, Page 17
U ndirritaður hefur starfað í ferðaþjónustu og víðar við ráðgjöf, markaðsmál,
rannsóknir, þ.m.t. útgáfu Visitor´s
Guide bóka og vefsíðna í um 20 ár.
Stór hluti af verkefnum hafa verið
markaðskannanir meðal erlendra
ferðamanna á Íslandi, auk rann-
sókna og ráðgjafar í tengslum
við ímynd Íslands og íslenskra
vara og þjónustu erlendis, auk
þess að senda reglulega út fréttir.
Mikið hefur borist síðastliðin ár af
jákvæðum fréttum af ferðaþjónust-
unni og mætti í fyrstu halda að í
greininni ríkti velsæld og þar væri
allt í blóma. Raunin er hins vegar
sú að arðsemi er mjög lág, gjald-
þrot talsvert tíð og vinnutímafjöldi
mikill, ekki síst hjá starfsfólki
og eigendum gististaða. Einnig
er mikið offramboð á mörgum
sviðum, enda trekkir greinin að,
sökum jákvæðra frétta og vissu-
lega er skemmtilegra að vinna þar
en víða. Þá eru laun og framleiðni
fremur lág eins og reyndar í mörg-
um þjónustugreinum á Íslandi.
Algengt er að ferðaþjónustuað-
ilar eða birgjar eiga inni miklar
og vaxandi upphæðir hjá aðilum
sem selja fyrir þá ferðir. Dæmið
í greininni er um fyrirtækið
Icelandic Travel Assistance (ITA)
og uppgang þess frá 2004 til 2012
sem endaði með nauðasamningum
síðasta vor þegar heildarskuldir
fyrirtækisins voru orðnar um 200
milljónir. Mest voru það skuldir
við ferðaþjónustuaðila sem fyrir-
tækið seldi ferðir fyrir. Þess ber
að geta að vorið 2012 tóku nýir
aðilar við rekstri þar og rekstur
var færður í skikkanlegt form og
greiðslur hafa borist til ferðaþjón-
ustuaðila frá þeim tíma. Upp-
gangur og útþensla ITA var hraður
og fyrirtækið færðist mikið í fang
á stuttum tíma. Í upphafi fékk það
aðstöðu í Höfuðborgarstofu, Aðal-
stræti – upplýsingamiðstöð ferða-
mála fyrir bókunarþjónustu árið
2004 eftir útboð, þar sem það var
með hæsta tilboðið. Á Skarfabakka
í Faxaflóahöfnum var ITA með af-
greiðslu og verslun. Við útboð árið
2008 var fyrirtækið með hæsta til-
boðið. Á Radisson Blu Hótel Sögu,
Reykjavik Natura og á Hilton var
fyrirtækið með söluskrifstofur og
búðir frá 2007. Í Lækjargötu var
ITA með aðstöðu 2009 til 2011 yfir
háönn. Á BSÍ hefur fyrirtækið haft
aðstöðu frá 2010. ITA hefur einnig
stundað vefsölu og lagt mikla
peninga í þá markaðssetningu. Í
Bankastræti var fyrirtækið með
aðstöðu sumarið 2011 og í Leifs-
stöð var ITA með aðstöðu frá 2011,
og sá í rauninni um upplýsinga-
miðstöðina í Leifsstöð. Opnuð var
verslun á Akureyri þar sem sala
á varningi fór fram sumarið 2011.
Fyrirtækið fyrirhugaði einnig
að opna við gömlu höfnina 2011.
Á þessu má sjá að umsvifin voru
veruleg og má álykta að þar hafi
kapp ráðið, fremur en forsjá.
ITA hefur í gegnum tíðina
notað bæklinginn City Guide til að
kynna fyrirtæki og selja auglýsing-
ar, enda í eigendahópi þess miðils
í gegnum árin. Afþreyingarfyrir-
tæki voru jafnvel látin taka aug-
lýsingar í City Guide upp í skuldir.
Fyrirtækið beitti samkeppnis-
hindrunum á sölustöðum og upp-
lýsingamiðstöðum til að ákveðnir
miðlar væru ekki sýnilegir. Ýmsar
spurningar hljóta því að vakna
í sambandi við þessa útþenslu,
einkum frá árinu 2010 þegar ljóst
var að fyrirtækið ITA væri komið
með markaðsráðandi stöðu, þrátt
fyrir að heyra oft um stórar skuld-
ir við aðila sem þeir seldu ferðir
fyrir. Hvernig gat þetta gerst, að
fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja
þurfi að afskrifa alls um tæplega
Kafað undir yfirborðið
Raunveruleikinn í ferðaþjónustu
150 milljónir og fá aðeins greitt
25% af höfuðstól skulda eftir
nauðasamninga?. Hvernig var
eftirlitshlutverk Höfuðborgar-
stofu og borgarinnar í þessu
sambandi háttað, eins og kveðið
er á um í útboðsskilmálum? Var
eiginfjárhlutfall ITA skoðað
þegar fyrirtækið hefur fengið
framlengingu á aðstöðu inn í
Höfuðborgarstofu í Aðalstræti
og á Skarfabakka? Hve mik-
inn arð tóku eigendur ITA út?
Hefur það verið í samræmi við
lög um arð sem hlutfall af eigin
fé? Hefði SAF
ekki átt að skoða
þetta mál og
beita sér í mál-
inu? Svona háar
afskriftir aðila
í ferðaþjónustu
eru alvarlegt mál
fyrir greinina.
Þær hafa það
í för með sér
að arðsemi og
framlegð innan
greinarinnar lækkar, hugsan-
lega lækkun launa starfsmanna
og auknir vinnu-
tímar. Einnig minnkar
framleiðni í formi þess
tíma sem hefur farið
í það að elta nauða-
samninga sem fyrir-
tækið bauð. Í versta
falli hafa fyrirtæki
farið í þrot eða hætt
starfsemi af þessum
ástæðum. Þetta er því
miður dæmi um hinn
blákalda veruleika
sem greinin býr við þegar kafað
er undir yfirborðið.
Hákon Þór Sindrason
rekstrarhagfræðingur,
framkvæmdastjóri
hjá NETIÐ markaðs- &
rekstrarráðgjöf
Hvernig var eftirlitshlutverk
Höfuðborgarstofu og borg-
arinnar í þessu sambandi
háttað, eins og kveðið er á
um í útboðsskilmálum?
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR
til formanns og stjórnar stendur yfir.
Hægt verður að kjósa til kl. 12.00 á hádegi 15. mars nk.
Láttu þig málið varða og hafðu áhrif.
Nánari upplýsingar finnur þú á www.vr.is
Kosning til
formanns
og stjórnar
VR er hafin!
Helgin 8.-10. mars 2013 viðhorf 17