Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Side 20

Fréttatíminn - 08.03.2013, Side 20
Ó lafía Björk Rafnsdóttir hefur lifað tímana tvenna. Hún hóf sambúð með fyrrum eigin- manni sínum aðeins fjórtán ára að aldri og átti þá einn son. „Hann er þrjátíu og átta ára gamall í dag,“ útskýrir Ólafía um frumburðinn en auk hans á hún tvo aðra syni og sjö barnabörn, það átt- unda er svo rétt ókomið í heiminn. Ólafía er sjálf fimmtíu og tveggja ára. „Ég fermdist um vorið og drengurinn kom í heiminn eftir áramótin. Þegar ég hugsa til baka þá er þetta auðvitað mjög skrítið allt saman. Ég man vel eftir þeim degi þegar að mamma kom og settist hjá mér á rúmstokk- inn og tilkynnti mér að ég væri ófrísk. Sjálf hélt ég að ég væri búin að vera með gubbu- pest. Ég var ekki að átta mig á þessu, enda kannski það síðasta sem hvarflar að manni fjórtán ára gamalli.“ Móðir Ólafíu veitti henni allan þann stuðn- ing sem hún þurfti á að halda á meðgöngunni og í fæðingunni. Ólafía útskýrir að sjálf hafi móðir hennar verið ýmsu vön enda sjö barna móðir sjálf. Ég á þennan „Þegar sonur minn fæddist var ég talsvert lengi á spítalanum þar sem komu upp vanda- mál, meðal annars vegna þess hve ung ég var. Mamma ætlaði að vera elskuleg og aðstoða mig við að baða hann og svoleiðis en ég leyfði henni það ekki. Ég tók bara utan um hann um leið og hugsaði, ég á þennan og ég skal hugsa um hann.“ Ólafía stóð við sitt og hóf sambúð strax með barnsföður sínum. Þau bjuggu saman í tuttugu ár og eiga saman synina þrjá. Hann er þremur árum eldri og var vinur eldri bróður hennar. „Við fengum leigða litla íbúð í Breiðholti og ég fór bara beint í hlutverk. Ég gerðist hús- móðir sem prjónaði, tók slátur og sinnti heim- ilinu. Við enduðum með að búa saman í 20 ár en þá, líkt og gerist, skildu leiðir. Ég man þeg- ar mágkonur mínar komu fyrst í heimsókn, hvað ég var stressuð. Ég ætlaði sko að kunna allt og byrjaði að baka pönnukökur, sem síðan héldust ekki saman. Þá hafði ég gleymt egginu. En þetta lærðist eins og hvað annað,“ segir Ólafía og hlær. Hún segir að stundum hafi það verið einmanalegt að lifa húsmóður- lífinu svona ung en það hefi verið bót í máli að þau hafi verið saman í þessu ungu hjónin. Sambandið við skólafélagana slitnaði fljótlega þar sem Ólafía hafði hætt í skólanum Ég fermdist um vorið og drengurinn kom í heim- inn eftir ára- mótin. Þegar ég hugsa til baka þá er þetta auð- vitað mjög skrítið allt saman. Var nýfermd húsmóðir í Breiðholtinu Ólafía Björk Rafnsdóttir hefur hingað til verið þekktari sem konan á bak við tjöldin. Nú er hún hins vegar annar tveggja frambjóðenda fyrir formanns- kjör VR. Hún fékk viðurnefnið Ólafía ósigrandi eftir að hafa leitt forseta- framboð Ólafs Ragnars og for- mennskubaráttu Árna Páls. Það sem færri vita er að Ólafía eignaðist sitt fyrsta barn aðeins fjórtán ára, og þá tiltölulega nýfermd. Ólafía B. Rafnsdóttir, frambjóðandi til formanns VR eignaðist barn 14 ára. Ljósmynd/Hari á meðgöngunni vegna veikinda. Hún lauk því aldrei grunnskólaprófinu en hélt þess í stað út á vinnumarkað- inn þegar drengurinn var eins árs. Hún fékk vinnu á tannlæknastofu og síðar við götun í ríkisbókhaldinu. Sjö árum síðar fæddist annar sonur og ákvað Ólafía þá að leggja aftur kapp sitt á að vera heima. Hún gerðist því dagmamma um tíma. Yngsti sonur- inn fæddist síðan árið 1986 og stuttu seinna hóf Ólafía störf hjá VR. Skrifaði leiðinlegasta bréf sem Gunnar Smári hafði lesið Það er svo ekki fyrr en árið 2003 að Ólafía ákvað að kominn væri tími til þess að ljúka námi. Það gekk ekki snurðulaust fyrir sig þar sem hún hafði enga grunnmenntun. „Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að komast inn í endurmenntunina í Háskóla Íslands, forgangsröðunin er eðlilega með fólki sem er með stúdentspróf. Ég sótti um þrisvar í verkefnastjórnun og leiðtoga- þjálfunina og komst loksins að,“ segir hún. „Það var gríðarlega mikilvægt að fá að tengja námið við alla verkmennt- unina sem ég var komin með eftir þennan langa starfsaldur. Ég naut líka hverrar einustu mínútu í náminu og var svo móttækileg fyrir því að fá að læra eftir allan þennan tíma,“ segir Ólafía. Í framhaldi af námi sínu fór hún að sinna mannauðsstjórn og varð síðan kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir. „Þegar ég útskrifaðist og byrjaði sem áskriftasölustjóri á Stöð 2, vakti það athygli mína að það var enginn starfsmannastjóri í þessu 420 manna fyrirtæki. Ég skrifaði Gunnari Smára Egilssyni, sem þá var forstjóri 365 miðla, bréf og vildi vekja athygli hans á þessu. Í framhaldinu boðaði hann mig á sinn fund. Það fyrsta sem hann sagði við mig þegar ég mætti á fundinn var að hann hafi aldrei lesið leiðinlegra bréf á ævi sinni,“ segir Ólafía og hlær. Hún útskýrir að eftir að hafa tekist á við Gunnar Smára í hressu og skemmtilegu samtali hafi hún verið ráðin starfsmannastjóri 365 miðla en í starfi sínu tók hún einnig þátt í stefnumótun fyrirtækisins. Í lok janúar á síðasta ári var henni sagt upp störfum þegar mannauðssvið 365 var lagt niður. Ólafía var þá einnig í MBA námi sem hún lauk í sumar á sama tíma og hún leiddi framboð forsetans, Ólafs Ragnars Grímssonar, til sigurs. Hún varð einnig sigursæl í starfi sínu fyrir Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, en hún var kosn- ingastjóri fyrir í formannsbaráttu hans nú í vetur. „Fyrir áramót kom hluti stjórnar VR ásamt varaformanni að máli við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að bjóða mig fram gegn Stefáni, núverandi for- manni. Ég kvaðst hugsa málið. Ég fór svo og kannaði hvort það væri einhver eftirspurn eftir nýjum formanni og tel mig hafa fundið meðbyr svo ég ákvað að slá til,“ segir Ólafía. „Ég tel mig vel geta valdið þessu og tel mig geta gert betur. Það er mikilvægt að málefnin séu í forgrunni, ekki persónuleg mál stjórnenda og að það ríki friður í fé- laginu. Sjálf er ég með 30 ára starfsald- ur einmitt í mörgum af þeim störfum sem rúmast innan VR og tel mig því hafa sterka og góða yfirsýn.“ Konur sækist sjálfar til áhrifa Aðspurð segir hún að það sé mikilvægt jafnréttisbaráttunni að konur sæki fram. „Til að ná fram jafnrétti er mikil- vægt að konur séu sýnilegar til for- ystu. En það er ekki síður mikilvægt að þær sæki þá fram sjálfar og það er ég tilbúin að gera,“ segir hún. Sjálf býr hún að viðamikilli reynslu þrátt fyrir að hafa ekki fetað hina hefð- bundnu leið. „Ég sé ekki eftir neinu þótt oft hafi verið erfitt að byrja á þess- um enda lífsins. Það hefur skilað mér hingað og bý ég að miklum auði í fólk- inu mínu, börnunum og barnabörn- unum. Það er ómetanlegt að fá að eyða með þeim tíma og það er nefnilega þannig að sambandið við barnabörnin er mjög ólíkt því sem þú átt við börnin þín. Þú getur gefið þér allan þann tíma sem þú hefur til að veita þeim athygli þar sem þú þarft ekki að bera ábyrgð á að reka heimilið líka. Svo er svo fínt að geta bara skilað þeim heim þegar þau eru orðin þreytt og ómöguleg,“ segir Ólafía kímin. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Gleraugnaverslunin þín PIPA R\TBW A • SÍA • 130492 MJÓDDIN Álfabakka 14 Sími 587 2123 FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789 SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949 Tilboð í Augastað Frí lesgler þegar þú kaupir margskipt gleraugu í Augastað Lesgler fylgja með ef þú kaupir margskipt gler og umgjörð í Augastað. Tilboðið gildir til 15. mars 2013. 20 viðtal Helgin 8.-10. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.