Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 24
H vað gera fyrirtæki í gjaldeyrishöftum? Það er meðal spurninga sem velt verður upp á Íslenska fjárstýringardeginum sem haldinn verður í Háskólanum í Reykjavík í dag, föstudag, klukkan 8.30 til 18. Íslenski fjárstýringardagurinn er ráðstefna um fjármál fyrirtækja og þá sérstaklega áhættu- og fjárstýringu. Að honum standa viðskipta- deild Háskólans í Reykjavík og IFS. Aðalfyrirlesari er Paul De Grauwe, prófessor í alþjóðahagfræði við London School of Economics. Í erindinu mun De Grauwe fyrst og fremst tala um alvarlega hönnunargalla evrusamstarfsins og leiðir til að takast á við þá. „Að mati De Grauwe kom hin sameiginlega mynt ekki í veg fyrir að hefðbundin hringrás með verðból- um og -hruni héldi áfram að verka í hverju landi fyrir sig. Evran hefur ekki leitt til aukinnar samleitni í hag- sveiflum heldur þvert á móti aukið hagsveiflur í hverju landi fyrir sig. Með myndun myntbandalagsins töp- uðu þjóðríkin jafnframt sveiflujafnandi stjórntækjum sem fyrir myndun þess voru til staðar í hverju landi fyrir sig, án þess að sambærileg stjórntæki yrðu virk á evrusvæðinu sem heild. Þetta hefur valdið því að evrulöndin standa berskjölduð gagnvart hagsveiflum í hverju landi fyrir sig,“ segir í tilkynningu HR. Í erindi sínu skoðar De Grauwe leiðir til að lagfæra þessa galla og fjallar í því samhengi um hlutverk Seðla- banka Evrópu sem lánveitanda til þrautarvara og nauðsyn þess að samþætta hagsveiflur landanna. Aðrir fróðlegir fyrirlestrar og umræður fylgja í kjölfar fyrirlesturs De Grauwe. Guðjón Gústafsson, yfirmaður fjárstýringar hjá Actavis, ræðir hvað sé efst á baugi við fjárstýringu alþjóðlegs fyrirtækis í kjölfar kaupa Watson Pharmaceuticals, Inc. á Actavis. Í fyrir- lestrinum Rekstraröryggi fjárstýringar ræðir Ólafur Briem, forstöðumaður áhættustýringar hjá Icelandair, þá umfangsmiklu fjármálastjórn sem einkennir Ice- landair. Peter Matza hjá ACT í Bretlandi, samtökum fjármálastjóra í Bretlandi, fer yfir samstarfsmöguleika á þessu sviði. Kristín Erla Jóhannsdóttir, sérfræð- ingur í gjaldeyris- og afleiðumiðlun hjá Arion banka, flytur fyrirlestur um áhættustýringu í höftum. Í fyrir- lestrinum verður tæpt á gjaldeyrislögum og höftum. Hún ræðir hvaða vörur er hægt að nýta til stýringar á áhættu í núverandi gjaldeyrishöftum. Ingvar Stef- ánsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur, fer yfir áhrif hafta á fjárstýringu Orku- veitunnar. Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmda-  Íslenski fjárfestingardagurinn grundvallarspurningar ræddar Í Hr Hvað gera fyrirtæki í gjaldeyrishöftum? Prófessor í alþjóðahagfræði við London School of Economics talar um hönnunargalla evrusam- starfsins og leiðir til að takast á við þá. Fjármálastjórar flytja fyrirlestra um stýringu og áhættu fyrirtækja sem búa við gjaldeyrishöft. Íslenski fjárstýringardagurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík í dag, föstudag. Þar verður þeirri spurningu meðal annars velt upp hvað fyrirtæki geri í gjaldeyrishöftum. Mynd Hari Mörkum stefnuna... Iðnþing 2013 Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 14. mars kl. 13–16. Á Iðnþingi verður fjallað um þau efnahagslegu tækifæri og ógnanir sem Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN Skráning á www.si.is Pallborðsumræður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins Brad Burnham, Managing Partner hjá Union Square Ventures Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, stýrir umræðum Fundarstjóri er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis Dr. Laurence C. Smith, prófessor í jarð- og geimvísindum við UCLA Matthias Krämer, framkvæmdastjóri hjá BDI, Samtökum iðnaðarins í Þýskalandi Dagskrá: Erlendir fyrirlestrar verða túlkaðir á íslensku H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA – 1 3- 01 38 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hvernig kaffi vilt þú? Lungo Espresso Americano Cappuccino Latte Macchiato RV 01/13 1ks af Jolly Cola(24 dósir)Þú getur valið um að fá 1 ks (24 dósir) af Jolly gosi eða 6 glær, falleg kaffiglös í kaupauka þegar þú kaupir Nescafé Alegria kaffivél. eða Kaupauki! 24 viðskipti Helgin 8.-10. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.