Fréttatíminn - 08.03.2013, Side 30
„Umönnun barns er samvinnu-
verkefni foreldra. Hins vegar
hefur móðirin nokkra sérstöðu
fyrstu mánuðina sem gefur
henni ákveðið forskot,“ segir
Sæunn Kjartansdóttir sálgrein-
ir. „Vegna þess að hún gengur
með barnið er hún oft tengd
því sterkum tilfinningaböndum
og barnið þekkir hana betur
en aðra þegar það fæðist, það
þekkir til dæmis lykt hennar,
rödd og hjartslátt,“ segir hún.
Að öðru leyti séu feður, fóstur-
foreldrar, afar og ömmur ekki
síður hæfir til að sinna hlut-
verki móðurinnar. „Aðalatriðið
er að manneskjan gefi sig að
barninu af heilum hug og stilli
sig inn á þarfir þess. Þó svo að
hlutverk mömmu og pabba séu
ólík til að byrja með geta þau
með tímanum æ meira komið
hvort í annars stað. Þau eru
barninu bæði mikilvæg en ólík-
ar manneskjur og þess vegna
myndar barnið ólík tengsl við
þau,“ segir hún.
Feður leita sér einnig hjálpar
hjá Miðstöð foreldra barna,
þótt tilvikin séu mun færri en
mæðranna. Mikilvægt er þó
að pabbarnir komi með í með-
ferð þegar vandamál skapast
í tengslamyndun milli móður
og barns. „Það er ótrúlega gott
þegar pabbarnir koma með,“
segir Stefanía Arnardóttir
heilsugæsluhjúkrunarfræðing-
ur. „Það gerist eitthvað líka á
milli föður og barns. Það verð-
ur annar skilningur eða jafnvel
önnur sýn. Stundum er líka
togstreita á milli foreldranna
sem kemur í vega fyrir það að
þau geti almennilega gefið sig
að barninu. Við höfum unnið
með slíkt og það getur alveg
tekið fókusinn um tíma. Því
ef það verður mikil togstreita
þeirra á milli þá verður barnið
svolítið útundan,“ bendir hún á.
„Einn pabbinn sagði við mig
þegar hann kom í fyrsta tímann
sinn að hann hefði orðið fyrir
vonbrigðum þegar að barnið
fæddist. Hann hefði ekki fund-
ið neina gleði hann hefði haldið
að þetta yrði svo gaman, en
hann leit á þetta sem verkefni,
sagði hann. Eftir nokkrar vikur
fór hann að tengjast barninu og
barnið honum og þá fór þetta
að verða gaman. Maður hefur
alltaf gaman að því að sjá breyt-
inguna á samskiptunum. Finna
augnkontakt, bros og ánægju
sem ekki var til staðar áður,“
segir Stefanía.
Þrír af stofnend-
um MFB, Helga
Hinriksdóttir,
hjúkrunarfræð-
ingur og ljós-
móðir, Stefanía
Arnardóttir
heilsugæslu-
hjúkrunarfræð-
ingur og Sæunn
Kjartansdóttur
sálgreinir. Fjórði
stofnandinn er
Anna María Jóns-
dóttir geðlæknir.
Ljósmynd/Hari
getur hjálpað mikið að vinna með móður-
inni og barninu strax eftir fæðingu,“
segir Helga sem hefur unnið við meðferð
þunglyndissjúklinga í aldarfjórðung.
Þykir ekki vænt um börnin sín
Mæður geta upplifað svo mikið þunglyndi
og vanlíðan að þær eru ekki í stakk búnar
til að sjá um barnið sitt, þær ráða hrein-
lega ekki við verkefnið. „Sumar konur
tala um að þeim þyki ekki vænt um börn-
in sín, þær finni ekki fyrir þeim tilfinn-
ingum sem þær eiga að finna fyrir,“ segir
Stefanía. Þetta getur gerst hvort sem
er strax á meðgöngu eða eftir fæðingu
barnsins. „Öðrum líður einfaldlega of illa
til þess að geta lesið í tjáningu barnsins
og brugðist við til þess að uppfylla þarfir
þess. Þeim líður svo illa að þær sitja ef
til vill og stara út í loftið og veita barninu
ekki athygli, heyra ekki í því. Börnin
skynja þetta mjög fljótt, jafnvel aðeins
fáeinna vikna gömul. Þau verða óróleg,
sofa ekki, nærast illa eða of mikið og
gubba jafnvel mikið,“ segir Stefanía. „Það
er þessi birtingarmynd sem við lesum í
og vinnum með. Er þörfum barnsins full-
nægt? Hvernig er samskiptum móður
og barns háttað? Eru þau í lagi?“ segir
Helga. Með þessu eru þær að reyna að
koma í veg fyrir svokallað tengslarof og
stuðla að öruggum tengslum.
„Það sem einkennir örugg tengsl er
það að móðirin eða foreldrarnir, séu næm
á barnið, lesi í þarfir þess og bregðist við
þeim á viðeigandi hátt. Oft gerist það að
foreldrið er of upptekið af eigin vanlíðan
og yfirfærir þarfir sínar á barnið, ef móð-
irin er þreytt heldur hún að barnið sé það
líka. Hún nær ekki að lesa í þarfir þess og
kemur þannig í veg fyrir að þessi öruggu
tengsl myndist,“ segir Helga.
Geta ekki horfst í augu við móður
sína
Dæmi eru um það að mjög ung börn, allt
niður í þriggja mánaða, geti ekki horfst í
augu við móður sína. Þau fá kannski ekki
viðbrögð frá móðurinni vegna þess að
hún þjáist af svo mikilli vanlíðan að hún
sýnir barninu engin svipbrigði þegar það
leitast eftir athygli frá henni. Hún brosir
ekki til þess og talar ekki við það og upp-
lifir barnið það sem höfnun og forðast því
að horfast í augu við móður sína.
Mæður koma til þeirra sem finna jafn-
vel enga væntumþykjutilfinningu í garð
barns síns. Þær segjast ekki skilja það
eða þekkja það. Þær upplifa sig í þeirri
stöðu að þær séu bundnar yfir einstak-
lingi sem þær þekkja ekki en tekur frá
þeim alla orku. Þær eru oft haldnar rang-
hugmyndum um barnið og viðbrögð þess
og trúa því að kornungt barnið sé jafnvel
að refsa þeim fyrir að þær standi sig ekki
í móðurhlutverkinu.
„Kona sem kom til mín fyrir skömmu
hafði óvart klippt í fingur lítils sonar síns
þegar hún var að klippa á því neglurnar
svo það blæddi úr. Hún sagði að barnið
væri enn reitt við hana og horfði á hana
grimmdaraugum. „Sérðu hvernig hann
horfir á mig?“ spurði hún mig. Auðvitað
hefur ungbarn engar slíkar meiningar en
þetta snýst um hvernig móðirin túlkar
barnið og tjáningu þess. Hún óttast að
barnið sé að dæma sig, og við reynum að
leiðrétta það,“ segir Sæunn.
Móðirin sem ræddi við Fréttatímann
segir að henni hafi þótt dóttir sín sífellt
vera að segja sér hversu óhæf hún var
sem móðir. „Mér fannst hún alltaf vera
að kvarta undan mér, að ég kynni ekki
að halda á henni, að ég skildi hana
ekki,“ segir hún. „Ég var farin að gráta
frá morgni til kvölds því ég kunni þetta
ekki,“ segir hún. „Hún grét bara hjá mér
og fór alltaf að gráta um leið og ég tók
hana upp ef hún var ekki grátandi fyrir.
Hún grét ekki hjá pabba sínum,“ segir
hún.
Hún segist gera sér grein fyrir í dag að
hún hafi verið full af ranghugmyndum.
„Ég lét undan þrýstingi um að fara út í
göngutúr með barnið í vagni daglega en
það reyndist mér of erfitt. Þegar barnið
grét í vagninum fannst mér allur heim-
urinn horfa á mig og dæma mig fyrir
að geta ekki hugsað um barnið mitt. Ég
hljóp þá heim og fór ekki út í marga daga
á eftir,“ segir hún.
Læra að lesa í tjáningu barnsins
Meðferðin gengur meðal annars út á það
að hjálpa móðurinni að lesa í tjáningu
barnsins og upplifa og þar með treysta því
að hún geti hjálpað barninu að hætta að
gráta með því að sinna því á réttan hátt.
„Ég veit núna að hún hættir að gráta. Ég
get huggað hana. Ég vissi það ekki áður,“
segir hún.
Einnig eru börnin oft orðin svo óvær að
þau una sér ekki augnablik ein. Stundum
geta börnin þurft að læra að treysta móð-
urinni. Jafnframt getur þurft að hjálpa
móðurinni að átta sig á hversu mikilvægt
það er að bregðast við þörfum barnsins.
Ungbörn eru ekki óþæg, ef þau gráta þarf
að sinna þeim. Það getur hins vegar verið
snúið að átta sig á hvað það er sem þau
þarfnast. Í slíkum tilvikum getur verið
gott að fá einhvern utanaðkomandi til að
hugsa hlutina með sér.
Móðirin segist hafa forðast það strax á
sængurkvennadeildinni að sinna barninu
sínu, það sjái hún eftir á. „Ég hringdi
bjöllunni og bað um hjálp um leið og hún
fór að gráta. Ég vildi heldur að einhver
annar en ég skipti á henni. Sem betur fer
hefur það breyst og ég veit að það er eng-
inn betri en ég að sinna henni,“ segir hún.
Þær segja mjög mikilvægt að opna
umræðuna um þessi mál þannig að konur
finni að það sé í lagi að tala um þau. „Ég
hef talað við mæður sem þorðu ekki að
nefna þessar tilfinningar sínar á heilsu-
gæslunni af ótta við að þær fengju stimpil
á sig. Þær óttuðust jafnvel að barnið yrði
tekið af þeim og sú hugsun varð til þess
að auka enn á vanlíðan þeirra og vanda-
málið óx,“ segir Helga. „Það er nauðsyn-
legt að koma konum í skilning um að það
sé til hjálp og að þær verði ekki dæmdar,“
segir hún.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Pabbar þurfa
líka hjálp
Sumar konur tala um að þeim
þyki ekki vænt um börnin sín, þær
finni ekki fyrir þeim tilfinningum
sem þær eiga að finna fyrir.
30 úttekt Helgin 8.-10. mars 2013