Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 08.03.2013, Qupperneq 36
Aðför að músastofninum M Menn hafa fylgst með síldardauðanum í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í forundran. Þar drápust, að því að talið er, um 30 þúsund tonn af síld í desember og svipað áfall varð í nýliðnum febrúar þegar um 22 þúsund tonn af síld drápust á sama stað. Trúlega er erfitt að meta nákvæmlega hversu mikið drapst af síld þarna, enda þakti dauð síld fjarðarbotninn og allar fjörur – og það í tvígang. Nógu nákvæmt er það og 50 þúsund tonn af síld, eða ríflega það, er gríðarlegt magn. Þessi 50 þúsund tonn hefðu betur verið komin í manneldi með þeirri verðmæta- sköpun sem slíku fylgir en það fór sem fór. Þessi óskaplegi síldardauði hefur væntanlega einhver áhrif á stofninn og væntanlega veiðiráðgjöf. Ábúendur á bæjum í Kolgrafafirði hafa haft mikla áþján af þessum óhroða á fjörunum sem úldnað hefur með viðurstyggilegum óþef sem alla ætlar lifandi að drepa. Smáræði tókst að bjarga, einhverjir bændur nýttu sér síldina til fóðurgjafar og hestamenn brugðu sér á Snæfellsnesið í sama til- gangi. Þá runnu nokkrar krónur í skóla- sjóð barna í Grundarfirði sem fengu frí einn dag til að bjarga verðmætum. Annað fór til spillis. Stórvirkar vinnuvélar voru loks fengnar til að grafa kösina svo líft væri fyrir fólkið í grenndinni – og fuglar slyppu við grútarmengun. Það sóttu nefnilega fuglar í veislu- borðið – og það að vonum. Varla hafa fuglar við Breiðafjörð verið feitari í annan tíma. Það er vel svo langt sem það nær. Verra er ef grúturinn sest í fiður þeirra. Þá er voðinn vís og þeir engu betur settir en fuglar sem fá olíu í fiðrið en mörg ljót dæmi eru um það. Vafalaust hefur rebbi á Snæfellsnesi einnig haft það gott að undanförnu. Hann er ekki í sömu hættu og fiðurfénaðurinn heldur hefur áhyggju- lítið sótt sér prótínið í fjöruna. Yrðling- arnir verða því sprækir á nesinu í vor. Það sama á raunar við um refinn fyrir norðan. Eftir hretið einstæða í september hefur lágfóta á því svæði haft nóg að éta enda drápust um 10 þúsund fjár í því vetrar- veðri sem gerði er fé var enn á fjalli. Þá voru hlíðar enn grænar af gómsætu grasi og tré varla farin að fella lauf. Það er því margt skrýtið sem nátt- úran hefur boðið okkur upp á undanfarin misseri. Eins dauði er annars brauð. Fjárfellirinn kom verulega við bændur en blómatími hefur verið hjá refnum – og kannski minknum líka. Fuglar himinsins hafa svo sannarlega tekið þátt í veisluborðinu í Kolgrafa- firðinum, komið víða að í þúsundatali. Hræddastir hafa menn verið um örlög arnarins. Konungur fuglanna lét sitt ekki eftir liggja. Heimkynni hans eru helst við Breiðafjörð og frændur arnanna á Snæfellsnesi, þeir sem eiga sér óðul við norðanverðan fjörðinn breiða, létu sig ekki muna um að fljúga yfir hann þegar fréttist af partíinu. Arnarstofninn er hins vegar lítill – og fuglinn glæsilegi í útrýmingarhættu þótt smám saman hafi tekist að fjölga í stofninum með alfriðun. Fuglinn er viðkvæmur og grútur er einn helsti óvinur hans. Ernir sáust því nokkrir grútarblautir í Kolgrafafirðnum enda er talið að um fjórðungur stofnsins hafi mætt í veisluna – og óhjákvæmilega fengið á sig grútarslettur. Vonandi fer betur en á horfðist um stund með breið- firska arnarstofninn. Við náttúruna ráðum við ekki þegar hún herjar á dýrastofna en nýjasta dæmið um hættu sem að dýrastofni steðjar var ekki vegna náttúrhamfara heldur af mannavöldum, jafnvel þótt sá dýrastofn hafi verið staðbundinn. Tíðindi bárust af því snemma í vikunni að stórtækur landabruggari í Hrunamannahreppi hefði enn og aftur verið staðinn að verki. Nú stefndi hann hins vegar ekki mannfólki í hættu og ölvunarvímu heldur spendýrum sem hafa þegnrétt hér á landi, rétt eins og önnur slík. Nágrannar bruggarans hafa lengi kvartað undan starfsemi hans og þeim sóðaskap og lykt sem henni fylgir. Lyktin af landanum er kannski illskárri en ýldu- brælan í Kolgrafafirðinum en nógu slæm samt. Henni var lýst af nágrannakonu sem súrri og ógeðslegri. Þar sem hart hefur verið sótt að bruggaranum, hann áður handtekinn og landi hans gerður upptækur, er hann greinilega orðinn var um sig. Súru nágrannarnir grunuðu landabruggarann enn um græsku og fóru því í vettvangskönnun. Í þeirri reisu tóku þeir eftir spotta og kipptu í hann. Viti menn, lok lyftist og við blasti landi í jarðgeymslu sem klædd hafði verið með krossviði og tyrft yfir. Magn- ið var ekki minna en þegar bruggarinn var gómaður síðast. Þakka má árvekni nágrannanna að ekki fór verr því ferfætlingar höfðu gert sig heimakomna í hol- unni. Mýs höfðu af eðlisávísun byrjað að naga tappana á bruggflöskunum en ekki komist lengra. Ella hefði orðið alls- herjar fyllirí hjá músum í Hrunamanna- hreppi – og eru þær ófáar. Líkt og við Breiðafjörðinn hefði fiskisagan flogið í dýraheimi. Mýs í nálægum hreppum hefðu án efa brugðið sér í Hrunamanna- hreppinn og tekið þátt í partíi sem slegið hefði út matarorgíuna í Kolgrafafirðinum. Enginn efi er á því að Skeiðamýs hefðu brugðið undir sig betri fætinum og jafn- vel þær heilögu í Skálholti og víðar í Biskupstungum og Bláskógabyggð allri. Sama á við Gnúpverjamýsnar. Meiri vafi er með þær í Grímsnes- inu og Flóanum. Þótt mýs séu seigar svífa þær ekki á vængjum þöndum langleiðir eins og Breiðafjarðarern- irnir. Þetta sá bruggar- inn ekki fyrir – eða þá ógurlegu timbur- menn – eða timburmýs – sem sunnlenskar mýs sluppu naumlega við – þökk sé þefvísum grönnum hans og landatöpp- unum sem enn héldu. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 4.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð 40.000 Höfðagaflar 5.000 Sjónvarpsskápar 25.000 Rúm 153cm 157.000 Púðar 2.900 Torino Fjarstýringavasar 2.500 Hægindastólar 99.000 Tungusófar 75.400 Hornsófar 119.450 Sófasett 99.900 Mósel AquaClean áklæði kynningarafsláttur AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Hornsófar - Tungusófar - Sófasett Sófasett - Hornsófar - Tungusófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Basel Intense Repair Sjampó og hárnæring Djúpnærir, mýkir og gefur gljáa. Verndar hárið frá því að klofna. Inniheldur prótein, náttúrulegar olíur og fljótandi keratín. 36 viðhorf Helgin 8.-10. mars 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.