Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Side 46

Fréttatíminn - 08.03.2013, Side 46
46 skák og bridge Helgin 8.-10. mars 2013  Skákakademían Nýtt stórveldi í íslensku skáklífi! n ýtt stórveldi er komið fram á sjónarsviðið í ís-lensku skáklífi: Víkinga- klúbburinn er Íslandsmeistari skákfélaga 2013 eftir æsispenn- andi keppni. Bolvíkingar höfðu sigrað á Íslandsmótinu síðustu fimm árin en urðu að gera sér bronsið að góðu núna. Hið forn- fræga og síunga Taflfélag Reykja- víkur varð í öðru sæti, en ekkert félag hefur oftar unnið titilinn síðan fyrst var byrjað að keppa um Íslandsmeistaratitil skákfélaga fyrir hartnær 40 árum. Á Íslandsmóti skákfélaga er keppt í fjórum deildum, rétt eins- og í fótboltanum, og Víkingarnir létu sér ekki nægja sigur í efstu deild. B-sveit þeirra sigraði í 3. deild og C-sveitin varð í öðru sæti í 4. deild. Þetta þýðir að Víkingar geta teflt fram sveitum í öllum deildum á næsta keppnistímabili – og miðað við metnaðinn á þeim bæ er eins víst að þeir stefni að sigri á öllum vígstöðvum! En hverjir eru Víkingarnir, sem svo rækilega stálu senunni á Ís- landsmótinu í Hörpu? Leiðtogar og hugmyndafræðingar félags- ins eru Gunnar Freyr Rúnars- son og Davíð Kjartansson, sem báðir eru þekktir skákmenn. Þeir hafa fengið til liðs við sig marga sterkustu skákmenn landsins og firnasterka erlenda málaliða með sjálfan Pavel Eljanov í broddi fylkingar. Eljanov er einn af bestu skákmönnum heims og sigraði á N1 Reykjavíkurskákmótinu 2013, ásamt So frá Filippseyjum og Amin frá Egyptalandi. Meðal íslenskra liðsmanna Víkinga eru Hannes Hlífar Stefánsson, sem 11 sinnum hefur orðið skákmeist- ari Íslands, Stefán Kristjánsson stórmeistari, Björn Þorfinnsson alþjóðameistari og Magnús Örn Úlfarsson. Víkingaskákin og uppfinninga- maðurinn frá Vindheimum Víkingaklúbburinn var settur á laggirnar til að útbreiða „víkinga- skák“ og hefur sinnt því hlutverki vel, samhliða þróttmiklu starfi í þágu skákgyðjunnar. Sagan á bak við víkingaskákina er hins vegar áhugaverð. Höfundur hennar var uppfinningamaðurinn, húsgagna- smiðurinn og kennarinn Magnús Ólafsson (1922-2007). Magnús var frá Vindheimum við Tálknafjörð, einn af sextán systkinum, og ólst að miklu leyti upp á fjarlægu fóst- urheimili. Árið 1967 fann Magnús upp víkingaskákina, sem í mikil- vægum atriðum er frábrugðin hefðbundinni skák. Reitirnir í víkingaskák eru sexhyrndir og skákþrautin Hvítur leikur og vinnur! Hér virðist allt í jafnvægi, en hvítur lumar á leik sem gerir út um taflið á augabragði. Kviletsky galdraði fram rétta leik- inn gegn Roslinsky árið 1954 – stundum eru það „litlu leikirnir“ sem ráða úrslitum... S veit Önnu Ívarsdóttur varð um síðustu helgi Íslands-meistari kvenna í sveitakeppni fjórða árið í röð. Hún hélt forystunni allan keppnistímann og náði að landa tiltölulega öruggum sigri. Lokastaða efstu sveita í Íslands- mótinu varð þannig: 1. Anna Ívarsdóttir 242 2. Bolasmiðjan ehf 199 3. Saga 192 4. Austur-vestur 189 5. Ferill 187 Sveit Önnu Ívarsdóttur var skipuð, auk hennar, Guðrúnu Óskarsdóttur, Hjördísi Sigurjónsdóttur, Ljósbrá Baldurs- dóttur og Ragnheiði K. Nielsen. Í síðustu viku var dregið í 4. riðla fyrir undankeppni Ís- landsmóts í sveitakeppni. Þrjár efstu sveitirnar í hverjum riðli (af 10) vinna sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni sem fram fer helgina 25.-28. apríl. Á spjallsvæði Bridgesam- bands Íslands (bridge.is) fer fram vinsæl getraun um það hvaða sveitir komast í úrslitin. Flestir eru sammála um hvaða sveitir komast í úrslitin, en útlit er fyrir mesta keppni um úrslitasæti í A-riðli. Aðal sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hófst þriðju- daginn 5. mars og að venju er hafin þar mikil barátta um efsta sætið. Staða efstu sveita er nú þannig: 1.-2. Lögfræðistofa Íslands 45 1.-2. Málning 45 3. Garðsapótek 38 4. Logoflex 36 5. VÍS 34 Spilarar í sveit Lögfræðistofu Íslands eru Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Steinar Jónsson, Sverrir Ármannsson, Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen. Spilararar í sveit Málningar eru Baldvin Valdimarsson, Hjálmtýr Bald- ursson, Rúnar Einarsson og Skúli Skúlason. Í spili 11 í fyrri leik aðalsveitakeppninnar (tveir 16 spila leikir á hverju kvöldi) var athyglisvert spil fyrir NS. Suður hefur sagnir og er með góða hönd sem ekki er auðvelt að koma til skila í sögnum: ♠932 ♥ÁD1098 ♦D ♣K972 ♠ÁKD1064 ♥- ♦ÁG643 ♣D8 ♠ 85 ♥ G7653 ♦ 107 ♣ 10643 ♠ G7 ♥ K42 ♦ K9852 ♣ ÁG5 n s V a Spilið var spilað á 15 borðum. Fjögur pör sögðu sig í hálf- slemmu í spaða og þrjú þeirra stóðu hana og einn fór 1 niður. Á 10 borðum var samningurinn 4 spaðar. Fimm sagnhafanna fengu 12 slagi og 5 þeirra 11 slagi. Á einu borði var samningurinn 4 grönd og þar voru teknir 10 slagir. Sex spaðar vinnast með tígulsvíningu. Hægt er að trompa tapslagi í tígli á stuttlitinn og það lán leikur við sagnhafa að vestur á ekki yfir spaðaníunni í blindum þó að hann eigi aðeins 2 tígla. Vörnin fær aðeins á laufásinn.  Bridge Sveit Önnu ívarSdóttur Íslandsmeistari fjórða skiptið í röð Lausn: 1.Df6! 1-0 Hvítur hót- aði máti á f7 – taki svartur hvíta hrókinn verður hann mát með Dh8! Sigursveit Önnu: Frá vinstri í vinn- ingsveit Önnu á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni eru Guðrún Óskarsdóttir, Ragnheiður K. Niel- sen, Hjördís Sigur- jónsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Anna Ívarsdóttir. Íslandsmeistarar! Liðsmenn Víkingaklúbbsins taka við sigurlaunum í Hörpu. A-liðið sigraði í 1. deild, B-liðið í 3. deild og C-liðið varð í öðru sæti í 4. deild! 85 talsins, en í skák eru þeir 64. Þá bætti Magnús víkingnum við hefðbundinn liðsafla á taflborð- inu, svo úr varð alveg ný tegund af skák – víkingaskák. Víkingaskákin skaut fyrst rót- um á Ísafirði í lok síðustu aldar, og menntaskólanemar þar efndu til fyrstu „alheimsmeistara- mótanna“ í greininni. Nú hefur Víkingaklúbburinn tekið við merkinu og má telja víst að enn frekara líf færist í víkingaskák- ina á næstu misserum. En fyrst og fremst má ætla að hinir harð- snúnu víkingar verði erfiðir við að eiga á reitunum 64. Gaman verður að fylgjast með starfinu hjá hinum nýju Íslandsmeist- urum, og ekki síður viðbrögðum gömlu stórveldanna. Annað spútnikfélag er Goðinn- Mátar, sem Hermann bóndi Aðal- steinsson á Lyngbrekku í Þing- eyjarsýslu hefur byggt upp af dæmafáum metnaði og elju. GM hefur á síðustu árum brunað upp deildir Íslandsmótsins og hafnaði í 5. sæti í efstu deild, auk þess að vinna góðan sigur í 2. deild. Á spjallsvæði Bridgesambands Íslands (bridge.is) fer fram vinsæl getraun um það hvaða sveitir komast í úrslitin. Landmark leiðir þig heim! * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Sími 512 4900 landmark.is Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Haraldur Ómarsson sölufulltrúi sími 845 8286 Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.