Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 57
É g man ekki nákvæmlega hvað ég sagði uppi á svið-inu. Það var kannski svolítið
svona í „heat of the moment“ en
það vakti athygli okkar að það var
ekki nein stelpa að spila og við
gerðum athugasemd við það, þar
sem við erum að sjálfsögðu femín-
istar og umhugað um jafnrétti á
öllum sviðum,“ segir Arnar Freyr
Frostason, einn meðlima hljóm-
sveitarinnar Úlfur Úlfur. Strák-
arnir spiluðu ásamt fleiri þekktum
aðilum á SAMFÉS ballinu um
síðustu helgi við mikinn fögnuð
viðstaddra. Það vakti athygli þegar
þeir gerðu athugasemd við skort á
kvenlistafólki á ballinu en enginn
kona spilaði á hátíðinni í ár. Strák-
unum þótti þetta skjóta skökku við
svo þeir tóku málin í sínar hendur
og tóku með sér söngkonuna Hildi
Kristínu úr Rökkurró á sviðið. Hún
var svo kynnt sértaklega inn sem
framlag sveitarinnar til að jafna
kynjahalla hátíðarinnar. Sam-
kvæmt upplýsingum Fréttatímans
var uppátækinu afar vel tekið.
Samtök félagsmiðstöðva (SAM-
FÉS) standa árlega fyrir því þegar
að 4.500 unglingar koma saman í
Laugardalshöll á SamFestingnum.
Hljómsveitin Úlfur Úlfur, Jón Jóns-
son, Páll Óskar og plötusnúðurinn
Heiðar Austmann komu þar fram
síðasta föstudag.
Í ár skapaðist töluverð umræða
vegna settra fatareglna á ballinu
en ungmennunum sem hugðust
mæta var gert að klæða sig innan
ákveðins ramma. Þannig hugð-
ust aðstandendur koma í veg fyrir
ósæmilegan klæðaburð og hegðun
ungmennanna samkvæmt því.
„Ég vissi ekki að þetta hefði vak-
ið neina sérstaka eftirtekt en það
er auðvitað ekki nema gott mál og
það er frábært ef að þetta hefur
náð inn til einhverra krakkanna.
Það er auðvitað ekki hægt annað
en að vekja athygli á svona löguðu
árið 2013. Það er ekki nema sjálf-
sagt,“ segir Arnar Freyr.
Í samtali við Fréttatímann segir
Björg Jónsdóttir, framkvæmda-
stýra SAMFÉS, að þetta hafi ekki
verið mistök heldur val krakkanna
sjálfra.
„Þegar við veljum listamenn þá
er það í höndum ungmennaráðs
að setja saman lista. Við setjum
listann svo á Facebook og látum
krakkana kjósa. Það sem þeir velja
SAMFÉS HljóMSveitin ÚlFur ÚlFur Með FeMiníSkAn gjörning
Vöktu athygli á kynjahalla
Á nýafstöðnu balli, Samfestningnum sem er árlegur viðburður á vegum Samtaka félagsmið-
stöðva, vakti athygli að strákasveitin Úlfur Úlfur gerði hlé á tónleikahaldi sínu til þess að hafa
orð á því hve hlutur kvenna var bágborinn á meðal skemmtikrafta kvöldsins. Þeir bættu svo um
betur og buðu velkomna á svið unga söngkonu, til að rétta við hlutföllin að þeirra sögn. Fram-
kvæmdastýra SAMFÉS segir þetta ekki mistök heldur val krakkanna sjálfra.
Strákarnir í Úlfur Úlfur vöktu athygli á kynjahalla á Samfés hátíðinni. Einn meðlima
segir það ekki nema sjálfsagt mál að gæta að hlut kynjanna árið 2013.
er yfirleitt mikið stuð og það eru
bara færri þannig stúlknasveitir,“
segir Björg. Hún bendir á að á ári
hverju sé þetta umhugsunarefni
og það sé leitt að ekki takist betur
til. Hún segir jafnframt að í boði sé
að unglingar spili sem plötusnúðar
fyrsta klukkutímann á ballinu og
um það þurfi þau að sækja. Þar
sæki stúlkur einnig síður fram.
Aðspurð segir hún þó alla hafa
farið sátta frá ballinu og það tekist
einkar vel til. Aðeins hafi þurft að
hafa afskipti af einni stúlku á ball-
inu en sú var ekki alveg tilbúin að
fara eftir settum reglum um klæða-
burð. Það hafi þó leyst farsællega
á staðnum.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Flug
Dublin
28. mars – 1. apríl
Verð frá 39.900 kr.
Bilbao
28. mars – 1. apríl
Verð frá 59.900 kr.
Madrid
1. – 5. maí
Verð frá 59.900 kr.
Róm
25. – 29. apríl
Verð frá 64.900 kr.
dúndur
tilboði!
ferð.is • sími 570 4455
sæ
ti
á
Innifalið: flug fram og til baka með sköttum.
júgðu
fyrir
minna
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
F
E
R
6
32
20
0
3/
13
KRINGLUNNI 2. HÆÐ - HAGKAUPSHÚSINU,
SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS
20 ÞÚSUND
króna umgjörð á
199 krónur!
- Ef þú kaupir glerið hjá okkur
Næstum allar aðrar umgjarðir á 50% afslætti
SPILAR
ÞÚ STYRKIR OKKUR
ÞEGAR ÞÚ
Þegar þú spilar í kössunum okkar
styrkir þú Rauða krossinn, SÁÁ og
Slysavarnafélagið Landsbjörg.
dægurmál 57 Helgin 8.-10. mars 2013