Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 62
2 snyrtivörur & tíska Helgin 8.-10. mars 2013 Joven og Twenty línurnar innihalda líka aloe vera safa. Vörulínurnar eru fjölbreyttar og henta þörfum allrar fjölskyldunnar fyrir alla daglega umhirðu húðar. Meðal annars má nefna sólarvarnarkrem, andlitskrem (dömu og herra), hárvörur og þriggja þrepa meðferð fyrir feita og viðkvæma unga húð. Eins og áður segir eru þær unnar úr náttúrulegum hráefnum, t.d. úr safa aloe vera plöntunnar og olíu eplarósa- kjarnans en báðar þessar jurtir eru þekktar fyrir lækningamátt sinn. Eucerin Even brighter Eucerin EVEN BRIGHTER Clinical með B-Resorcinol gegn húðblettum verndar húðina frá útfjólubláum geislum með hárri sólarvörn (dagkrem með SPF 30) og ræðst gegn fram- leiðslu á melaníni á upphafsstigi: B-Resorcinol „læsir“ oxunarensími litarefna, Tyrosinase, inni svo að húðblettunarferlið fer ekki af stað. Þannig er dregið úr framleiðslu á óæskilegu melaníni sem leiðir til jafnvægis í húðlit. Klínískar prófanir hafa staðfest að B-Resorcinol hefur yfirburða lýsandi eiginleika fram yfir þau stöðluðu efni sem húðsjúkdómafræðin bjóða upp á (hýdrókínon,kojic sýra, arbutin). Nýja Eucerin línan inniheldur dagkrem, næturkrem, serum og spot corrector sem auðveldar enn frekar að bera efnið beint á blettasvæðið. EVEN BRIGHTER Clinical dregur úr húðblettum og kemur á jafnvægi og birtu í hörundslit. Með reglulegri notkun jafnast litablær húðarinnar stöðugt yfir tíma. NIVEA Q10 ENERGY NIVEA Q10plus Anti-Wrinkle Energy Day Care dregur sjáanlega úr hrukkum og gefur húðinni heilbrigt og geislandi útlit. Ný endurnærandi formúla með Q10 og náttúrulegu Goji berjaþykkni frískar húðina og minnkar þreytumerki. Kremið berst gegn hrukkum á áhrifaríkan hátt innan frá og SPF 15 varnar því að hrukkur myndist af völdum sólarinnar. Hrukkur minnka sjáanlega og húðin er frísk og geislandi fögur. er vörumerki fyrir hágæða spænskar húðvörur framleiddar úr náttúrulegum hráefnum BERIOSKA S.L., eigandi vörumerkisins, er fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 1974 og er staðsett nálægt Valencia á Spáni. Fyrstu árin einskorðaðist framleiðslan eingöngu við sturtusápur og hárvörur, en árið 2003 byrjaði fyrirtækið að framleiða andlitskrem og alhliða húðvörur. Þá var að koma vakning hjá almenningi að nota snyrtivörur unnar úr náttúrulegum hráefnum. Berioska S.L. greip tækifærið og hefur þróað fjölmörg krem í eigin rannsóknarstofum og vöruúrvalið eykst ár frá ári. Verðið á vörunum skiptir miklu máli hjá þeim, enda bjóða þeir eingöngu upp á góða og vandaða vöru á sanngjörnu verði í smekklegum og handhægum umbúðum. Þess má geta að vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Joven er andlitshreinsilína fyrir unga húð og er ómissandi í baráttunni gegn bólum, fílapenslum og hvimleiðum rauðum bólguþrymlum. Er bakteríudrepandi, lokar svitaholum og minnkar fitusöfnun í húðinni. Númer 1 er hreinsigel, það er fyrsta skrefið í meðferðinni, nuddið því inn í raka húðina og skolið vel með miklu vatni. Númer 2 er toner. Hann notast eftir að húðin hefur verið hreinsuð vel með hreinsigelinu. Númer 3 er rakakrem, sem er lokastig meðferðarinnar, notast á andlit og háls. Twenty ávaxtalínan er 24 stunda andlitskrem, hönnuð fyrir unga húð milli tvítugs og þrítugs. Avocado er rakakrem fyrir allar húðgerðir. Grape er einstaklega gott fyrir feita húð. Granateplakjarna er hentugt fyrir blandaða og viðkvæma húð. Hindberja er mjög gott fyrir þurra húð. Babaria snyrtivörurnar fást í tæplega 100 löndum víðsvegar um heim. Hægt er að sjá og lesa meira um vörurnar í netversluninni www.babaria.is. Umboðsaðili fyrir Babaria vörurnar á Íslandi er Labote ehf, – labote@babaria.is – Sími 861 0384 Ofurkrem allt sem þú þarft - Nýtt á Íslandi Age Management Moisturiser rakakremið frá Dr. Braga er í senn dag- og næturkrem, augnkrem, hálskrem og serum. Dr. Bragi húðvörulínan kom á markað í Bretlandi fyrir sex árum og hefur fengist á betri snyrtistofum í London, s.s. Bliss Spa og Hydrohealing Notting Hill. Árið 2008 var Dr Bragi sigurvegari sem „Best New Brand at the CEW Beauty Awards“ (CEW – Cosmetic Executive Women). Einnig það birtist viðtal við hann í VOUGE. Stjörnur á borð við Siennu Miller, Thandie Newton og Victoriu Beckham hafa notað vörurnar. Dr. Bragi húðvörulínan heitir eftir dr. Jóni Braga Bjarnasyni (1948-2011), prófessor í lífefnafræði, sem helgaði ævistarf sitt rannsóknum á sjávarensímum og virkni þeirra. Jákvæðar niðurstöður úr áratuga rannsóknum hans og prófunum leiddu til þess að hann þróaði ensímvörurnar í þessari húðlínu. Sú tækni sem er notuð við framleiðslu Dr. Bragi snyrtivaranna á sér enga líka í heimi húðsnyrtivara. Dr. Bragi vörurnar henta einstaklega vel viðkvæmri húð þar sem þær eru án rotvarnar- efna, parabena, olíu, ilmefna og litarefna. Sjávarensím verða ofurvirk við líkamshita og eru því öflugri en önnur ensmím, þau fara inn í ysta lag húðarinnar og stuðla að endur- nýjun og hreinsun hennar innan frá. Þau vinna gegn skaðlegum örverum og leysa upp óhreinindi ásamt því að verja hana gegn mengun í umhverfinu og lágmarka þannig hættu á ótímabærri öldrun hennar. Við reglulega notkun kemst jafnvægi á rakastig húðarinnar og hún verður mýkri, sléttari og heilbrigðari. Dr. Bragi húðlínan inniheldur Age Management Moisturiser rakakrem sem örvar endur- nýjun og hreinsun húðarinnar og dregur úr ummerkjum öldrunar. Intensive Treatment Mask er tau-maski sem mýkir, nærir og dregur úr roða og þrota og er sagður á við 15 mínútna andlitsbað. Face and Body Salvation sprey nærandi og rakagefandi fyrir allan líkamann, kjörinn eftir bað og sólböð. Bio Marine Exfoliant, fínkorna hreinsikrem sem fjarlægir dauðar húðfrumur, minnkar svitaholur og vinnur gegn fílapenslamyndun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.