Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Síða 2

Fréttatíminn - 22.02.2013, Síða 2
DVD um Davíð Oddsson SUS, Samband ungra sjálfstæðismanna, hefur gefið út DVD disk um Davíð Odds- son, fyrrverandi formann Sjálfstæðis- flokksins, en myndin ber heitið Þúsund stormar. Í myndinni er rætt við sam- ferðarmenn Davíðs, eins og það er orðað í fréttatil- kynningu, en auk viðtalanna eru gamlar og nýlegar upptökur úr safni Ríkissjón- varpsins „sem margar hafa ekki verið sýndar lengi.“ Meðal viðmælanda eru vinir Davíðs þeir Björn Bjarnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Kjartan Gunn- arsson og Illugi Gunnarsson. Myndin sjálf er 83 mínútur en auk þeirra mínútna eru á diskinum 68 mínútur af aukaefni. Aðdáendur Ísfólksins ættu ekki að láta Bóka- markaðinn í Perlunni framhjá sér fara.  Markaður 20% fleiri titlar á BókaMarkaðinuM 10 þúsund titlar í Perlunni „Stærstu tíðindin í ár er hvað við erum með mikið af bókum,“ segir Kristján Karl Kristjánsson en hann ber hitann og þungann af Bókamarkaðinum í Perl- unni ásamt sínu fólki. Markaðurinn opnar á morgun en Kristján segir að aldrei hafi verið boðið upp á fleiri titla og í ár. „Í fyrra voru þetta um átta þúsund titlar en í ár erum við með nærri 10 þúsund titla,“ segir Kristján og bendir á að þau hjá Perlunni áætli að næstum tíu þúsund manns komi á dag, þegar mest er. „Flestir koma auðvitað um helgar en það er ótrú- legt hvað er oft mikil traffík hérna á virku dögun- um,“ segir Kristján en Bókamarkaðurinn í Perlunni opnar sem fyrr segir á morgun og stendur til sunnu- dagsins 10. mars. Á heimasíðu Félags íslenskra bókaútgefenda, www.bokaut- gafa.is, er skjal með öllum titlunum sem eru til sölu í ár ásamt verði. Arnaldur verður að sjálfsögðu fyrirferðar- mikill. Ólögleg eðla til sölu Margir ráku upp stór augu þegar þeir skoðuðu söluvefinn Bland.is í gær en þar var til sölu 50 sentímetra löng eðla á litlar 30 þúsund krónur. Dýrið er ólöglegt, segja sérfræðingar á Dýra- spítalanum í Víðidal og á Matvælastofnun segir Þorvaldur H. Þórðarson að þar á bæ sé verið að kanna málið en Matvælastofnun hefur með svona lagað að gera. „Ef þetta er satt þá óskum við eftir rannsókn,“ segir Þorvaldur en bendir á að í síðasta svona tilviki hafi verið um grín að ræða. „Þá var enginn fótur fyrir þessu en við munum komast til botns í þessu.“ Eðlan sem sögð er sæt og 50 sentímetra löng. Eðlan sem sögð er sæt og 50 sentímetra löng. Ásgeir Trausti sigurvegari kvöldsins Ásgeir Trausti Einarsson kom, sá og sigraði þegar Íslensku tónlistarverð- launin voru afhent á miðvikudags- kvöld í Hörpu. Ásgeir Trausti hlaut alls fern verðlaun, flest allra. Fyrsta platan hans, Dýrð í dauðaþögn, var valin hljómplata ársins og hann var valinn Bjartasta vonin. Þá var hann valinn vinsælasti flytjandinn í kosningu á Tónlist. is og hlaut auk þess Netverðlaun Tónlist. is. Andri Ólafsson og Steingrímur Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower voru Textahöfundar ársins og meðlimir sömu sveitar voru Lagahöfundur ársins. Þrenn verðlaun féllu Retro Stefson í skaut; Tón- listarflytjandi ársins í flokki popp, rokks og blús, Glow var lag ársins og myndband við sama lag, sem Magnús Leifsson gerði, var myndband ársins. Andrea Gylfadóttir var valin söngkona ársins og Valdimar Guðmundsson söngv- ari ársins. Guðmundur Kristinn Jónsson var valinn upptökustjóri ársins. Lista yfir alla verðlaunahafa má finna á iston.is. V ið getum veitt öll dýr sem á annað borð eru veidd með skotvopnum. Allt frá rjúpu og upp í stærsta fíl,“ segir Indriði Ragnar Grétarsson, formaður Bogveiðifélags Íslands. Mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra sem leggja stund á bogfimi hér á landi síðustu misserin. Frétta- tíminn greindi í desember frá stofnun Bogfimiset- ursins í Kópavogi sem slegið hefur í gegn og fleiri og fleiri virðast nú vera áhugasamir um sportið. En sumum finnst ekki nóg að skjóta í mark í æfingasal. Sífellt fleiri vilja fá að veiða dýr með boga. Bogveiðifélag Íslands var stofnað árið 2010 og berst bæði fyrir að leyfilegt verði að veiða með boga hér á landi og að reglur um bogaeign verði einfaldaðar. Félagið hefur til að mynda sent inn umsögn um ný vopnalög. „Ísland er held ég eina landið í Evrópu sem er með takmörkun á bogaeign. Við viljum að bogaeign verði almennari eins og er í nágrannalönd- unum en jafnframt leggjum við til að menn þurfi að fara á grunnnámskeið áður en þeir fái leyfi fyrir boga,“ segir Indriði. Indriði og félagar óskuðu árið 2011 eftir opinberri skoðun á því að veiði með boga verði leyfð. Hann seg- ir að Umhverfisstofnun hafi verið falið að skoða málið og umsögn stofnunarinnar hafi verið mjög jákvæð. „Svo var haldinn fundur í byrjun júní og síðan er bolt- inn búinn að vera hjá um- hverfisráðuneytinu. Í raun hefur lítið skeð síðan þá, okkur finnst þetta frekar langt ferli,“ segir Indriði. Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverf- isráðuneytinu, staðfestir að ráðuneytinu hafi borist erindi frá Bogveiðifélag- inu sem sé í skoðun. Hann segir að ekki sé enn komin niðurstaða í málið. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Veiði BogVeiðiMenn Vilja njóta saMa réttar og skotVeiðiMenn Vilja veiða hreindýr og rjúpu með boga Bogfimimenn vilja fá að veiða dýr hér á landi eins og gert er í nágrannalöndunum. Erindi þess efnis er til skoðunar í umhverfisráðuneytinu. Bogfimimenn segjast geta veitt hvaða dýr sem er með vopni sínu. Indriði Ragnar Einarsson er vígalegur með bogann. Hann og félagar hans í Bog- veiðifélagi Íslands vilja fá að veiða dýr hér á landi, rétt eins og skotveiðimenn. 2 fréttir Helgin 22.-24. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.