Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 22.02.2013, Qupperneq 10
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. F ramlag ríksins til Kvikmyndasjóðs Íslands er samtals 12 millj-arðar á núvirði frá stofnun árið 1979. Í ár er framlagið 1.020 milljónir. Tvöfalt meira en í fyrra. Styrkirnir fara ekki bara í leiknar myndir heldur líka í handritagerð og svo er stutt við gerð heimildarmynda, stuttmynda og sjónvarpsþátta. Við þekkjum leiknu bíómyndirnar best og hér að neðan er yfirlit yfir allar styrktar leiknar kvikmyndir sem Kvikmyndasjóður hefur stutt með fjárfram- lögum frá stofnun.* Aldrei fyrr höfum við horft jafn björtum augum til íslenskrar kvik- myndagerðar. Sjónvarpsþættirnir verða sífellt betri og bíómyndirnar sömuleiðis. Það hefur orðið til kvikmyndabransi á Íslandi og landið er eftirsóttur tökustaður fyrir Hollywood. Kvikmyndavorið er hafið. Tólf þúsund milljónir í Kvikmyndasjóð Íslands Mikael Torfason mikael@frettatiminn.is Ósigrandi Ég allavega missti aldrei fókus á því sem ég var að gera. Að sjálfsögðu var ég mjög þreyttur og þetta var náttúrlega helvíti erfiður bardagi en hausinn á mér var alltaf á réttum stað. Gunnar Nelson heillaði sjónvarpsáhorfendur þegar hann lagði erfiðan andstæðing í atvinnu- viðureign í blönduðum bardagalistum. Gunnar er ósigraður enn. Ekkert drullumall En ég hef í heiðri reglu sem ég lærði í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum: Það borgar sig ekki að fara að slást við svín í svínastíunni. Báðir verða fljótlega mjög drullugir, en það er bara svínið sem hefur gaman að því. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greip til krassandi líkingamáls þegar hann sendi blaðamönnum DV tóninn í Sprengisandi á Bylgjunni. Þessir Rómverjar eru klikk! Þessi maður var í fullkomnu ójafn- vægi og sýndi í raun á sér allar hliðar þess manns sem ekki má fela vald eða mannaforráð. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri Grænna, sálgreindi Bjarna Benediktsson eftir að sá síðarnefndi hellti úr skálum reiði sinnar yfir DV á Sprengisandi á Bylgjunni. Ókei bæ Hér er fyrst og síðast um mína persónulegu ákvörðun að ræða sem í sjálfu sér þarfnast ekki frekari raka en þeirra að ég hef komist að þessari niðurstöðu, er sáttur við hana og sjálfan mig, um leið og ég trúi að hún verði einnig til góðs fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Steingrímur J. Sigfússon tilkynnti ákvörðun sína um að hætta sem formaður VG sem hann hefur stýrt frá upphafi. Heldur klént Leikritið heldur áfram. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gaf dramatúrgíu Þórs Saari falleinkunn eftir að hann dró tillögu sína um vantraust á stjórnina til baka. Ojjbaraullabjakk! Kunni lítt að meta undarlegt kossaflens á sviðinu. Aðallega hallærislegt. Málvöndurinn Eiður Guðnason var óhress með blautlegt uppátæki grínistans Steinda Jr. og leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur á Edduhátíðinni. Hannesarellin Hér er líka stór hópur sem kalla má Hannesaræskuna og ég er sennilega hluti af þeim hópi, ég veit ekki hvort það voru vinir Hannesar eða and- stæðingar sem fundu upp þetta orð: Hannesaræskan. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi stýrði sextugsafmælisveislu Hannesar Hólmsteins með glæsibrag og gerði grein fyrir lærisveinahópi meistarans. Óbærileg bið Ég mun taka ákvörðun um þetta á næstunni og tilkynna það strax og hún liggur fyrir. Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er að íhuga sérframboð. Spes gaur Þór Saari er furðufugl á alþingi. Vantraustsútspil Þórs Saari virðist ekki hafa aukið traust á honum sjálfum og á Evrópuvaktinni kvað Björn Bjarnason upp sinn dóm.  Vikan sem Var * Listinn er fenginn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands sem sér um að úthluta styrkjunum en upphæðin sem nefnd er er heildarframlag ríksisins til Kvikmyndasjóðs það árið. Sú upphæð er fengin frá menntamála- ráðuneytinu. Auðvitað fer aðeins hluti þessarar upphæðar í bíómyndirnar því Kvikmyndamiðstöð eyðir peningum í margt annað en leiknar bíómyndir. Þetta gefur hinsvegar tilfinningu fyrir því á hvaða vegferð við erum. Upphæðirnar eru framreiknaðar á núvirði (miðað við vísitölu neysluverðs). Dagsetning styrkúthlutanna og frumsýninga er oft á skjön hvað þennan lista varðar enda tekur mislangan tíma að klára bíómynd. Svo má geta þess að enn er styrkhlutfallið oft aðeins brot af framleiðslu- kostnaði og vantar inn í þessar tölur fé frá erlendum sjóðum auðvitað. Ár Framlag / milljónir styrktar leiknar bíómyndir 1979 23 Land og synir. Veiðiferðin. Óðal feðranna. 1980 48 Punktur, punktur, komma, strik. Útlaginn. Jón Oddur og Jón Bjarni. Sóley. 1981 83 Okkar á milli (Í hita og þunga dagsins). Með allt á hreinu. 1982 0 Ekkert framlag, samkvæmt upplýsingum frá Kvikmyndamiðstöð Ísl. 1983 60 Á hjara veraldar. Atómstöðin. Skilaboð til Söndru. Nýtt líf. Húsið. 1984 60 Gullsandur. Hrafninn flýgur. Skammdegi. 1985 188 Á hjara veraldar. Hvítir mávar. Eins og skepnan deyr. Löggulíf (Nýtt líf 3). 1986 119 Skytturnar. Stella í orlofi. Í skugga hrafnsins. Svart & sykurlaust. 1987 224 Foxtrot. Svo á jörðu sem á himni. 1988 231 Magnús. Ryð (Bílaverkstæði Badda). 1989 226 Kristnihald undir jökli. 1990 197 Börn náttúrunnar. Pappírs Pési. 1991 226 Sódóma Reykjavík. Ingaló. Ævintýri á Norðurslóðum. 1992 229 Hin helgu vé. Karlakórinn Hekla. Veggfóður. 1993 267 Bíódagar. Stuttur frakki. 1994 235 Benjamín dúfa. Einkalíf Alexanders. 1995 233 Agnes. Draumadísir. Blossi. 1996 223 Djöflaeyjan. 1997 268 Dansinn. Perlur og svín. Sporlaust. Stikkfrí. 1998 265 Myrkrahöfðinginn. Englar alheimsins. Óskabörn þjóðarinnar. 1999 342 Ungfrúin góða og húsið. 101 Reykjavík. Fíaskó. 2000 384 Ikingut. Villiljós. Gemsar. Íslenski draumurinn. 2001 475 Mávahlátur. Fálkar. Regína. Nói Albínói. Maður eins og ég. 2002 554 Hafið. Kaldaljós. Stormy Weather. Stella í framboði. 2003 566 Opinberun Hannesar. Næsland. Reykjavik Guesthouse. Í takt við tímann. Dís. 2004 539 A Little Trip to Heaven. Strákarnir okkar. 2005 518 Blóðbönd. Börn. Foreldrar. 2006 576 Mýrin. Köld slóð. Astrópía. Veðramót. Duggholufólkið. 2007 759 Stóra planið. Heiðin. Skrapp út. Reykjavík Rotterdam. Brúðguminn. 2008 734 Brim. Good Heart. Inhale (Run For Her Life). R.W.W.M. Hátíð í bæ. 2009 691 Mamma Gógó. Sumarlandið. Rokland. Bjarnfreðarson. Kurteist fólk (Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar). Kóngavegur. Thór. Órói. 2010 500 Gauragangur. Djúpið. Okkar eigin Osló. Eldfjall. Algjör Sveppi og dularfulla hóteherbergið. Á annan veg. Borgríki. Þetta reddast. 2011 483 Svartur á leik. Algjör sveppi og töfraskápurinn. Frost. 2012 523 Hross um oss. Ófeigur gengur aftur. Málmhaus. 2013 1.020 ? LeiÐari 10 viðhorf Helgin 22.-24. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.