Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 22.02.2013, Qupperneq 28
Skráning og morgunverður Ráðstefna sett Graeme Newell – Emotional marketing Hlé Kaspar Basse – Joe & the Juice Capacent rannsókn Hádegishlé – léttur hádegisverður Simonetta Carbonaro - People’s longing for authenticity. More than just a new marketing trend. Tom Allason – Shutl: Delivering web orders in 90 minutes will change buyers behaviour. Hlé Peter Dee – Johnnie Walker: Keep Walking Ráðstefnulok. 08.30 09.00 09.10 10.10 10.30 11.15 11.30 12.45 13.45 14.30 15.00 16.00 Dagskrá ÍMARK dagsins ÍMARK Dagurinn 1. mars 2013 Harpa Skráning á imark.is #imark Hin fimm fræknu Fimm frábærir fyrirlesarar á ÍMARK deginum í Hörpu föstudaginn 1. mars. Fróðleg og skemmtileg erindi sem enginn markaðsmaður vill missa af. Ráðstefnustjóri er Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marel. inn tónlistarmaður ennþá en innra með honum bjó sköpunarkraftur sem vildi útrás. Hann kynntist Chris Pearson í gegnum sameiginlega vini í Denver í Colorado og þeir stofnuðu The Czars saman. Hljómsveitin gaf út sjö plötur og náði ákveðnum költ-status. John lifði allavega á þessu en við endalok hljómsveitarinnar var hann farinn að drekka of mikið og þurrkaði sig því upp og varð edrú. Fíllinn og staurinn John tekur sjálfur ábyrgð á því að The Czars hafi aldrei tekið almennilega flugið. Hann var ekki tilbúinn að leggja allt í tónlistina og textana fyrr en hann gerði sólóplötuna Queen of Den- mark. Hann var enn hræddur við álit annarra og hafði litla sjálfsvirð- ingu. Hann reyndi að nota áfengi til að bæta sér upp tómarúmið en það gekk ekki. Hann segir að uppeldið hafi haft það sterk mótunaráhrif á hann og dæmisagan um sirkusfílinn er honum hugleikin. Þannig er að þegar það fæðist fílsungi í sirkus þá er hann bundinn við lítinn staur í básnum sínum. Svo stækkar fíllinn og stækkar þannig að staurinn er orðinn að tannstöngli. En fíllinn sér það ekki. Hann veit ekki að hann getur rifið staurinn upp með rótum og gengið hvert sem hann vill. Hann heldur að hann sé fastur. John seg- ist hafa verið þessi fíll alltof lengi en í dag hafi hann kastað af sér hlekkj- unum. Dæmi um þetta er að í Þýska- landi gekk John strax í kirkju og tók þátt í starfi kristilegra samtaka. Hann kynntist fullt af góðu fólki auðvitað, líka í kirkju foreldra sinna, „því trúarbrögð ganga auðvitað fyrst og fremst út á hið góða,“ segir hann þótt sjálfur hafi hann fengið að upplifa hið slæma á eigin skinni. En áður en John flutti heim hafði hann yfir- gefið kirkjuna og sent foreldrum sínum bréf þess efnis að hann væri samkynhneigður. Hann stílaði bréfið á pabba sinn en mamma hans opnaði það: „Hún sá strax eftir því,“ segir John og viður- kennir að hafa upplifað mikla reiði í kringum andlát móður sinnar en að í dag sé hann miklu sáttari. Einhleypur í dag Þegar The Czars hættu og John varð edrú kynntist hann manni og varð ástfanginn í fyrsta sinn. „Ég upplifði nánd í fyrsta sinn og kynlíf sem var fallegt og gott,“ segir hann en þegar upp úr sambandinu slitnaði brotnaði hann alveg niður. „Ég gat ekki hugsað mig út úr þessari miklu sorg og þetta ruglaði mig alveg í ríminu. Kall- aði fram allar þessar spurningar um fortíð mína. Hver er ég? Af hverju er þetta svona sárt? Af hverju er ég að missa vitið?“ Allir sem hafa hlustað á Queen of Denmark vita að um það fjallar það mikla meistaraverk meðal annars. John segir að Queen of Den- mark hafi bjargað lífi hans. Þannig séð. Hann setti allt sitt í plötuna og tónleikaferðalagið sem fylgdi og það skilaði honum til Íslands á Airwaves og gaf honum nýtt líf. En það á sér líka dekkri hið eins og oft vill verða í lífinu því í þessari miklu ástarsorg segist John hafa leitað huggunar í kynlífi og hann smitaðist af HIV veirunni: „Ég var enn að refsa sjálfum mér fyrir að vera ekki nógu góður. Ég hef þurft að flýja svo margt í lífinu að stundum þegar ég leit í spegil þá fannst mér ég ekki sjá sjálfan mig,“ segir John sem veltir því oft fyrir sér hvort fortíð hans og mótandi bernska muni valda því að hann eigi ekki séns í heilbrigt og fallegt samband: „Ég er einhleypur í dag og svimar bara við tilhugs- unina um samband,“ segir John. Tekur Ísland með sér „Ísland hefur tekið mér opnum örmum,“ segir John uppfullur af auðmýkt og þakklæti. „Ég þekkti engan þegar ég kom hingað fyrst en hef eignast fjölda vina. Strax og ég kom hingað fyrst fann ég fyrir ást,“ segir John en það er nákvæmlega það sem maður finnur við fyrstu viðkynningu frá John sjálfum. „Já, já, ég á sjálfur mikla hlýju og kærleika að gefa. Fólk tekur mér svo vel hérna og sam- þykkir mig eins og ég er,“ segir John sem hefur langa tónleikaferð í næsta mánuði. Hann er mjög feginn því að nokkrir íslenskir strákar ætli með honum því þá þarf hann ekki að yfir- gefa landið. Hann ætlar að taka Ísland með sér á tónleikaferð um heiminn. Mikael Torfason mikaeltorfason@gmail.com Ég er ein- hleypur í dag og svimar bara við tilhugs- unina um samband. John er ótrúlegur tungumálamaður og talar reiprennandi þýsku, rússnesku og spænsku auk þess sem hann er að ná betri og betri tökum á íslensku. 28 viðtal Helgin 22.-24. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.