Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Page 34

Fréttatíminn - 22.02.2013, Page 34
Aðhald í tólf tíma Í „Í dag er það til siðs að karlar gefi konum blóm á konudaginn.“ Þetta er sagt berum orðum í myndatexta á vís- indavef Háskóla Íslands þar sem fjallað er um uppruna þessa merka dags. Text- anum fylgir mynd af fögrum blómvendi þar sem blandað er saman blómadýrð sem magnast upp í litasinfóníu. Rauð blóm mynda krúnuna, studd af gulum sem opnast fallega undir þeim rauðu. Fjólublá og hvít blóm skjótast þar inn á milli og grænu blöðin fullkomna sköp- unarverkið. Konudagurinn er á sunnu- daginn, fyrsta dag Góu, svo það er eins gott fyrir karla þessa lands að hysja upp um sig brækurnar. Vísindavefur merkustu menntastofnunar þessa lands dregur ekkert undan og varla mótmæl- um vér – það er til siðs að karlar gefi konum blóm á konudaginn – og hana nú! Þar duga engir bónus-vendir. Þeir eru til hvunndagsbrúks. Almennilegt skal það vera. Ef eitthvert vit er í körlunum splæsa þeir í vöndinn í dag svo elskulegar kon- urnar njóti blómanna alla helgina. Það verður því kátt í kotinu hjá blómsölum um helgina. Þótt bókfest dæmi þess að orðið konudagur sé notað um fyrsta dag góumánaðar séu ekki eldri en frá miðri 19. öld gæti orðið verið mun eldra í talmáli og sennilegt er að menn hafi haldið veislu í upphafi hinna gömlu vetrarmánaða, hvort heldur var þorri eða góa. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1927 að konudagurinn hlaut þá opinberu viðurkenningu að vera tekinn upp í Almanak Þjóðvinafélagsins. Á fjórða áratug liðinnar aldar byrjuðu kaupmenn að auglýsa sérstakan mat fyrir konudaginn og kvöldskemmtanir voru auglýstar um 1940. Blómasalar tóku hins vegar ekki við sér fyrr en um miðjan sjötta áratuginn þegar Þórður á Sæbóli, frægur blómasali í Kópavogi, byrjaði að auglýsa konudagsblóm. Það var upphafið að miklu ævintýri. Það er fínn siður að gefa blóm. Blóm gleðja, eins og blómasalarnir minna okkur á. Umfram allt er siðurinn einfaldur. En mannkynið hefur til- hneigingu til að flækja málin og fleiri vilja komast í pottinn, græða á konu- deginum. Heilsuátak það sem hefst að jafnaði um áramót stendur yfirleitt enn í febrúar. Það átak helgast af grenning- arþrá karla en ekki síður kvenna. Inn á þann markað sækja sniðugir mark- aðsmenn nútímans, eins og Þórður á Sæbóli með konudagsblómin á sínum tíma. Fyrir komandi konu- dag hefur glumið í eyrum mínum auglýsing um verðlaunaleik í til- efni dagsins – og verðlaunin eru ekki blóm heldur aðhaldsfatnaður svo- kallaður. Þar verð ég að viðurkenna að ég er ekki á heima- velli, þekki ekkert til aðhalds- fatnaðar, hvorki á konur né karla. Þó gef ég mér, miðað við auglýsingarnar, að aðhaldsbúnaðurinn sér fremur ætlaður konum. Blóm eru falleg, svo mikið veit ég, og án efa vel þegin. Það er líka auðvelt að velja þau. Ég ekki jafn viss um aðhalds- búnaðinn. Mér er hins vegar ekkert mannlegt óviðkomandi og leitaði því upplýsinga um aðhaldsfatnað og nákvæmra upplýsinga um brúkun hans, þótt ég, af hyggjuviti einu, ímyndaði mér að hann væri einhvers konar felubúning- ur. Barnaland hlaut að hafa svarið, eða Bland eins og vefurinn heitir víst í seinni tíð. Þar kom ég ekki að tómum kofanum, lenti strax inn á spjall- vef kvenna. Auðvitað átti ég ekki að vera þar, en nauðsyn brýtur lög. „Hvar fær maður aðhaldsfatnað fyrir kjól?“ spurði upphafskona spjallsins og ekki stóð á svörum. Sú fyrsta hafði fundið háar nælon stuttbuxur en viðurkenndi að bras hefði verið að komast í gallann. Önnur greip þráðinn þar sem frá var horfið og dásamaði buxur sem næðu alveg upp að brjóstum og hefðu þann kost að rúlla ekki niður. Það sér hver maður, jafnvel karlmaður, að betra er að búnaðurinn hangi uppi en sígi ekki niður þegar verst á stendur. Sú þriðja átti ekki í neinum vandræðum með upp- hengjur því hún sagðist hafa verið 12 tíma í aðhaldinu og „það hreyfðist ekki neitt“. Þar var ég ekki viss um hvað við var átt, hvort aðhaldsbúnaðurinn hefði ekki hreyfst eða hvort það sem í haldi var hreyfðist ekki í hálfan sólarhring, væntanlega holdfyllingarnar. Um leið spurði ég sjálfan mig hvort þessi kona, í svo góðu aðhaldi, hefði á þessum gefna tíma ekki þurft að pissa – og hvað gera konur þá? Spyr sá sem ekki veit. Sú fjórða blandaði sér í umræðuna og sagði hagstæðast við þessar aðstæður að kaupa sér buxur eða „einhverskonar vafning“ eins og hún orðaði hið heppi- lega aðhald um frjálslegt holdið. Ég veit ekki hvers konar klæði þar um ræðir eða hvort viðkomandi kona þarf aðstoð við að komast í „vafninginn“. Fimmta konan fylgdi í kjölfarið, greip vafninginn á lofti og spurði hinar hvort þær hefðu prófað aðhaldsbuxur. „Ég á aðhaldsbuxur,“ bætti hún við, „sem ná sirka niðrá hné og svo upp undir brjóst og ég eeeeeeeelska þær!“ Þarna er staf- rétt haft eftir fimmtu konunni og bros- kall fylgdi :). Hún leyndi ekki hrifningu sinni á aðhaldsbuxunum og lagði að hinum konunum að fá sér slíkar. Allt fyrir fegurðina, eins og þar stendur, enda fylgdi þessi kona greinargerðinni eftir með hreinskilinni lýsingu á með- ferð aðhaldsbuxnanna: „Það eru átök að komast í þær en það er algerlega þess virði – þær halda við allt!“ Hvað þetta „allt“ er þarf ég ekki að vita. Þegar þarna var komið lestrinum lokaði ég vefnum, kominn heldur langt inn í veröld þess- ara góðu kvenna í sak- lausri upplýsingaleit um konudagsauglýs- ingar. Ég mun halda mig við blómin. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 34 viðhorf Helgin 22.-24. febrúar 2013 TRAUSTUR DRYKKUR GETUR GERT KRAFTAVERK Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 4.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð 40.000 Höfðagaflar 5.000 Sjónvarpsskápar 25.000 Rúm 153cm 157.000 Púðar 2.900 Vín Torino Fjarstýringavasar 2.500 Hægindastólar 99.000 Tungusófar 75.400 Hornsófar 119.450 Sófasett 99.900 Mósel AquaClean áklæði kynningarafsláttur AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.