Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Síða 35

Fréttatíminn - 22.02.2013, Síða 35
Gleraugnaverslunin þín PIPA R\TBW A • SÍA • 130492 MJÓDDIN Álfabakka 14 Sími 587 2123 FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789 SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949 Tilboð í Augastað Frí lesgler þegar þú kaupir margskipt gleraugu í Augastað Lesgler fylgja með ef þú kaupir margskipt gler og umgjörð í Augastað. Tilboðið gildir til 15. mars 2013. Loðna unnin fyrir Japansmarkað Verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar er fram undan. Vinnsla á hrognafullri loðnu fyrir Japansmarkað er almennt að hefjast. Loðnan er stærri en undan- farin ár. Jón Bjarnason íhugar sérframboð Jón Bjarnason, þingmaður og fyrr- verandi ráðherra, segist ætla að taka ákvörðun um það á næstunni hvort hann fari í framboð fyrir kosningar í vor. Fram kemur í Skessuhorni að margir hafi skorað á hann að fara fram og að líkur á því hafi aukist. Katrín óumdeildur arftaki Katrín Jakobsdóttir virðist óumdeildur arftaki Steingríms J. Sigfússonar sem formaður Vinstri grænna en hann tilkynnti um helgina að hann gæfi ekki kost á sér. Meiri óvissa er um varafor- mennskuna. Upptaka til af dauðaslysi Rannsókn á því að maður lést þegar hann féll af svölum húss í portinu á bak við JL-húsið við Hringbraut í Reykjavík fyrr í mánuðinum er á lokastigi. Nokkrir voru handteknir í tengslum við rannsóknina en upptaka úr eftirlits- myndavél sýnir að ekkert saknæmt átti sér stað. Aldrei fleiri barnaníðingar í fangelsi Barnaníðingar sem sitja í fangelsi hafa aldrei verið fleiri. 26 sitja í fangelsi hér á landi vegna kynferðisbrota, þar af ellefu barnaníðingar. Árið 2000 sat einn barnaníðingur inni. Kennarar fá launahækkun Sveitarfélögin og Félag grunnskóla- kennara hafa gengið frá samkomulagi sem tryggir kennurum launahækkun um næstu mánaðamót. Arnaldur vinsæll í Frakklandi Glæpasagan Furðustrandir, eftir Arn- ald Indriðason, kom út í Frakklandi í byrjun mánaðar. Þýðingin seldist strax vel, fór í fyrsta sæti glæpasagnalistans og í þriðja sæti heildarlistans. Vill gera Everest-mynd í þrívídd Baltasar Kormákur staðfestir í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að hann sé í viðræðum við Christian Bale um að leika í myndinni Everest. Leikstjór- inn segist hafa sett það sem kröfu að myndin verði að stórum hluta gerð á Íslandi og stefnir á að gera hana í þrívídd. KAKA ÁRSINS 2013 Rjómakókosdraumur er komin í bakarí um land allt

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.