Fréttatíminn - 22.02.2013, Page 36
36 heilsa Helgin 22.-24. febrúar 2013
Heilsa Polefitness fyrir konur og karla
Álíka erótískt og fimleikar
Ástarkaka á konudaginn
Konudagurinn er núna á sunnudaginn og bændur
ættu að vera farnir að huga að leiðum til að
gleðja sínar konur. Ein leið til að dekra við frúna
er að bjóða upp á dýrindis ástarköku með jarðar-
berjum sem nú er seld annað árið í röð.
„Ostakökurnar frá MS hafa notið mikilla
vinsælda í gegnum árin ásamt því að árstíðar-
vörurnar okkar hafa hlotið góðar viðtökur meðal
neytenda,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðs-
stjóri hjá MS. „Konudags ástarkakan kom fyrst
á markað á konudeginum í fyrra og fékk hún
frábærar viðtökur og fannst okkur því vel við
hæfi að bjóða aftur upp á hana í tilefni dagsins.“ Ástarkaka með jarðarberjum er óneitanlega girnileg.
Jón Baldur Bogason
er eini karlkennarinn í
súlufitness hér á landi.
Alls eru þeir karlmenn
sem stunda íþróttina af
kappi aðeins þrír, en Jón
segir að það komi von-
andi til með að breytast.
Hann hafnar tengingu
íþróttarinnar við erótík.
Jón Baldur er
ungur íþrótta-
kennari. Íþróttin
sem hann fæst
við er þó nokkuð
umdeild og
fáir karlar sem
stunda hana af
einhverju kappi.
Hann kennir og
stundar svokall-
að „pole–fitness“
eða súlufitness
og hafnar því
alfarið að slíkt sé
á nokkurn hátt
erótískt.
Þ etta gerðist óvart og var eiginlega bara smá flipp. Frænka mín er í þessu og hún manaði mig áfram því mig langaði að prófa en þorði ekki að taka skrefið,“ segir Jón Baldur Bogason, kennari
í súlufitness. Hann er eini karlkyns kennarinn í sportinu hér á landi
en samkvæmt upplýsingum Jóns Baldurs eru þeir karlar sem stunda
íþróttina reglulega aðeins þrír á landinu öllu og einn sem leggur stund
á svokallað „arial hoops“ sem er svipað súlufiminni en framkvæmt á
stórum hring sem hangir niður úr loftinu.
„Ég held að strákar séu oft hræddir, eins og ég var sjálfur fyrst. En
um leið og þeir koma og prófa þá elska þeir þetta. Þetta er svo ógeðs-
lega gaman og alveg fáránlega erfitt, því þú vinnur bara með að lyfta
þinni eigin líkamsvigt. Þetta er æðisleg líkamsrækt.“
Jón Baldur hefur verið kennari hjá Pole sport í rúmt ár en athygli
vekur að hann byrjaði að stunda sportið fyrir aðeins tveimur árum.
Það verður því að teljast mjög góður árangur á stuttum tíma.
Jón Baldur fagnar aukinni umræðu um sportið sem hann segir alls
ekki tengjast erótík á neinn hátt. „Mér finnst það bara fáfræði þegar
fólk heldur slíku fram. Þetta eru bara fimleikar, ég held að upphaf-
lega sé þetta komið frá Indlandi og Kína og alls ekki tengt erótík. Það
mætti þannig alveg eins færa rök fyrir því að fimleikastelpur væru
erótískar í fimleikabolunum sínum.“
Hann segir að á sportinu sé vaxandi áhugi og þá einnig á meðal
stráka. Þó sé ekki mikið um keppnir hér á landi, nema innanhúss en
það komi vonandi til með að breytast með tímanum.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
15% afsláttur
Gildir út febrúar
499kr.pk.
Verð áður 1
299 kr. pk.
VIP bleiur, nr
. 2 og 3
*
* Meðan birg
ðir endast
60%afsláttur
FYRSTA SÆTI Í FLOKKI
MATVÖRUVERSLANA 2012
SÆTI
1.
MATVÖRUVERSLANIR
ÍSLENSKA ÁNÆGJUVOGIN
KONUDAGURINN
ER Á SUNNUDAG!
Dekrum við konurnar okkar,
kíkið við í Borgartúni
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
Berlín í vor!
18.-21. APRÍL
veRð fRá:
á mann m.v. 2 fullorðana í tvíbýli á
hótel NH-Mitte með morgunmat. Flug,
skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
78.900 kr.