Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Page 45

Fréttatíminn - 22.02.2013, Page 45
Stöð 2 hefur um langt árabil sýnt beint frá afhendingu Óskarsverð- launanna en afruglaralaust kvik- myndaáhugafólk getur nú fagnað því að Ríkissjónvarpið hefur tryggt sér útendingarréttinn frá þessari stærstu árshátíð kvik- myndabransans næstu tvö árin. Gleðin hefst í Los Angeles á miðnætti að íslenskum tíma þegar stjörnurnar byrja að streyma á staðinn og feta sig í gegnum ljós- myndablossana eftir rauða dregl- inum. Í hugum margra er rauði dregilinn hápunktur kvöldsins en þá komast dauðlegir í námunda við þessi Ólympsgoð nútímans sem stíga til jarðar einu sinni á ári og sækja gullið sitt fyrir afrek sín. Þeir allra kvöldsvæfustu ættu að ná því að skoða kjólana, skóna og skartið áður en þeir ganga til náða en verðlaunaathöfnin sjálf byrjar síðan klukkan 01.30 aðfaranótt mánudagsins en þeir allra hörðustu láta að sjálfsögðu ekkert fram hjá sér fara og telja ekki eftir sér að sitja til í það minnsta 04.30 þegar dagskrárlok eru áætluð. Útvarpsmaðurinn og orkubolt- inn síkáti, Ívar Guðmundsson, hefur lýst því sem fyrir augum ber á Stöð 2 árum saman en hann fær frí núna og fréttamaðurinn Freyr Gígja Gunnarsson tekur næturvaktina í Efstaleitinu og leiðir áhorfendur í gegnum herlegheitin. Ívar átti það til að missa sig í óþarfa mas, eins og út- varpsmanna er stundum háttur, og Freyr mætti hafa bak við eyrað að því minna sem þulurinn segir verður skemmtunin betri enda vart þörf á að tala mikið ofan í Hollywood-liðið sem á flest að kunna ágætlega að koma fyrir sig orði. 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími 11:35 Victorious 12:00 Spaugstofan (15/22) 12:25 Nágrannar 14:10 American Idol (12/40) 14:55 2 Broke Girls (11/24) 15:20 Týnda kynslóðin (23/34) 15:50 The Newsroom (8/10) 16:50 Spurningabomban (10/21) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Um land allt 19:20 Veður 19:30 The New Normal (7/22) Gamanþátta- röð um unga konu sem ákveður að gerast staðgöngumóðir fyrir hommapar. 19:55 Sjálfstætt fólk 20:30 Mannshvörf á Íslandi (7/8) 21:00 The Mentalist (13/22) 21:45 The Following 22:30 60 mínútur 23:15 The Daily Show: Global Editon 23:40 Covert Affairs (10/16) 00:25 Boss (4/8) 01:10 Red Riding - 1980 02:45 Balls of Fury 04:15 The Mentalist (13/22) 05:00 The New Normal (7/22) 05:25 Sjálfstætt fólk 05:55 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:50 Veszprèm - Atletico Madrid 10:15 Liverpool - Zenit 11:55 Spænski boltinn 13:35 Meistaradeild Evrópu 15:15 Þorsteinn J. og gestir 15:45 Enski deildabikarinn 18:20 La Liga Report 18:50 Spænski boltinn 21:00 Þýski handboltinn 22:20 Enski deildabikarinn 00:20 Spænski boltinn 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:15 Middlesborough - Millwall 09:55 Fulham - Stoke 11:35 Arsenal - Aston Villa 13:15 Man. City - Chelsea 15:40 Premier League World 2012/13 16:15 Newcastle - Southampton 18:00 Sunnudagsmessan 19:15 QPR - Man. Utd. 20:55 Sunnudagsmessan 22:10 Man. City - Chelsea 23:50 Sunnudagsmessan 01:05 Newcastle - Southampton 02:45 Sunnudagsmessan SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:10 World Golf Championship 2013 13:10 Golfing World 14:00 World Golf Championship 2013 23:00 Golfing World 23:50 ESPN America 24. febrúar sjónvarp 45Helgin 22.-24. febrúar 2013  Í sjónvarpinu óskarsverðlaunin Goðin stíga til jarðar H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ekkert nema ostur Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS innihalda 100% ost. Þú nnur spennandi og girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is. ÍSLENSKUR OSTUR

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.