Fréttatíminn - 22.02.2013, Page 46
46 bíó Helgin 22.-24. febrúar 2013
Flight ÁFengi og kókaín
D enzel Washington leikur flugstjórann Whip Whitaker sem hefur tekist vel að fela
að hann er fársjúkur alkóhólisti.
Eftir svefnlitla nótt sem hann eyddi í
ótæpilega drykkju, dópneyslu og að
gamna sér með flugfreyju fer hann
í loftið eins og ekkert hafi í skorist.
Svart kaffi og verkjatöflur, ásamt
smá vodkablöndu í appelsínusafa
virðast ætla að koma honum klakk-
laust í gegnum flugið. Þrátt fyrir
bágborið ástandið bregst hann hár-
rétt við þegar alvarleg bilun kemur
upp í vélinni í aðflugi og honum
tekst að brotlenda vélinni hetjulega
en sex manns týna þó lífi í ósköpun-
um. Hins vegar þykir ljóst að miklu
verr hefði farið ef Whitaker hefði
ekki sýnt snilldartilþrif við stjór-
nvölinn.
Á meðan Whitaker liggur með-
vitundarlaus á sjúkrahúsi kemur
í ljós að í blóði hans er áfengi og
kókaín þannig að hetjan á nú yfir
höfði sér málshöfðun og ákæru fyrir
manndráp af gáleysi. Þetta dugir þó
ekki til þess að alkinn sjái að sér og
Whitaker heldur áfram að drekkja
enda vel brynjaður af afneitun-
inni sem er öruggasta vígi virkra
drykkjusjúklinga. Á flótta undan
fjölmiðlum með rannsókn yfir höfði
sér reynir Whitaker að ríghalda í
sjálfan sig þótt við öllum í kringum
hann blasi að botninum er náð.
Denzel Washington hefur greint
frá því að hlutverkið hafi tekið á
og hann hafi því ákveðið
að skella sér í has-
argrín með Mark
Whalberg undir
leikstjórn
Baltasars
Kormáks
í 2 Guns
eftir að
hann klár-
aði Flight.
Hann hafi þurft
að fá smá létt-
leika eftir hálofta-
dramatíkina.
Leikarinn
keppir við harð-
snúið lið um
Óskarinn sem besti leikarinn í aðal-
hlutverki en Bradley Cooper (Silver
Linings Playbook), Daniel Day-Lew-
is (Lincoln), Hugh Jackman (Les
Misérables), og Joaquin Phoenix
(The Master) eru tilnefndir með
Washington. Daniel Day-Lewis er
funheitur í hlutverki eins dáðasta
forseta Bandaríkjanna og ansi
líklegur til þess að hljóta náð fyrir
augum Akademíunnar. Washing-
ton segist líka vera orðinn frekar
rólegur gagnvart Óskarnum eftir að
hafa verið tilnefndur sex sinnum og
hlotið þau tvisvar, sem besti leikar-
inn í Training Day og besti auka-
leikarinn í Glory.
Robert Zemeckis er þungavigtar-
maður á sínu sviði sem státar meðal
annars af Back to the Future-þrí-
leiknum, Romancing the Stone og
Forrest Gump. Árið 2000 sendi
hann frá sér tvær myndir, spennu-
tryllinn What Lies Beneath, með
Harrison Ford og Michelle Pfeifer,
og Cast Away þar sem Tom Hanks
var strandaglópur á eyðieyju. Eftir
það sökkti hans sér í tölvuteikni-
myndirnar The Polar Express, Beo-
wulf og A Christmas Carol en snýr
nú aftur í kjötheima með glæsibrag
með Flight.
Aðrir miðlar: Imdb. 7.3,
Rotten Tomatoes: 78%,
Metacritic: 76%
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Denzel hátt uppi
Denzel
Washington
hefur ýmislegt
að fela í
Flight.
Judd Apatow er (The 40 Year Old Virgin,
Knocked Up) er frekar sniðugur náungi
sem kemur meðal annars að gerð hinna
dásamlegu gamanþátta Girls sem
framleiðandi. Í This is 40, sem er sögð
einhvers konar framhald af Knocked Up,
tekur hann á hversdagslegum vandræð-
um fólk sem glímir við að reka heimili og
skelfinguna sem sumir upplifa þegar þeir
komast á fimmtugsaldurinn.
Pete og Debbie hafa verið gift í fjölda
ára og eiga saman tvær dætur. Pete
berst í bökkunum við að halda útgáfu-
fyrirtæki sínu á floti og hann og Debbie
reyna að læra að gleyma, fyrirgefa og
njóta lífsins saman. Áður en að þau
drepa hvort annað. Apatow sækir hér
innblástur í eigin reynslu en dætur hans
leika dætur hjónanna í myndinni.
Aðrir miðlar: Imdb: 6.3, Rotten Tom-
atoes: 52%, Metacritic: 59%
this is 40 JuDD apatow í stuði
Einhvers konar framhald
Daglegt líf reynir á þolrif hjónanna.
Jagten Mannorði rústað
Múgsefjun í dönskum smábæ
Danska myndin Jagten hefur vakið
verðskuldaða athygli en hún fjallar
um heilmikið fár sem verður í dönsk-
um smábæ þegar leikskólakennari er
ranglega sakaður um að hafa misnotað
barn.
Hinn stórgóði leikari Mads Mikkels-
en leikur leikskólakennarann Lucas
sem lendir í hakkavél múgsefjunnar
þegar logið er upp á hann að hann hafi
misnotað barn. Slúðrið sem fylgir í kjöl-
farið með tilheyrandi ofsa og illgirni
verður til þess að Lucasi er útskúfað
úr samfélaginu og á sér vart viðreisnar
von.
Jagten keppti á kvikmyndahátíðinni
í Cannes í fyrra þar sem Mikkelsen
var valinn besti leikarinn fyrir frammi-
stöðu sína í myndinni. Thomas Vin-
terberg leikstýrir þessari átakanlegu
mynd og nær sterku taki á tilfinningum
áhorfenda sem komast líklega fæstir
hjá því að leiða hjá sér sársaukann sem
útskúfunin kallar yfir aðalpersónuna.
Aðrir miðlar: Imdb: 8.3, Rotten Tomatoes:
91%
Veröld leikskólakennarans Lucasar hrynur
til grunna þegar hann er ranglega sakaður
um kynferðisbrot gegn barni.
VITA er í eigu Icelandair Group.
VITA er lífiðVITA
Suðurlandsbraut 2
Sími 570 4444
Skráðu þig
í netklúbbinn - VITA.is
Páskaferð til Kína
20. mars – 3. apríl 2013
Í þessari eftirminnilegu ferð VITA til fjölmennasta ríkis heims
upplifir þú fjölmargar af helstu menningar- og náttúruperlum
sem þessi forni menningarheimur hefur að bjóða.
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson
Innifalið: flug, skattar, gisting, á 5
stjörnu hótelum, íslenskur fararstjóri
og ferðir og fæði skv. ferðalýsingu.
*Verð án Vildarpunkta 499.900 kr.
Verð frá 489.900 kr.*
og 12.500 Vildarpunktar
Framandi og heillandi menningu
Kínamúrinn
Yangtze fljótið
Torg hins himneska friðarSkýkljúfa ShanghaiSpennandi matargerð
Upplifðu:
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/V
IT
6
32
17
0
2/
13
Við Viljum Vita
möguleg innganga Íslands Í
eVrópusambandið snýst um hagsmuni
almennings – um lÍfskjör – um framtÍð.
klárum Viðræðurnar og sjáum
samninginn.
jaisland.is
Denzel Washington er tilnefndur
til Óskarsverðlauna fyrir leik
sinn í Flight. Sá ágæti leikstjóri
Robert Zemeckis hefur verið
fastur í tölvuteiknuðum myndum
síðustu ár en sýnir í Flight að
hann hefur engu gleymt þegar
kemur að fólki af holdi og blóði.
Washington leikur hér flugstjóra
sem tekst með snarræði að af-
stýra stórslysi þegar bilun kemur
upp í vél hans í lendingu. Hetju-
ljóminn rennur þó fljótt af honum
þegar í ljós kemur að hann var
með áfengi og kókaín í blóðinu
þegar hann brotlenti vélinni.
Á meðan Whitaker
liggur meðvitundar-
laus á sjúkrahúsi
kemur í ljós að í blóði
hans er áfengi og
kókaín.