Fréttatíminn - 22.02.2013, Síða 54
Ólafur Helgi í
gervi Starínu sem
hann kennir fyrstu
tískulínu sína við.
Hann segist alls
ekki vera fastur í
því að hanna kjóla
og flíkur á konur
og geti vel hugsað
sér að hanna á
bæði kynin.
Aðdáendur
Emmsjé Gauta
geta barið hann
augum og átt
við hann hlýlegt
spjall yfir öli,
eða kaffibolla
á Dollý þar
sem hann
stendur vaktina
reglulega.
Kitlaðu bragðlaukana með þriggja rétta matseðli
og eigðu kósýkvöld að hætti Nauthóls.
KÓSÝ Á KVÖLDIN
www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is S. 599 6660
FYRSTA
SVANSVOTTAÐA
VEITINGAHÚSIÐ
Á ÍSLANDI
Rapparann Emmsjé Gauta ættu flest að þekkja.
Hann er þekktur fyrir umdeilda textasmíð og
ögrandi, ungæðingslega framkomu. Svo er hann
mikill kvennaljómi. Það sem færri vita er að fyrir
utan veröld rappsins er Gauti nemi í grafískri
miðlun og vinnur á Dolly og Prikinu. Hann segir
það ekki gefandi starf, en mjög skemmtilegt.
„Það er bara ekkert gefandi við að vinna á bar.
Þetta er eins og að vinna á sambýli nema að þú
ert ekki að gera skjólstæðingum þínum neitt gott
og engan sérstakan greiða með því að „servera“
þá með áfengi. Svo gefa þeir frekar lítið af sér til
baka,“ segir Gauti og hlær.
„Þetta er samt mjög gaman.
Það er fínt að vera
með á djamm-
inu án þess
að vera alltaf
að djamma
sjálfur. Þannig
er þetta „winw-
in“.“
Gauti segir að
með þessum ráðum
takist honum að ein-
beita sér að því sem máli
skipir, náminu.
„Ég er í Iðnskólanum í graf-
ískri miðlun. Það er mjög fróð-
legt að vera með öllum þessum
ungmennum í tímum á daginn.
En það var kominn tími til að
klára þetta.“ Gauti fær hjálp við
námið frá litla bróður sínum.
„Bróðir minn, sem er þrettán
ára, er að redda mér með stærð-
fræðina og íslenskuna.“
Aðspurður segir hann nóg að
gera í rappinu, en það sé nær
full vinna. Einnig hafi hann
verið að setja í gang glænýjan
feril sem plötusnúður svo það
er ljóst að það er nóg að gera
hjá rappstjörnunni.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Emmsjé Gauti
á djammvaktinni
Dana Smith treyStir á arnolD og iðunni
Fer með Íslendingum í tískutöku í Færeyjum
Hollenski skartgripahönnuður-
inn Dana Smith, hjá skart-
gripafyrirtækinu Deriva,
ákvað í fyrra að fá Arnold
Björnsson ljósmyndara til
þess að taka myndir fyrir
kynningarefni fyrirtækisins á
Íslandi. Hún fékk fyrirsætuna
Magdalenu Dubik til þess að
sitja fyrir á myndunum með
skartið sem hún hannaði.
„Þótt ég hafi aldrei komið til Íslands þá
hef ég séð ljósmyndir þaðan og myndir í
sjónvarpinu og mér fannst að ég ætti að
fara þangað til að mynda í íslenskri nátt-
úru.“ Þetta sagði Dana við Fréttatímann
áður en hún kom hingað í fyrra en hún
var svo ánægð með samstarfið við Arnold
og sminkuna Iðunni Jónasar að hún hefur
fengið þau til þess að koma með sér til
Færeyja í maí til þess að taka myndir fyrir
skartgripalínu þessa árs.
Dana segir Íslandsförina í fyrra hafa
lagt fullkominn grunn að frekara sam-
starfi við Arnold og Iðunni og þess vegna
hafi hún ákveðið að fá þau með sér til
Færeyja í maí. Dönu þykja Færeyjar ekki
gefa Íslandi mikið eftir í náttúrufegurð
en ætlar sér að þessu sinni að notast við
hollenska fyrirsætu, Jaimy Boeve, sem
Arnold segir að sé vel þekkt í heimaland-
inu.
„Ég hef aldrei mætt svona jákvæðu
viðmóti og miklum samstarfsvilja. Þið
eruð hlýtt og þægilegt fólk,“ sagði Dana
á sínum tíma og vill endilega halda áfram
að vinna með Íslendingum þótt Færeyjar
hafi að þessu sinni orðið fyrir valinu sem
tökustaður. -þþ
Dana var yfir sig ánægð með sam-
starfið við Íslendingana á síðasta ári.
Dana Smit segir helst
nota ljóshærðar
fyrirsætur þar
sem skart hennar
virðist klæða
þær sérlega
vel. Í fyrra fékk
hún fyrrverandi
Ungfrú Reykjavík,
Magdalenu Dubik, til
liðs við sig en í ár mun
Jaimy Boeve skreyta
sig með Deriva-skarti í
Færeyjum.
Ólafur helgi hannar kjÓla með eigin fötlun í huga
Réðist lítill og skakkur
inn í tískuheiminn
Tískuhönnuðurinn og draggdrottningin Ólafur Helgi er að ljúka tísku- og textílhönnunarnámi
í Mílanó. Hann er líkamlega fatlaður en lét skakkan hrygg sinn ekki aftra sér frá því að
hasla sér völl í tískuhönnun þar sem allt hverfist um útlit og hégóma. Hann sýnir hluta af
útskriftarverkefni sínu í Gerðubergi í tengslum við Hönnunarmars en í sköpun sinni kafar
hann djúpt ofan í sjálfan sig og hannar út frá fötlun sinni.
Ó lafur Helgi sýnir sína fyrstu tísku-línu í Gerðubergi
í næsta mánuði en
línan er hluti af út-
skriftarverkefni
hans frá skólanum
Nouva Accademia
di Belli Arti Milano.
Línan er hönnuð fyrir
sviðsframkomu og
heitir Starína Couture
sem vísar til hliðarsjálfs
Helga en þegar hann klæðir
sig upp í draggi kallar hann
sig Starínu.
„Ég hef hannað mikið fyrir
draggdrottningar hér heima
þar sem ég hef stundað dragg
sjálfur. Lokaverkefnið átti
einnig að endurspegla sjálfs-
ímynd mína þannig að ég
kafaði djúpt bæði í sálarlíf
mitt og reyndi að hanna kjóla
út frá líkamlegu útliti mínu,“
segir Ólafur Helgi sem miðar
allar flíkur í línunni við að
þær séu fyrir sviðsframkomu.
„Ég hef alltaf haft áhuga á
leikhúsi og ætlaði mér alltaf í
búningahönnun en ég leiddist
út í tískuhönnun.“
Ólafur Helgi lauk stúdents-
prófi frá tískutextílhönnunar-
braut FB en þar ákvað hann
að leggja tískuhönnun fyrir
sig að áeggjan námsráðgjafa.
Leiðin lá síðan til Mílanó.
„Það er sagt að Mílanó
sé helsta tískuborgin á eftir
París og þetta er búið að vera
mikið ævintýri og ég hef lært
margt af því að búa þarna
úti.“ Ólafur Helgi segir að
fötlun hans hafi verið honum
ákveðin hindrun þar sem
þessi heimur sem hann valdi
sér hverfist um ytra útlit.
En hann lét það ekki aftra
sér og lét hjartað ráða för.
„Kjarninn í lokaverkefninu
er ekki síst sá að maður eigi
að standa með sjálfum sér
og hafa trú á sér. Ég kynntist
tískunni bara eins og hún er
og hún er hégómafull og allt
snýst um útlitið,“ segir Ólaf-
ur Helgi sem lýsir sjálfum
sér sem „litlum, skökkum og
furðulegum.“
„Einstaklingur eins og ég,
sem er með líkamlega fötlun,
þarf því að berjast svolítið fyrir því að vera í þessum
bransa og ég fann sérstaklega fyrir því úti að ég
þurfti að hafa fyrir því að vera tekinn alvarlega.“
Barátta Ólafs Helga við sjálfan sig og fordóma
tískuheimsins borgaði sig þó og hann nýtur þess
sem hann er að gera. „Þetta er rosalega spennandi
og maður sér líka að tíska er miklu meira en bara
fatnaðurinn sem maður er í. Þetta er list og það er
hægt að tjá sig með flíkunum,“ segir Ólafur Helgi
sem vonast til þess að fá vinnu við búningahönnun í
leikhúsi og kvikmyndum. „Síðan hef ég gríðarlegan
áhuga á því að stofna mína eigin verslun og vera
með glamúrkjóla fyrir þessar íslensku stjörnur sem
við eigum.“
Sýning Ólafs Helga opnar í Gerðubergi fimmtu-
daginn 14. mars, klukkan 17.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Einstaklingur eins og ég, sem er með
líkamlega fötlun, þarf því að berjast svo-
lítið fyrir því að vera í þessum bransa.
54 dægurmál Helgin 22.-24. febrúar 2013