Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 14
Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is Gleðjum bóndann Glaðlegar pottaplöntur á tilboði *Meðan birgðir endast » á schwarzenegger myndina “The last stand“ » í LAUGAR SPA » í hádegisverð á Spírunni Gefið bóndanum gjafabréf í Grillskóla Garðheima og Weber » túlípanabúnt fylgir! Öllum bóndadagsgjöfum fylgir 2 fyrir 1* Túlipanatilboð oPið Til 21:00 ölL kVölD Í Fréttatímanum 18. janúar sl. gat að líta merkilegt viðtal við Ólöfu Þráinsdóttur og Re- bekku dóttur hennar. Þær segja frá að Rebekka hafi undirgengist fimm stofnfrumumeðferðir á Ind- landi vegna skaða á heila sem hún hlaut í bílslysi fyrir tíu árum. Fram kemur hjá Ólöfu að henni finnist íslenskir læknar neikvæðir í garð stofnfrumumeðferða og segist hún sérstaklega hafa fundið fyrir nei- kvæðni frá starfsfólki endurhæf- ingarstofnana hérlendis. Stofnfrumutúrismi Engin ást er jafnsterk og móður- ástin. Um allan heim eru mæður sem ferðast lands- og heimshorna á milli með sjúk og fötluð börn sín í þeirri von að einhver geti gefið þeim betri heilsu. Í tilfelli Ólafar og Rebekku er það kallað stofnfrumu- túrismi. Þessi tegund túrisma er tilkomin vegna þess að alþjóðlegt taugavísindasvið er ekki í stakk búið til að svara þörf fyrir hjálp vegna skaða í miðtaugakerfinu þ.e. heila og mænu. Á sama tíma og geysilegar framfarir hafa átt sér stað á ýmsum sviðum lækna- vísindanna hafa framfarir ekki verið nægar á taugavísindasviði og þarfnast sviðið mjög aðstoðar frá alþjóðasamfélaginu. Fyrir tuttugu og þremur árum hlaut dóttir mín skaða á mænu og lamaðist. Þá var mér sagt af ýms- um læknum að svo mikið væri að gerast í rannsóknum í taugakerf- inu að lækning við mænuskaða hlyti að vera handan við hornið. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá slysi dóttur minnar hef ég ekki enn séð örla á lækningastefnu fyrir mænuskaða. Eins og Ólöf fór ég með dóttur mína í tilraunameð- ferðir og uppskar fyrir vanþóknun einhverra íslenskra lækna og sama skeytingarleysið og Ólöf lýsir. Því miður eimir enn eftir af þeirri vanþóknun í minn garð. Heggur sá er hlífa skyldi Þar sem mér fannst taugavísinda- sviði ekki veita af hjálp þá lagði ég á brattann fyrir fjórtán árum. Í allri minni bjartsýni hafði mér dottið í hug að litla íslenska þjóðin gæti gert sviðinu og mannkyninu mik- inn greiða með því að beita sér fyr- ir að stóra rannsóknarmynd mæn- unnar yrði skoðuð í samhengi af hlutlausum sérfræðingahópi, undir merkjum viðurkenndrar al- þjóðastofnunar. Hugsjón mín var að í þeim pakka gæti legið vannýtt vísindaþekking sem nota mætti sem innlegg í þróun lækninga- stefnu fyrir mænuskaða og sem gæti nýst öllu taugakerfinu í leið- inni. Þetta ferðalag mitt í kerfinu hefur verið mikil þrautaganga og dýrkeypt reynsla. Þrátt fyrir að ávallt hafi verið pólitískur vilji til að hjálpa hug- sjón minni áfram hefur tillaga um ofangreindan sérfræðingahóp sem samþykkt var af Norð- urlandaþinginu 2011 ekki enn verið afgreidd f rá ráðherranef nd Norðurlandaráðs. Eftir langt þóf við velferðar- ráðuneytið til að kom- ast að hvar hnífurinn stæði í kúnni kom í ljós að tveir endurhæfingar- læknar höfðu talað mál- ið niður í velferðarráðu- neytinu, sem óþarfa. Ekki töldu embættis- menn ráðuneytisins ástæðu til að afla álits lækna sem stóðu að baki mér með jákvæðu hugarfari og þeir vissu vel af. Auð- veldasta leiðin var að stökkva á álit neikvæðu læknanna, gefa velferð- arráðherra skýrslu um álit þeirra og þá var málið úr sögunni. Ef ekki hefði verið fyrir afskipti forsætis- ráðherra hefði ég aldrei komist að sannleikanum. Í þau fjórtán ár sem ég hef unnið í þágu mænuskaðans hef ég stað- ið andspænis ótrúlegum ómerki- legheitum frá hendi nokkurra endurhæfingarlækna og nokk- urra háttsettra embættismanna í heilbrigðis/velferðarráðuneyt- inu. Samkvæmt allri málsmeðferð mætti halda að ég væri að biðja um opinbera aðstoð við að fremja glæp en ekki að tilraunameðferðir og vísindaupplýsingar verði skoðaðar með hlutlausum augum m.a. sú stofnfrumumeðferð sem Rebekka undirgengst nú. Ekkert er aumara en sjáandi maður sem vill ekki sjá. Vegna viðtals við Ólöfu og Rebekku í Fréttatímanum Vanþóknun og skeytingarleysi Auður Guðjónsdóttir Stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Þú leggur línurnar létt&laggott 14 viðhorf Helgin 25.-27. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.