Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Page 36

Fréttatíminn - 25.01.2013, Page 36
36 vetrarfjör Helgin 25.-27. janúar 2013  Éljagangur Vetrar- og útiVistarhátíð haldin á akureyri í febrúar h átíðin er farin að festa sig í sessi, engin spurn-ing, en við viljum sjá hana vaxa frekar,“ segir Birkir Sigurðsson, einn skipuleggjenda vetrar- og útivistarhátíðarinnar Éljagangs sem haldin verður á Akureyri dagana 14. - 17. febrúar næstkomandi. Þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin. Birkir segir að Akureyri sé miðstöð vetraríþrótta á Íslandi og hátíðin eigi að festa bæinn enn frekar í sessi sem þá mið- stöð, bæði meðal Íslendinga og er- lendra gesta. „Hátíðin var kynnt erlendis á síðasta ári, í Noregi og víðar. Í desember var farið að rigna inn fyrirspurnum til Akur- eyrarstofu um hátíðina. Ég veit ekki hvað skilar sér af erlendum gestum en áhuginn er alla vega til staðar,“ segir Birkir. Stærstu viðburðir helgarinnar eru án efa flóðlýst snjóbretta- keppni á Ráðhústorgi seinni- partinn á föstudag hjá bretta- deild Skíðafélags Akureyrar og sleðaspyrnan skipulögð af KKA, Akstursíþróttafélagi torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri og EY-LÍV félagi vélsleðamanna sem fram fer á föstudagskvöld í Hlíðarfjalli. Íscrosskeppnin á Leirutjörn í hádeginu á laugar- daginn er líka stór viðburður sem ekki má missa af. Fyrir fjölskylduna er Vasa-ljósa- Þyrluskíðaferðir og snjóbrettakeppni á Ráðhústorginu Keppt er í íscrossi á Éljagangi. Ljósmynd/Einar Guðmann gangan í Hlíðarfjalli á fimmtu- dagskvöld ómissandi viðburður en þar sjá skíðamenn sjálfir um að lýsa upp brautina og verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta ljósabúnaðinn. „Svo eru það þyrlu- skíðaferðir á Tröllaskaga, sem eru nýjung á Éljagangi. Erlendir ferðamenn koma gagngert til landsins til að fara í þessar ferðir en þetta er í fyrsta sinn sem þetta verður á hátíðinni,“ segir Birkir. Éljagangur er hátíð þar sem reynt er að höfða til sem flestra sem leggja stund á útivist. Hátíð- inni fylgir snjókarlinn Frosti sem kemur sér fyrir á Ráðhústorgi auk þess sem þar verður búin til að- staða fyrir ungt brettaáhugafólk í samvinnu við brettadeild Skíðafé- lags Akureyrar. Krakkarnir voru duglegir á snjóbrettunum á Ráðhústorgi í fyrra. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.