Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 25.01.2013, Qupperneq 36
36 vetrarfjör Helgin 25.-27. janúar 2013  Éljagangur Vetrar- og útiVistarhátíð haldin á akureyri í febrúar h átíðin er farin að festa sig í sessi, engin spurn-ing, en við viljum sjá hana vaxa frekar,“ segir Birkir Sigurðsson, einn skipuleggjenda vetrar- og útivistarhátíðarinnar Éljagangs sem haldin verður á Akureyri dagana 14. - 17. febrúar næstkomandi. Þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin. Birkir segir að Akureyri sé miðstöð vetraríþrótta á Íslandi og hátíðin eigi að festa bæinn enn frekar í sessi sem þá mið- stöð, bæði meðal Íslendinga og er- lendra gesta. „Hátíðin var kynnt erlendis á síðasta ári, í Noregi og víðar. Í desember var farið að rigna inn fyrirspurnum til Akur- eyrarstofu um hátíðina. Ég veit ekki hvað skilar sér af erlendum gestum en áhuginn er alla vega til staðar,“ segir Birkir. Stærstu viðburðir helgarinnar eru án efa flóðlýst snjóbretta- keppni á Ráðhústorgi seinni- partinn á föstudag hjá bretta- deild Skíðafélags Akureyrar og sleðaspyrnan skipulögð af KKA, Akstursíþróttafélagi torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri og EY-LÍV félagi vélsleðamanna sem fram fer á föstudagskvöld í Hlíðarfjalli. Íscrosskeppnin á Leirutjörn í hádeginu á laugar- daginn er líka stór viðburður sem ekki má missa af. Fyrir fjölskylduna er Vasa-ljósa- Þyrluskíðaferðir og snjóbrettakeppni á Ráðhústorginu Keppt er í íscrossi á Éljagangi. Ljósmynd/Einar Guðmann gangan í Hlíðarfjalli á fimmtu- dagskvöld ómissandi viðburður en þar sjá skíðamenn sjálfir um að lýsa upp brautina og verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta ljósabúnaðinn. „Svo eru það þyrlu- skíðaferðir á Tröllaskaga, sem eru nýjung á Éljagangi. Erlendir ferðamenn koma gagngert til landsins til að fara í þessar ferðir en þetta er í fyrsta sinn sem þetta verður á hátíðinni,“ segir Birkir. Éljagangur er hátíð þar sem reynt er að höfða til sem flestra sem leggja stund á útivist. Hátíð- inni fylgir snjókarlinn Frosti sem kemur sér fyrir á Ráðhústorgi auk þess sem þar verður búin til að- staða fyrir ungt brettaáhugafólk í samvinnu við brettadeild Skíðafé- lags Akureyrar. Krakkarnir voru duglegir á snjóbrettunum á Ráðhústorgi í fyrra. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.