Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Page 40

Fréttatíminn - 25.01.2013, Page 40
40 þorri Tveir svartir með sviða- sultunni Félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, smakka þorrabjórinn í ár  Þorrabjórinn 2013 Þorragull 5,6% 33 cl. 359 kr. Ummæli dómnefndar: Þessi kemur skemmtilega á óvart. Hann er mjög ljós. Það er þægilegur en lítill ilmur af honum. Það er fínt að drekka þennan. Það er óhætt að mæla með honum fyrir fólk sem vill kaupa sér kippu fyrir helgina eða þorrablótið. Þetta er ágætis pilsner. Þeir mættu koma með þennan aftur í sumar. Þetta er sumarbjór. Surtur Nr.8.1 - Imperial Stout (tunnuþroskaður) 13% 33 cl. 2.499 kr. í gjafaöskju með glasi. Ummæli dómnefndar: Þetta verður ekki svart- ara! Það er mikið áfengi í lyktinni af honum, bókstaflega sprittlykt. Bragðið felur í sér sérrí, koníak og púrtvín. Líka þurrkaða ávexti. Hann er ristaður og sætur. Bragðið fer eiginlega of langt út í koníak. Þetta er bjór fyrir vínsmakkara. Þú átt að deila flösku af þessum með öðrum. Einiberja Bock Þorrabjór 6,7% 33 cl. 429 kr. Ummæli dómnefndar: Hann er fallega rauðleitur og það er gaman að sötra hann. Það er karakter í þessum bjór. Spennandi og sterkur karakter. Það er ávaxtakeimur og blómasæta þarna sem er góð tilbreyting. Þeir fá plús fyrir einiberin, víkingar settu einiber í sinn bjór. Það er gaman að þessari tilrauna- starfsemi. Þetta er gott framtak. Þorrakaldi 5,6% 33 cl. 388 kr. Ummæli dómnefndar: Hann er fallegur, bæði kopar og karamellulitur. Hann er það bragðmikill að hann getur hentað vel með bragðmiklum mat. Bragðið týnist ekki þó þú sért með fullan munn af pungum. Hann er skemmtilega sætur. Þetta er góður árstíðar- bjór. 65% DómNEfND 90% DómNEfND 75% DómNEfND 55% DómNEfND Surtur Nr.15 – Imperial Stout 9% 33 cl. 777 kr. Ummæli dómnefndar: Nú er útlitið svart! Þetta er ekki bjór sem þú drekkur með mat. Þetta er bjór sem þú færð þér eftir matinn. Þetta er desert bjór eftir þorramatinn. Það er bæði kaffi- og kakólykt af honum. Maður finnur allskonar bragð þarna; kaffirist, appelsínusúkkulaði, peru og fleira. Þessi bjór er góður á mörgum stigum. 90% DómNEfND Þ orrinn gengur í garð í dag með til- heyrandi veislu- höldum hjá land- anum. Nú draga veitingamenn fínirí upp úr súrtunnunum og geymslunum; hrútspunga, sviðasultu, rengi, magál og sviðalappir svo fátt eitt sé nefnt. Í dag kemur líka þorrabjór í sölu í Vínbúðunum og verður hann seldur fram á konudag. Í ár eru sjö bjórar í boði en framleiðandi Gæðings þorrabjórs sá sér ekki fært að leggja til flöskur fyrir smökk- un Fréttatímans. Því eru sex bjórar til umfjöllunar hér. Að vanda voru það félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, sem smökkuðu þá bjóra sem hér er fjallað um. Yfir fimmtíu manns eru í félaginu um þessar mundir, flestir einstakir áhugamenn um bjór og bjórmenningu. Fjórmenningarnir voru ánægðir með þorrabjórana í ár. Þeir vildu koma því á fram- færi að úrvalið væri fjölbreytt og standardinn góður. „Það er okkar von að þessi hefð muni halda áfram að eflast,“ segja þeir. Fágunarmenn nutu liðsinnis Haraldar Jónassonar, ljósmyndara Fréttatímans, en uppáhalds bjórinn hans er Miller High Life. Óhætt er því að segja að þar hafi mæst menn með ólíkar skoðanir á málum. Rúnar Ingi Hannah 42 ára úrsmiður og starfs- maður Isavia. Hefur verið meðlimur í Fágun í tæp tvö ár og hefur bruggað jafnlengi. Skoskt öl er uppáhalds bjórstíll Rúnars. DómnefnDin Bjarki Þór Hauksson 23 ára nemi. Hefur bruggað í þrjú ár en verið í Fágun í tvö ár. Uppáhaldsbjórstíll Bjarka er Steam Beer. Hrafnkell Freyr Magnússon 30 ára eigandi bruggversl- unarinnar brew.is. Með- limur í Fágun í rúm 2 ár en hefur bruggað sjálfur í 3 ár. Vel súrir belgískir Lambic bjórar eru í uppáhaldi. Viðar Hrafn Steingrímsson 39 ára kennari úr Hafnar- firði. Hefur bruggað í rúm tvö ár og verið meðlimur í Fágun jafnlengi. Viðar heldur mest upp á enska bjóra. Helgin 25.-27. janúar 2013 Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is Þorraþræll 4,8% 33 cl. 399 kr. Ummæli dómnefndar: Þetta er fyrsti íslenski bitterinn. Hann er mjög þægilegur í munni. Mjög bresk- ur. Þessi bjór vinnur á við frekari smökkun. Þetta er góð kynning fyrir fólk sem vill prófa að fara úr ljósum bjór yfir í öl. Ég myndi gefa vinum mínum sem eru til í að prófa eitthvað nýtt þennan. Þetta er skemmtileg frumraun í þessum bjórstíl hér á landi. 70% DómNEfND Fjórmenningarnir í Fágun skála við ljós- myndara Fréttatímans. Ljósmyndarinn hefði frekar kosið að hafa Miller-bjór í glasinu en 13 prósenta svartan mjöð og aðra ís- lenska þorrabjóra. Lj ós m yn d/ H ar i bárujárn jafn íslenskur og ... Góðostur Höskuldur Daði Magnússon og Haraldur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is SIGURVEGARI BESTUR FYRIR FJÖLDANN SIGURVEGARI

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.