Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Síða 12

Fréttatíminn - 17.02.2012, Síða 12
Í slensku konurnar sem munu láta fjarlægja fölsuðu iðn-aðarsílikon-púðana sofna með löguleg brjóst en vakna án þeirra. Púðarnir verða fjarlægðir og engir settir í staðinn. Í mörgum tilfellum væri ekki hægt að setja nýja vegna bólgu, roða og þrota í brjóstum kvennanna. Í öðrum tilfellum er það ekki gert, því Landspítalinn „tekur almennt ekki þátt í fegrunaraðgerðum,“ eins og landlæknir segir. „Talað var um það að púðarnir yrðu teknir en svo velti ég því fyrir mér hversu mörg okkar hafa hugsað málið til enda. Hvað svo? Hvernig er að vakna og brjóstin eru næstum því farin og aflöguð. Það er mikið áfall,“ segir Anna Valdimars- dóttir, sálfræðingur og rithöfundur. „Skilaboð yfirvalda til kvennanna eru kaldranaleg. Þau eru: Nú erum við búin að gera okkar. Þau vita samt að mál- inu er engan veginn lokið,“ segir hún. Yfir fjögur hundruð íslenskar konur eru með fölsuðu sílikon-púðana innra með sér. Ómskoðun íslenskra yfirvalda hefur sýnt að meirihluti þeirra sem hingað til hefur verið skoðaður er rofinn og lekur. Í rannsókn vísindanefndar Evrópusambandsins segir frá dæmi þess að iðnaðarsílikonið hafi fundist í nára, hálsi og milli lungna konu. Kusu ekki iðnaðarsílikon PIP-sílikon-konurnar tóku ákvörðun um að láta stækka á sér brjóstin með vottuðu sílikoni til lækninga. Þær fengu púða fyllta af iðnaðarsílikoni. Eftir aðgerðirnar þar sem fölsuðu púðarnir verða fjarlægðir verður búið að skera tvisvar í hvort brjóst, jafnvel fjarlægja meiri vef úr öðru þeirra en hinu, þau verða hugs- an- lega misstór, eins og Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður tuga kvenna, segir en hún hefur lýst áhyggjum þeirra. „Þetta er áfall sem kemur ofan á það áfall að verða fyrir því að grætt er í mann eitthvað sem aldrei var hugsað þannig að það ætti að fara inn í mannslíkamann,“ segir Anna. „Það er skelfileg tilhugsun að hugsa til þess að búið sé að græða eitthvað í líkama manns sem á ekkert erindi inn í hann: Að maður sé varnarlaus og geti ekki treyst því að ítrustu varúðar sé gætt þegar hlutir eru græddir í líkama manns og því að gerðar séu hámarks kröfur um gæði og að efnið sé öruggt.“ Þegar Anna segir að málinu sé engan veginn lokið er konan gengur út af Landspítalanum eftir aðgerðina og á hún meðal annars við að breytingin blasi við hverjum þeim sem þekki þær. „Það sem átti hugsanlega að vera einkamál er orðið opinbert. Þetta er viðkvæmt því það lýtur að líkam- anum sjálfum sem er svo sýnilegur og áberandi. Almennt ef eitthvað er að manni þá er það ekki sýnilegt öðrum. Það blasir ekki við ef maður er verri í baki. Það er því áfall, já og erfitt að þurfa að útskýra eitthvað sem manneskja ætlaði að hafa fyrir sig sjálfa. Ég get ímyndað mér að í sumum tilvik- um upplifi þær sorg og eftirsjá þar sem líkaminn breytist, því við viljum halda í það sem við höfum.“ Kaldar kveðjur til kvennanna Anna segir að eftir standi sú spurning í kolli kvennanna; hvort líkami þeirra sé í lagi eftir iðnaðarsílikonið. „Í veik- indum gerist það oft að fólk fær stuðning og skilning. Fjöl- skyldan stendur saman, jafnvel er efnt til safnana, sýnd er samúð og skilningur,“ segir hún. „En í svona stöðu getur kona hugsað að hún muni ekki fá þennan skilning eða njóti ekki samúðar. Hún geti ekki talað um vandann, því hún beri ábyrgð á þessu sjálf. En jafnvel þótt fegrunaraðgerðir væru flokkaðar til við- skipta í stað læknavísinda eru ákveðnar kröfur gerð- ar. Þú átt að fá það sem þú borgar fyrir. Þær konur sem þurftu að borga fyrir sína aðgerð stóðu í þeirri trú að þetta væru allt saman ábyrgir aðilar sem stæðu þarna á bakvið. Nú er vandi. Hver á að borga brúsann og höggið? Ég hef ekki svör við því en mér finnast kaldar kveðjur að segja að þær hafi valið sér þetta. Þetta sé þeirra mál og að engum komi það við. Það getur aukið á andlega vanlíðan þeirra, því þær geti sjálfri sér um kennt,” segir Anna og telur málið rista dýpra en svo. „Skoða þarf þetta í víðara samhengi. Það er talað um að þetta séu viðskipti sem þær hafi kosið sjálfar en í okkar samfélagi er mikil pressa á að selja og auka efnahagsábata. Ein leiðin til þess er að gera manneskjur óánægðar með eigið útlit og láta þeim finnast að þær þurfi að betrumbæta sig. Það er ekki mikil umræða í samfélaginu um önnur gildi. Þær raddir heyrast ekki mikið lengur sem gagnrýna að konur þurfi að líta svona og svona út og að þær þurfi að vera íturvaxnar og girnilegar fyrir augað. Horfum á sjónvarpið. Hversu margar venjulegar, miðaldra og reynslumiklar kon- ur sjást á skjánum,“ spyr Anna og bendir á að konurnar hafi því margar ekki farið í brjóstastækkun til þess að líta betur út, heldur til að uppfylla þær staðalímyndir sem samfélagið setji þeim. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Sofnað með brjóst en vakna án þeirra Hvernig lít ég út þegar ég vakna? Það gæti flogið um huga þeirra fjölmörgu kvenna sem frá mánudegi leggjast á skurðarborð lýtalækna á Landspítalanum til þess að láta fjarlægja falsaða, franska sílikonpúða. PIP-púðarnir eru fylltir iðnaðarsílikoni. Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur og rithöfundur, fer yfir tilfinningarnar sem gætu bærst meðal þeirra og málið í heild með Gunn- hildi Örnu Gunnardóttur. Anna Valdimars- dóttir, sálfræðing- ur og rithöfundur, skoðar líðan kvenna sem þurfa að láta fjarlægja fölsuðu sílikonpúðana úr brjóstum sínum. Skurðaðgerð undirbúin. Á mánudag verða fyrstu aðgerðirnar á Landspítalan- um við að fjarlægja fölsuðu iðnaðarsílikonpúðana úr íslenskum konum. Konurnar fara heim án þess að hafa sílíkonpúða í barmi sínum. Mynd/gettyimages 12 fréttaskýring Helgin 17.-19. febrúar 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.