Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Síða 14

Fréttatíminn - 17.02.2012, Síða 14
Barnadagar Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Skoppa og Skrítla skemmta börnunum 25% afsláttur af öllum barnavörum laugardag kl 13.30 allir krakkar fá rúmföt fyrir bangsann sinn föstudag & laugardag meðan birgðir endast Lækningatækjaeftirlitið, sem var hjá Landlæknis- embættinu fram í maí á síðasta ári, taldi sig ekki hafa nægar heimildir til þess að ganga eftir því hvort Jens Kjartansson lýtalæknir hefði upplýst konurnar 400 sem ganga með iðnaðarsílikon í brjóstum um rann- sóknin franskra yfirvalda á púðunum og niðurstöðu þeirra á efnisinnihaldinu. Þetta segir Haukur Egg- ertsson, sérfræðingur hjá Lyfjastofnun, sem fylgdi eftirlitinu frá Landlæknis- embættinu til stofnunar- innar. Eftirlitið sem og land- læknisembættið – sem fylgist með læknum – var fyrst upplýst um málið 2. apríl 2010 þegar frönsk yfirvöld sögðu að þau hefðu tekið CE-merking- arnar af púðunum. Þá aftur í lok mánaðarins, þegar þau greindu frá því að sílikon til lækninga hefði ekki verið notað. Í lok september sama ár voru fyrstu niðurstöður rannsókna birtar og Jens í kjölfarið boðaður á fund landlæknisembættisins. Haukur segir að eins og þekkt sé hafi verið ákveðið á fundi með Jens þann 18. október 2010 að hann tæki að sér að hafa samband við allar konurnar. „Á þeim fundi var niðurstaðan að ekki væri það nær- gætnasta sem hægt er að gera fyrir konu að auglýsa málið í blöðum.“ - gag Hvenær hætti Jens Kjartansson lýta- læknir að nota sílikonpúða frá PIP? „Apríl 2010.“ Átti hann birgðir þegar málið komst upp? „Það sem hann átti var ekki notað.“ Veistu hversu margar fengu púða árið 2010? „Það eru upplýsingar sem við höfum ekki fengið. Við bíðum ró- leg og reiknum með að niðurstaða liggi fyrir um aðgang að gögnum um mánaðamótin.“ Hver er staða kvenna sem hafa fengið PIP-púða fyrir meira en tíu árum? „Varðandi heilbrigðismál er staða þeirra ekkert önnur en staða þeirra kvenna sem hafa fengið PIP púða frá 2001. Það er frá því ári sem hefur legið fyrir að varan sé fölsuð.“ Af hverju er talið að PIP fyll- ingar rofni frekar hér en annars staðar í Evrópu? „Ég get ekki svarað því með neinni vissu. Ég get aðeins sagt að það hefur enginn gert svipaða athugun með óm- skoðun og við erum að gera núna. Við verðum þó að horfa á heildina áður en við tölum um heildarlekatíðni. Síðan skoðuðum við elstu púðana í fyrstu at- rennu, sem gæti haft áhrif á hlutfallið.“ Getur verið að þeir springi frekar þar sem þeir voru settir undir vöðva? „Spyrja verður lýtalækna að því en það á ekki að skipta neinu máli samkvæmt mínum kokkabókum.“ Hafið þið fengið upplýsingar um fjölda sílikon-aðgerða það sem af er ári? „Nei, engar upplýsingar.“ Hefur umræðan nú haft áhrif á það hvort konur kjósi að fara í sílikon-aðgerðir? „Ég held að umræðan hafi verið svo umfangsmikil að mér finnst ekki ólíklegt að það hafi haft ein- hver áhrif. En ég hef engin gögn í höndunum til þess að styðja það. Það verður ársyfirlitið að segja okkur. Jafnvel þótt þeim hafi fækk- að núna getur það verið seinkun á ákvörðun. Það verður að skoða í lok árs.“ En ráðleggur landlæknisembættið konum frá því að fá sílikon-fyll- ingar? „Ég hvet allar konur sem eru að íhuga þetta að gera það mjög vel og taka ákvörðun í samráði við lýtalækni sinn. Það er augljóst að þessar aðgerðir eru ekki frekar en margar aðrar án aukaverkana.“ Allar aðgerðir eru hættulegar. En eru sílikon-púðar hættulegir? „Ekki samkvæmt því sem verið hefur nema þessar þekktu aukaverkanir þegar þeir leka og að leki geti farið út í nærliggjandi vefi og jafnvel eitlakerfi. En það hefur ekki verið sýnt fram á að það hafi sérstök áhrif önnur. Sílikon er not- að víða. Því er dreift í umhverfinu; er í varalitum og er efni sem víða er notað og í margs konar vörum. Að hafa þetta sem ígræddan hlut er ákvörðun sem hver kona verður  IðnaðarsílIkonpúðarnIr Ekki forsvaranlegt að setja síli- kon í bólgin og þrútin brjóst Landlæknir segir að íslensk yfirvöld muni örugglega skoða hvort sótt verði á Frakka með að bæta þann skaða sem orðið hefur af slöku eftirliti þeirra sem varð til þess að iðnaðarsílikon var sett í barm rúmlega 400 íslenskra kvenna. Hann hvetur konur til að íhuga vel hvort þær vilji sílikon í kropp sinn. Aukaverkanir af rifnum púðum eru þekktar. Töldu engar heimildir til að ganga á eftir Jens að gera upp við sjálfa sig í samráði við sinn lækni.“ Hvergi hefur komið fram að PIP- púðar hafi verið bannaðir hér á landi eftir að boð komu frá frönsku eftirlitsstofnuninni. Var það gert? „Púðarnir voru teknir af mark- aði. Þeir voru ekki lengur í umferð. Haft var samband við Jens og rætt við hann.“ Hefur embættið áhyggjur af sál- rænum vanda kvennanna sem láta taka púðana og koma út með enga. Þær tóku hugsanlega ákvörðun um að stækka brjóst sín – voru kannski ósáttar – en fara núna út, jafnvel með annað brjóstið minna en hitt, teygð brjóst og kannski mun síðri en áður en þær fóru í fyrstu aðgerðina? „Að sjálfsögðu hef ég fullan skilning á því að konum líði illa yfir umræðunni. Þeim líði illa yfir því að gangast undir aðgerð sem þær höfðu ekki reiknað með. Þeim líði illa yfir því að ímynd þeirra skaðist þegar brjóstafyllingin er tekin brott. Ég hef fulla samúð með þeim hvað það varðar. Þetta er samt ákvörðun hvers og eins einstaklings að taka í samráði við sinn lækni. Við höfum sagt að lekir púðar hafi áhrif á nærliggjandi vefi, þeir valda bólgum og ertingu. Það er því læknisfræðilegt mat að brjóstapúðar verði ekki settir inn í aðgerðum á Landspítalanum. Síðan verður hver kona að gera upp við sig hvernig hún vill bregð- ast við því.“ Lýtalæknar hafa sjálfir sett púða í stað þeirra sem teknir eru. Hafa þeir þá ekki borið hag sjúklinga fyrir brjósti? „Ég myndi aldrei segja að það hafi þeir ekki gert. Því má ekki gleyma að það er verið að tala um PIP-púða þar sem helsti munurinn er þessi bólgusvörun. Þegar settir eru brjóstapúðar í þrútin brjóst, þar sem er bullandi bólga, þá getur myndast poki þegar bólgan hjaðnar. Þá þarf að fara í aðra að- gerð og strekkja. Þetta eru flókin læknisfræðileg mál sem verður að taka á grunni hverrar og einnar konu. Bólga þýðir roði. Bólga þýðir bjúgur. Þegar bólga hjaðnar skapast rými, umfangið minnkar. Spítalinn tekur almennt ekki þátt í fegrunaraðgerðum. Það er því allt önnur spurning að fá nýja púða.“ Telur þú sem landlæknir að ís- lensk yfirvöld hafi brugðist kon- unum þar sem eftirlitið var lagt í hendurnar á frönskum yfirvöldum sem sást yfir fölsunina í fjölda ára? „Nei. Við búum við alþjóðlegt eftirlitskerfi. Ég tel að embætti landlæknis hafi ekki brugðist á neinn hátt. Þetta er samevrópskt eftirlit. Púðarnir voru gæðamerkt- ir og hér er frjálst flæði vara.“ Ætlar landlæknisembættið að beita sér fyrir því að Frakkar bæti þennan skaða? „Það er mál sem stjórnvöld munu örugglega skoða.“ Verður það gert í samstarfi við önnur lönd? „Vafalítið. Við fylgjumst með því sem er að gerast og hvernig löndin bregðast við. Viðbrögðin eru fjölbreytt. Það má ekki gleyma því að þetta mál fór í gang af fullum þunga rétt fyrir jólin. Á þessum sex vikum sem liðnar eru höfum við staðið vörð um heilsu kvennanna og reynt að byggja ákvarðanir á þeim gögnum sem liggja fyrir og verið virkilega á tánum varðandi það að sinna þessum konum eins vel og mögulegt er.“ Anna Lóa Aradóttir sagði frá því í síðasta Fréttatíma að hún gæti ekki fengið að sjá sjúkraskýrslu sína frá aðgerðinni þegar að hún fékk PIP-fylling- ar, tölva læknisins hafi hrunið. Vitið þið um það? „Þetta eru upplýsingar sem við höfum tekið eftir og verður klárlega eitt af þeim málum sem við skoðum í fram- haldi af þeim upplýsingum sem við fáum núna. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta. Allir læknar eiga að halda sjúkraskrár. Þær geta verið í pappírsformi eða rafrænu formi. Ég hef ekki hug- mynd um það hvernig sú blanda hefur verið hjá Jens Kjartans- syni. En það er skylda að færa sjúkraskrár og þær eru iðulega bæði í pappírsformi og rafrænu.“ Góðir læknar en engir töframenn Nú hillir í að fyrsta stefnan í máli kvennanna með iðnaðarsílikonið á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni og ríkinu til þrautavara líti dagsins ljós. Þetta segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, sem stefnir á að taka fyrst mál kvennanna með elstu púðana fyrir, því mál þeirra séu við það að fyrnast. Saga segir að konurnar sem sjái fram á að þurfa að láta fjarlægja fölsuðu PIP sílikon-púðana úr brjóstum sínum á Land- spítalanum óttist útkomuna, þar sem engar brjóstafyllingar koma í stað þeirra fölsuðu. „Hvað eiga læknarnir að gera þegar taka þarf mismunandi mikinn vef úr brjóstum kvennanna þegar þeir geta ekki fyllt upp í rýmið með til dæmis mismun- andi stærð af sílikonpúðum,“ spyr hún og segir að konurnar velti því fyrir sér. „Þótt mjög færir læknar séu á spítal- anum þá eru þeir ekki töframenn.“ Hún undrast að meðal raka yfirvalda í upphafi hafi verið að fjarlægja ekki heila púða því aðgerðin sjálf væri hættulegri en púð- arnir. Þegar ljóst hafi verið að fjarlægja þyrfti alla finnist þeim í lagi að konurnar fari í tvær. Fyrri til að fjarlægja púðana en seinni til að setja aðra, heila púða í. - gag 14 fréttaskýring Helgin 17.-19. febrúar 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.