Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 22
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.isVerslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur Hjartastuðtækið Einfalt í notkun – Íslenskt tal Verð: 275.000 kr. Viktoríufossar Viktoríufossar á landamærum Zimbabwe og Zambíu eru magnaðir, 1700 metra breiðir og nær 100 metra háir. Hávaðinn við fossana er gríðarlegur. Viktoríufossar eru stærstu fossar Afríku og mikið að- dráttarafl. Þeir eru á lista UNESCO og heita eftir Viktoríu Bretadrottningu en landkönnuðurinn David Livingstone gaf þeim nafnið. Gullfoss í hópi tíu fegurstu fossa heims F ossar eru meðal stórkost- legustu náttúruundra og að- dráttarafl fyrir þá sem í senn vilja njóta krafta náttúrunnar og fegurðar. Hið heimskunna ferðabókaforlag Lonely Planet hefur tilnefnt tíu fegurstu fossa í heiminum, magnþrungin undur eins og Niagarafossa og Viktoríufossa en meðal þessara ger- sema er Gullfoss, helsta náttúru- og ferða- mannaperla Íslands. Þorri ferðamanna sem hingað kemur skoðar Gullfoss en Ís- land er annars ríkt af slíkum djásnum og má meðal þeirra helstu nefna Dettifoss, sem raunar er talinn meðal 10 mögnuð- ustu fossa heims, auk Gullfoss, á síðunni World of Waterfalls, Goðafoss, Skógafoss, Aldeyjarfoss, Háafoss og Dynjanda. En lítum á tíu fegurstu fossa heims, að mati Lonely Planet. Farið var vítt um álfur í leit að þeim. - jh Angel Hæsti foss í heimi er Angel í Venesúela en fallhæð hans er hvorki meiri né minni en 979 metrar. Foss- inn heitir eftir Jimmie Angel, sem uppgötvaði fossinn, en nafn heima- manna er ljóðrænna: Kerepakupai. Kaieteur Fallhæð Kaieteur í Potaroánni í Guyana er 226 metrar og fossinn er meðal hinna öflugustu í heiminum. Mikil fallhæð og vatnsmagn gera hann sér- stakan. Fossinn var uppgötvaður árið 1870. Jim Jim Í hinum fræga ástralska þjóðgarði Kakadu er Jim Jim, 215 metra hár foss. Auðveldara er að komast að fossinum þegar þurrt er, þótt síðustu 11 kílómetrarnir séu aðeins fyrir jeppa. Gallinn er hins vegar sá að þá þornar áin mjög. Fossinn er stórfenglegastur þegar úrkoman er mest en þá er erfitt að komast um svæðið. Reichenbach Foss í Sviss sem fjöldi ferðamanna heimsækir og kannski ekki síst vegna þess að þar endaði ein frægasta sögupersóna heims- bókmenntanna líf sitt er Sherlock Holmes hrapaði þar til dauða með erkifjanda sínum, Moriarty prófessor. Gullfoss Varla þarf að lýsa Gullfossi sérstaklega fyrir Íslendingum en náttúra Íslands er sögð stórkostleg í frásögn Lonely Planet og þar er Gull- foss nefndur meðal þess sem helst skal skoða. Hæð fossins er 32 metrar í tveimur fossum. Gullfoss er í um 100 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, í Hvítá, einu helsta vatnsfalli Íslands sem upptök sín á í Langjökli. Niagarafossar Tveir vatnsmiklir og stórfenglegir fossar á mótum landamæra Bandaríkjanna og Kanada. Ferðamenn þyrpast að fossunum enda komast menn í návígi við hið mikla vatnsfall, eink- um Kanadamegin. Þá er mikil upplifun að sigla að fossunum en betra að vera í góðum regnklæðum í þéttum úðanum. Siglt er með ferðamenn frá apríl til október. Détian Skammt frá landamærum Víetnam er stolt kínverskra fossa, Détian. Náttúrufegurð fossanna og alls umhverfis er einstök. Best er að heimsækja svæðið að sumri til þegar þeir eru fossarnir eru vatnsmestir. Sutherland Það er úrkomusamt á Nýja Sjálandi og því vissara að taka með sér regnjakka fari menn þangað. En það þýðir um leið fagrar ár og fossa þar sem Sut- herlandfoss fellur niður um 580 metra. Afbragð þykir að skoða hann á siglingu á Milford Sound. Iguaçu Á mótum Brasilíu og Argentínu er náttúruundur, einstakt í sinni röð þar sem um 300 fossar eru á um 2,7 kílómetra kafla. Hávaðinn er ærandi. Best er fyrir ferðamenn að njóta útsýnisins og finna fyrir náttúru- krafti Iguaçu á „Hálsi djöfulsins“, útsýnisstað þar sem komast má í návígi við fossana. 22 fossar Helgin 17.-19. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.