Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 04.05.2012, Qupperneq 6
BLÖNDUNARLOKI FYLGIR. VÖNDUÐ VARA ÁRATUGA REYNSLA HITAKÚTAR RYÐFRÍIR NORSK FRAMLEIÐSLA Olíufylltir rafmagnsofnar Stærðir: 250W-2000W Rannsakar brottflutta til Noregs Guðbjört Guðjónsdóttir hlaut 500 þúsund króna styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar vegna verkefnisins „Rannsókn á reynslu Íslendinga sem flust hafa til Noregs eftir efnahagshrun“. Um er að ræða doktorsverk- efni Guðbjartar í mannfræði. Í rannsókninni er leitast við að skoða reynslu Íslendinga sem flust hafa til Noregs í leit að vinnu í kjölfar hrunsins og bera reynslu þeirra við reynslu Íslendinga sem fluttust til Noregs fyrir 2008, að því er fram kemur á síðu Alþýðusambands Íslands. Þá hlutu höfundar bókarinnar „Á rauðum sokkum“ 300 þúsund króna styrk úr sjóðnum. Verkið er, að mati stjórnar sjóðsins, mikilvægt framlag til sögu og skilnings á rétt- indabaráttu kvenna hér á landi. - jh V ið viljum að kannað sé hvort hægt sé að taka upp fleiri skattalega hvata til að laða að fyrirtæki og styrkja núverandi. Við erum sérstaklega að horfa til hugverkaiðnaðar þar sem hann hefur langmesta vaxtarmöguleika af útflutningsgreinum og gengur ekki á okkar takmörkuðu nátt- úruauðlindir. Þessi fyrirtæki hafa næstum ótakmarkaða vaxtarmögu- leika enda byggja þau tilvist sína á hugviti starfsmanna öfugt við aðrar útflutningsgreinar sem byggja sam- keppnishæfni sína beint eða óbeint á takmörkuðum auðlindum,“ segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttatímann. Hann, ásamt fjórtán öðrum þingmönnum, mun á næst- unni leggja fram þingsályktunartil- lögu varðandi mögulegar skattaí- vilnanir fyrir fyrirtæki. „Það er mikilvægt að við gerum allt sem við getum enda eigum við á hættu að missa þessi fyrirtæki úr landi því samkeppnin er mikil á milli landa. Fjölmörg ríki hafa tekið upp sérstaka hvata til að gera um- hverfi hagfelldara fyrir svona fyrir- tæki og ég vil að það sé skoðað hvað við getum gert, án þess að brjóta al- þjóðlega viðskiptasamninga. Mark- miðið er tvíþætt. Að gera umhverfið hér heima betra svo þau geti vaxið og að tryggja að þau leiti ekki annað vegna hagstæðari skattaumhverfis erlendis,“ segir Magnús Orri. Hann bendir á að Kanadamenn hafi verið í fararbroddi í að búa til hagstæð skilyrði fyrir slík fyrir- tæki. „Í Quebec-ríki er sérstakur skattafrádráttur sem er ætlaður til að styrkja tölvuleikjaiðnaðinn og í Nova Scotia er í boði endurgreiðsla á hluta launakostnaðar fyrirtækja sem setjast að eða stækka í fylkinu. Ég vil að við gerum eitthvað svipað,“ segir Magnús Orri. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Alþingi þingsályktunArtillAgA Vilja skattalega hvata fyrir hugverkaiðnað Hópur þingmanna mun á næstunni leggja fram þingályktunar- tillögu sem felur í sér að skoðað verði hvort stjórnvöld geti tekið upp fleiri skattalega hvata fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði – bæði til að bæta umhverfi þeirra og til að tryggja að þau leiti ekki annað. Þessir flytja tillöguna með Magnúsi Orra: Valgerður Bjarnadóttir, Lúðvík Geirsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Skúli Helgason, Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir, Magnús M. Nordal, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Þór Saari, Guðmundur Steingrímsson, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir. Magnús Orri Schram vill skapa umhverfi á Íslandi sem er hagfellt fyrir hugbún- aðarfyrirtæki. Ljósmynd/Hari Í fyrra áttu tæplega 92 prósent stráka í 6. og 7. bekk grunnskóla leikjatölvu á móti 64 prósentum stúlkna. Heimild: Rannsóknir og greining. 92% 64% Bauhaus opnar Byggingarvöruverslunin Bauhaus opnar á laugardaginn, 5. maí. Viðstaddur opnunina verður forstjóri Bauhaus í Danmörku, Noregi og Íslandi. Verslunin er til húsa að Lambhagavegi 2-4 við Vestur- landsveg. Hún er 22.000 fermetrar að stærð og starfsmenn verða 100 talsins. Í sumar verða sex ár síðan fulltrúar Bauhaus gengu frá kaupsamningi vegna lóðarinnar. Þá var stefnt að því að verslunin yrði opnuð í árslok 2007 en opnun hennar var frestað þótt húsið væri fullbyggt, meðal annars vegna hrunsins sem hér varð. Helstu keppinautar á markaði eru Byko og Húsasmiðjan sem danska keðjan Bygma keypti á liðnu ári. Framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi er Halldór Sigurðsson. - jh Andrea Jóhanna í forsetaframboð Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, býður sig fram til embættis forseta Íslands. Hún tilkynnti ákvörðun sína á fundi 1. maí, en hún er áttundi frambjóðandinn til embættisins. Andrea er fædd 2. ágúst 1972 á Húsavík. Hún er þriggja barna móðir sem býr ásamt manni sínum, Hrafni H. Malmquist, í Skerjafirðinum. Andrea hefur stundað nám við Háskóla Íslands á sviði stjórnunar og uppeldis- og menntunarfræða. Hún hyggst, nái hún kjöri, beita forsetaembættinu meðal annars til að laga lán heimil- anna, lögfesta lágmarkslaun og auka lýðræðisumbætur. -jh 6 fréttir Helgin 4.-6. maí 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.