Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 42
581 15 15ATH! opið til kl. 01 um helgar í Gnoðavogi
Gnoðavogi 44
Ánanaustum 15
Eddufelli 6
AFMÆLIS
TILBOD
GILDIR TIL 13. MAI
16” Pizza
2 aleggstegundir
ostabraudstangir
2 L Pepsi
1990
16” Pizza
2 aleggstegundir
1290
gild
ir
ein
gon
gu
ef s
ott
er
5
ara gamalt
verd !
N okkur umræða hefur skapast um hefðbundnar og óhefðbundnar lækn-
ingar við krabbameinum undan-
farið. Sérstaklega hefur verið
sett spurningarmerki við hin
hefðbundnu krabbameinslyf við
brjóstakrabbameini. Umræðan er
sjálfsögð. Öll lyf hafa aukaverk-
anir, stundum alvarlegar og það
er rétt að stundum er um ofmeð-
höndlun að ræða.
Þegar kona er greind með
brjóstakrabbamein er meinið fjar-
lægt. Engin önnur meðferð læknar
slíkt mein. Skurðlæknirinn læknar
flesta af brjóstakrabbameini og
þurfa margar konur ekki á neinni
frekari meðferð að halda. Ef um
fleygskurð er að ræða er þó venju-
lega gefin
geislameðferð en hún minnk-
ar líkur á endurkomu meinsins
í brjóstinu eða um það bil 75 pró-
sent (10 prósent í um 2,5 prósent).
Sumar konur eiga þó á hættu að
sjúkdómurinn taki sig upp aftur,
yfirleitt sem meinvörp í öðrum
líffærum og er þá um ólæknandi
sjúkdóm að ræða. Vegna alvar-
leika þessa er mikil áhersla lögð
á fyrirbyggjandi lyfjameðferð með
frumudrepandi krabbameinslyfjum
og/eða and-hormónalyfjum. Fyrst
er gert áhættumat þar sem líkur
á að brjóstakrabbameinið taki sig
upp aftur, eru metnar. Áhættumat
er byggt á upplýsingum um sjúk-
ling sem og vefjagreiningu æxlis-
ins. Mikilvægustu matsþættir eru
aldur konu við greiningu, stærð
meinsins og fjöldi holhandareitla
sem innihalda krabbameinsfrum-
ur. Aðrir mikilvægir þættir eru
tegund brjóstakrabbameins, gráða
illkynja vaxtar og hormónanæmi.
Niðurstaða áhættumatsins ásamt
líkamlegu ásigkomulagi viðkom-
andi konu stýrir ráðleggingum um
meðferð. Sem dæmi hefur kona um
fertugt með 1,5 cm stórt brjósta-
krabbamein af 3. gráðu og engin
meinvörp í holhandareitlum um
það bil 30 prósenta líkur á endur-
komu krabbameins innan 10 ára.
Krabbameinslyfjameðferðir
minnka þessa áhættu um 2/3 sem
þýðir að ef við meðhöndlum 100
konur með sama sjúkdóm eru 70
læknaðar eftir skurðmeðferð ein-
göngu og 20 til viðbótar læknast
fyrir tilstilli lyfjameðferðar. Um 10
konur fá sjúkdóminn aftur þrátt
fyrir meðferð. Þróun krabbameins-
lyfja hefur verið mikil síðastliðin
ár og þó uppistaða þeirra byggist
á eldri lyfjagerðum þá höfum við
lært að skammta lyfin betur og
blanda saman með meiri árangri
en áður. Nýjar gerðir lyfja, svo sem
líftæknilyf, sem hægt er að bæta
við meðferð ákveðinnar tegundar
brjóstakrabbameins hafa bætt ár-
angurinn. Slík lyf hafa oft sértæk-
ari verkun þar sem þau grípa inn í
ofvirka vaxtaferla illkynja frumna
án þess að hafa mikil áhrif á eðli-
lega vefi. Samhliða þróun krabba-
meinslyfja hafa ný og betri stoðlyf
bæst við meðferðina og gert hana
þolanlegri og aukið þannig líkur
á réttri skömmtun og betri með-
ferðarheldni. Það er von okkar að
genarannsóknir á vefjameingerð
krabbameina geri okkur fljótlega
kleift að klæðskerasauma áhættu-
mat og lyfjameðferð fyrir hverja
konu fyrir sig.
Algengar aukaverkanir hefð-
bundinna krabbameinslyfja eru
þreyta, hárlos, ógleði, ofnæmisvið-
brögð, stoðkerfisverkir, slímhúð-
arbólga, taugaskyntruflanir og
beinmergsbæling. Hvítkornafæð
gerir sjúkling viðkvæmari fyrir
sýkingum sem geta reynst mjög
hættulegar og þarf að meðhöndla
svo fljótt sem auðið er. Langtíma
aukaverkanir eru sjaldgæfar en
helst hjarta- og æðasjúkdómar,
ófrjósemi, einbeitingarleysi og ör-
sjaldan hvítblæði.
Listi aukaverkana hljómar ekki
vel, en krabbameins- og/eða horm-
ónalyfjameðferðir hafa bjargað
mannslífum kvenna með brjósta-
krabbamein og er lyfjameðferð
ásamt snemmgreiningu undir-
staða góðs árangurs undanfarna
áratugi. Það er á ábyrgð lækna og
samfélagsins alls að standa vörð
um þennan góða árangur.
Það tekur krabbamein venju-
lega mörg ár, stundum áratugi, að
myndast og verða að illkynja æxli.
Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna
að vestrænir lifnaðarhættir; hreyf-
ingarleysi, ofát, fábreytt mataræði
(lítið af trefjum, ávöxtum og græn-
meti og of mikið af hveiti, sykri og
áfengi), iðnvædd matvælafram-
leiðsla og eldunaraðferðir (steikja,
grilla) eru orsök um þriðjungs allra
krabbameina. Reykingar og erfðir
eru svo orsök þriðjungs hvort fyrir
sig. Breyting á lífstíl til heilbrigð-
ara lífernis og mataræðis er mikil-
væg forvörn, það er getur komið
í veg fyrir að krabbamein mynd-
ist, auk þess að styrkja líkamann á
erfiðum tímum en er ekki meðferð
eða lækning.
Gagnrýnin umræða er nauðsyn-
leg en hún verður að vera málefna-
leg og byggja á staðreyndum. Þó
fátt í hinni hefðbundnu læknisfræði
hefur áður mátt kalla óhefðbund-
ið er ekki þar með sagt að óhefð-
bundnar aðferðir eigi ekki að ein-
hverju leyti rétt á sér. Ljóst er þó
að mataræði, heilun eða tilbeiðsla
læknar ekki krabbamein.
Brjóstakrabbamein
Lækningar brjóstakrabbameina
Helgi Hafsteinn Helgason
er lyf- og krabbameinslæknir og sérfræð-
ingur í klínískri lyfjafræði við Medical Center
Haaglanden, The Hague, The Netherlands
34 viðhorf Helgin 4.-6. maí 2012