Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 7

Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 7
Sturla fundaði með Ögmundi ekki Steingrími Sturla Böðvarsson, þá forseti Alþingis, átti fund með Álfheiði Ingadóttur og Ögmundi Jónassyni, þá þingflokksformanni Vinstri grænna, eftir að Búsáhaldabyltingin hófust í janúar 2009. Þar ræddu þau að þingmenn hafi séð hana vera í sambandi við fólk utan Alþingis- hússins og virst sem hún væri að veita þeim ráð og upplýsingar um viðbúnað lögreglu. Hún neitaði. Kjartan Ólafsson sagðist hins vegar, á fundi for- sætisnefndar 22. janúar 2009, hafa séð þetta. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, nú forseti Alþingis, sagði að margir hefðu nefnt þetta meinta framferði Álfheiðar í sín eyru. Á fundinum komu fram áhyggjur af öryggi Alþingis, vegna þessa og viðtals við Grétar Mar Jónsson þá alþingis- manns, þar sem hann sagði frá undirgöngum frá Alþingi í hliðarbygg- ingar. Fréttatíminn hefur fundargerðina og greindi frá málinu fyrir hálfum mánuði. Þar var ranglega sagt að Sturla hefði fundað með formanni VG. - gag www.hr.is Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í öugu rannsóknar- og nýsköpunarstar? Háskólinn í Reykjavík er framsækinn, alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tækni- greinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir öugt atvinnulíf. OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 5. JÚNÍ Velkomin í HR Þóra Björk Samúelsdóttir • Stúdent af náttúrufræðibraut frá MÍ 2006 • Kláraði rafvirkjun í Tækniskólanum 2010 • Rafmagnstæknifræði • Áhugamál: Fjölskylda, vinir, sveitin mín og ferðalög Leifur Þór Leifsson • Lektor við tækni- og verkfræðideild • Doktor í flugvélaverkfræði • Sérsvið: Loftaflfræði Evrópustofa opnuð á Akureyri Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi – stendur fyrir Evrópuviku 7.–13. maí í tilefni af Evrópudeginum 9. maí. „Markmiðið er að gera Evrópu hátt undir höfði og vekja athygli á því hvað Evrópu- samstarfið er,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu. „Fyrst skal telja opnun Evrópustofu í Norrænu upplýsingaskrifstofunni á Akureyri, mánudaginn 7. maí, og plakatasýningu á Glerártorgi sem útskýrir uppbyggingu og stefnumál Evrópusambandsins,“ segir Birna. „Þá verður opinn borgarafundur í Iðnó með sendiherra ESB, Timo Summa, á þriðjudeginum auk annarra funda og kynn- inga í vikunni.“ Evrópuvikan nær hámarki í Hörpu á sunnudeginum. „Þá bjóðum við skemmtiatriði og kynningar á samstarfs- áætlunum ESB á Íslandi, sem við eigum aðild að í gegnum EES-samninginn,“ segir Birna. Deginum lýkur með stórtónleikum í Eldborgarsalnum. Þar stíga á svið European Jazz Orchestra og Stórsveit Reykjavíkur. -jh Landsvirkjun dregur úr áhættu Landsvirkjun hefur skrifað undir samninga við Norræna fjárfestingarbankann um skuldbreytingu tveggja lána hjá bankanum úr evrum á breytilegum vöxtum í dollara á föstum vöxtum. Annað lánið var tekið árið 2004 með gjalddaga 2019 en hitt var tekið 2006 með gjalddaga 2028. Með samn- ingnum dregur Landsvirkjun úr fjárhags- legri áhættu vegna mögulegra breytinga á gengi evru gagnvart dollar sem er starfs- rækslumynt félagsins, að því er fram kemur tilkynningu þess. Um 90 prósent tekna Landsvirkjunar eru í dollurum en ekkert er í evrum. Hlutfall evru í vaxtaberandi langtímaskuldum Landsvirkjunar lækkar úr 38 prósentum í 31 prósent á sama tíma og hlutfall dollars hækkar úr 42 prósent í 49 prósent. Vaxtaberandi skuldir Landsvirkj- unar námu rúmum 2,6 milljörðum dollara í lok síðastliðins árs. Skuldbreytingin jafn- gildir 183 milljónum dollara, 23 milljörðum króna. Annar ávinningur er að hlutfall breytilegra vaxta í lánasafninu lækkar. - jh Vörður skilaði 330 milljóna króna hagnaði Rekstur Varðar trygginga skilaði 330 milljóna króna hagn- aði fyrir tekjuskatt árið 2011. Þetta er um 59 prósenta aukning frá árinu 2010 þegar 208 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, að því er fram kemur á heimasíðu tryggingafélagsins. Eigin iðgjöld jukust um 14,1 prósent og voru 4 milljarðar króna samanborið við 3,5 milljarða árið 2010. Heildartekjur jukust um 9,8 prósent. Þær voru 4,5 milljarðar króna en 4,1 millj- arður árið á undan. Eiginfjárhlutfall er 24,4 prósent og hækkar um 1,8 prósent milli ára. Arðsemi eiginfjár var 17,5 prósent en 15,8 prósent árið 2010. „Vörður tryggingar hefur nú skilað góðum hagnaði síðustu þrjú ár þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahags- lífinu. Félagið eflist og eykur markaðs- hlutdeild sína ár frá ári,“ segir Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri félagsins. -jh  Ferðalög Nýjasta FlugFélagið tilbúið í loFtið Helmingur flugmanna íslenskur Skúli Mogensen, aðaleigandi WOW F imm af tíu flugmönnum og flugstjórum véla WOW air er íslenskir og eru nú í þjálf- un til að hljóta réttindi til að fljúga Airbus A320 vélunum sem félagið notar. Erlendu flugmennirnir eru þegar með réttindi. Allir flug- liðar eru íslenskir og hefur verið gengið frá ráðningu 45 manns, að sögn Baldurs Odds Baldurssonar forstjóra. Fyrsta áætlunarflug WOW air er 31. maí frá Keflavík til Parísar. WOW air hefur gert samning við Avion Express um leigu á tveimur Airbus 320 vélum. Önnur hefur þegar fengið yfirhalningu, að sögn Baldurs, þar sem skipt hefur verið um sæti og teppi en hin verður tekin í gegn á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, er áætlað að umfang flugstarfsemi á Kefla- víkurflugvelli slái öll fyrri met á komandi sumri. Alls munu 17 flug- félög halda uppi ferðum til landsins í sumar og veruleg aukning verður í leiðakerfum flugrekenda sem aldrei hafa haft jafnmarga áfanga- staði í áætlunar- og leiguflugi til og frá landinu. fréttir 7 Helgin 4.-6. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.