Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 70
Baltasar KormáKur með sjónvarpsglæpi í huga
KR-útvarpið, sem starfað
hefur sleitulaust frá árinu 1999
undir styrkri stjórn Höskuldar
Höskuldssonar, verður með
útsendingu númer 337 þegar
KR tekur á móti Stjörnunni í
fyrstu umferð Pepsideildar-
innar á sunnudaginn. Enginn
annar en goðsögnin Bjarni Fel
lýsir leikjum KR í útvarpinu og
honum til halds og trausts eru
vanir menn á borð við Boga
Ágústsson, Þröst Emilsson,
Hauk Holm, Frey Eyjólfsson
og Felix Bergsson.
Útsending númer 337
Á glæpaslóðum
á Seyðisfirði
B altasar er merihlutaeigandi í fyrir-tæki sem hann stofnaði ásamt þeim Magnúsi Viðari Sigurðssyni, sem
starfaði um langt árabil hjá Saga Film,
og Sigurjóni Kjartanssyni utan um fram-
leiðslu glæpaþátta fyrir Ríkissjónvarpið
sem Baltasar segir að verði í anda hinna
dönsku Forbrydelsen og bandarískrar
endurgerðar þeirra þátta, The Killing.
„Maggi og Sigurjón eru með mér í
þessu. Þættirnir heita Trapped eins og er.
Við erum ekki komnir með íslenskt nafn
en þeir verða að sjálfsögðu á íslensku,“
sagði Baltasar þegar Fréttatíminn náði
tali af honum þar sem hann var á þönum
um New Orleans í leit að tökustöðum fyrir
spennumyndina 2 Guns sem skartar ekki
ómerkari mönnum en Mark Whalberg
og Denzel Washington í aðalhlutverk-
um. „Þetta er allt að gerast. Ég er núna
að keyra um New Orleans og við vorum í
New Mexico í síðustu viku að skoða töku-
staði. Þetta eru mest handritsfundir og
slíkt ennþá en þetta gengur mjög vel og
er bara allt að gerast,“ segir Baltasar sem
mun síðan snúa sér að æfingum með stór-
stjörnunum.
En aftur að Trapped, sem nafnið bendir
til að muni fjalla um einhverskonar úlfa-
kreppu. Og þá væntanlega á Seyðisfirði.
„Ólafur Egilsson og Jóhann Ævar Gríms-
son eru að vinna í handritinu með Sigur-
jóni eftir hugmynd sem við Sigurjón kom-
um með. Þeir eru á fullu að skrifa þetta
með Seyðisfjörð í huga þannig að það gæti
vel farið svo að þetta verði tekið þar.“
Baltasar segir þættina hugsaða í anda
The Killing, þeir verði dramatískir og
kannski sé bara nóg að segja að þeir verði
„arnaldískir“.
Þrátt fyrir að vera önnum kafinn og
með mörg járn í eldinum ætlar Baltasar
að sjálfsögðu að vera með puttana í fram-
leiðslunni. „Hugmyndin er að ég muni
leikstýra „pilotinum“, fyrsta þættinum,
og við fáum svo einnig aðra leikstjóra til
að vinna í þessu líka.“
Og erlendar sjónvarpsstöðvar eru þegar
farnar að sýna verkefninu áhuga. „Sigur-
jón fór til Danmerkur og kynnti þetta fyr-
ir norrænum sjónvarpsstöðvum og mér
skilst að þær vilji allar vera með. Við erum
líka að tala við Þýskaland þannig að þetta
lítur mjög vel út. Við höfum líka verið að
kynna hugmyndina í Bandaríkjunum og
liggur fyrir áhugi á að endurgera þetta.“
toti@frettatiminn.is
F jórmenningarnir, Smári, Nonni Bö, Dóri Maack og Hannes, sem kalla sig Pörupiltana, frumsýna á laugar-
daginn tímamótaverkið Beðið eftir Godot
eftir Samuel Beckett á Litla sviði Borgar-
leikhússins. Einfaldlega vegna þess að þá
vantaði eitthvað að gera og fannst því til-
valið að leggja í biðina endalausu.
„Við strákarnir vorum á milli starfa og
vorum á skrá hjá Vinnumálastofnun. Við
fórum á alls konar svona námskeið, leiklist
og tjáningu og svona og fannst við helvíti
góðir í þessu,“ segir Dóri Maack. „ Þannig
að við bara hugsuðum bara með okkur að
það væri bara auðvelt að græða á þessu
pening og ákváðum að setja bara upp leik-
rit og koma með svona sumarsmell. Við
gúggluðum svo bara besta leikrit síðustu
aldar og Beðið eftir Godot kom bara strax
upp. Þar eru einmitt fjórar persónur þann-
ig að ég og Nonni, vinur minn úr Breiðholt-
inu, bara hringdum í Hannes og Smára og
þeir voru alveg til í þetta.“
Dóri segir að eftir að þeir fengu grænt
ljós hjá Vinnumálastofnun hafi þeir ein-
faldlega rölt upp í Borgarleikhús þar sem
Magnús Geir Þórðarson tók „hrikalega
vel í þetta“ og nú er sýningin að verða að
veruleika.
En vildu ekki allir fá að leika vinina Vla-
dimír og Estragon sem bíða saman eftir
Godot? „Við fengum sko leikstjóra. Hana
Kristínu Jóhannesdóttur. Hún er verð-
launaleikstjóri og hefur fengið Grímu og
svona. Og hún sagði okkur bara hver ætti
að leika hvað og við erum nokkuð sáttir við
það.“ Ekki er laust við að Dóri finni fyrir
frumsýningarskrekk en hann er þó til í
tuskið. „Þetta er helvíti mikill texti sem
maður þarf að læra fyrir þetta líka. Maður
er svona soldið stressaður núna en ég er
eiginlega búinn að læra allan textann minn
og búinn að fá búning og svona. Þannig
að ég hlakka bara mikið til að sjá hvernig
fólki finnst.“ -þþ
Frumsýning teKist á við BecKett
Pörupiltar bíða eftir Godot
Hálfnuð með næstu bók
Korter, ný skáld-
saga eftir Sól-
veigu Jónsdóttur,
hefur fengið góða
dóma og frá-
bærar viðtökur.
Hún er nú mest
selda íslenska
bókin samkvæmt metsölulista
Eymundsson og situr í öðru sæti
á heildarlistanum. Sólveig er nú
hálfnuð með næstu bók og ósk-
andi að lesendur hennar fái meira
að sjá frá henni á næstunni.
Stella vinsæl
Nýjasta bók Stellu Blóm-
kvist, Morðið á
Bessastöðum,
hefur setið í efstu
sætum met-
sölulista frá því
að hún kom út í
mars og er upp-
lagið nánast upp-
selt. Greinilegt er
að landinn hefur
áhuga á bókum þessa óþekkta
höfundi sem hefur náð að leyna
sínu rétta nafni í 15 ár sem er
athyglisvert á svo litlu landi sem
Ísland er.
Baltasar Kormákur er kvikmyndagerðarmaður ekki einhamur. Hann er í Bandaríkjunum þessa
dagana að undirbúa tökur á spennumyndinni 2 Guns. Hann er einnig að leggja drög að ís-
lenskum glæpaþáttum fyrir RÚV sem erlendar sjónvarpsstöðvar hafa þegar sýnt áhuga þótt
verkefnið sé enn á handritsstigi.
Að baki Pörupiltunum standa leikkonurnar Alexía Björg Jó-
hannesdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Halldóra Geirharðs og
Sólveig Guðmundsdóttir.
Góður dómur í Ástralíu
Skipið hans Stefáns Mána kom
nýlega út í Ástralíu en mikill
stökkpallur er fyrir íslenska rithöf-
unda að verk þeirra séu gefin út á
ensku. Nú þegar hefur birst dómur
um Skipið í áströlsku dagblaði og
þar er sagt að Stefán Máni nái að
halda óvissu og spennu út bókina.
Einnig er sagt að bókin sé níhilísk
(full efahyggju) og grípandi
nútímaútgáfa af hinni frægu sögu
The Ship of Fools.
Við höfum
verið að
kynna hug-
myndina í
Bandaríkj-
unum og
þar liggur
þegar fyrir
áhugi á að
endurgera
þetta.
Baltasar Kormákur við tökur á myndinni Inhale. Hann er nú á fullu við að undirbúa tökur á spennumyndinni 2 Guns en er einnig
með hugann við glæpi sem mjög líklega verða framdir undir hans stjórn á Seyðisfirði.
62 dægurmál Helgin 4.-6. maí 2012