Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 24
www.eimskip.is Eimskipafélag Íslands og Kiwanishreyfingin færa öllum grunnskólabörnum í 1. bekk reiðhjólahjálm að gjöf undir yfirskriftinni Óskabörn þjóðarinnar. Átakið er unnið í góðu samstarfi við grunnskóla landsins. ÓSKABÖRN ÞJÓÐARINNAR ÞURFA HJÁLM F ÍT O N / S ÍA M ig hafði alltaf, eða frá því að ég var krakki, dreymt um að læra um inka og suður- ameríska þjóðháttafræði. Seinna lærði ég mannfræði um Suður-Ameríku í háskóla hér á Spáni. Það er því svolítið sniðugt að ég skildi lenda með manni frá Perú,“ segir Arna Árnadóttir sem flaug til Danmerkur eftir fyrsta árið í menntaskóla hér heima. Hún vildi upp- lifa nýtt umhverfi. Leiðin hefur alltaf legið suður á bóginn. Frá Danmörku til Austurríkis, þar sem hún vann á skíða- hóteli í þónokkur ár, og loks til Spánar. Þangað elti hún í fyrstu bróður sinn sem nam arkitektúr, en heillaðist svo af lífs- stílnum og Madríd, þar sem hún fann mann sinn einn daginn í ræktinni. „Javier er búinn að vera lengi á Spáni og orðinn hálfgerður Spánverji. Hvorugt okkar hefur þó einhvern kjarna hérna og vantar fjölskyldutengsl á báða bóga, svo það er alls ekki ólíklegt að við fær- um okkur um set í framtíðinni.“ Saman eiga þau Arna og Javier tæp- lega sjö ára stúlku sem heitir Victoria Varela. „Ég er orðin 47 ára gömul, svo það er ekki hægt að segja að ég hafi verið á sömu bylgjulengd og gömlu æskuvinkonurnar í þessum efnum. En ég er nú ekki alveg úr takti. Mér finnst æ fleiri kjósa að eignast börn seinna á lífsleiðinni,“ segir hún. Var orðin þreytt á stórborginni Þrátt fyrir að Arna sjái ekki fyrir sér að búa á Íslandi í framtíðinni leggur hún mikið upp úr tengslunum heim. „Við vorum heima síðastliðna tvo vetur. Það var jákvætt. Victoria náði íslenskunni, sem hún var búin að tapa. Nú er hún tví- tyngd og ég stefni á að senda hana heim til afa og ömmu reglulega svo hún haldi tengslunum. Það er mikið atriði.“ Arna hafði búið í höfuðborg Spánar, Madríd, til margra ára þegar hún ákvað að söðla um. „Ég var orðin þreytt á stórborginni. Ég er sjálf utan af landi, er frá Grundarfirði, og mikil sveitakona í mér. Ég fór ung þaðan og var búin að þvælast svolítið um heiminn. Eftir nokk- urra ára búsetu í Danmörku og Austur- ríki flutti ég suður á bóginn. Mér þótti því alveg eðlileg þróun að færa mig enn frekar suðureftir, enda mikil flökkukind að eðlisfari.“ Arna hefur komið sér fyrir í litlum bæ í Cádiz-héraði í Andalúsíu á Spáni. Hún rekur spænsku-skóla, Al Andalus, sem sérsníðir námskeiðin eftir þörfum nem- enda. Þar er meðal annars hægt að sam- eina spænskukennslu og dans, spænsku og matreiðslu, spænsku og brimbretta- svif; allt eftir áhugasviði hvers og eins. Rólegheit er orðið sem lýsir flestum mánuðunum í litla, sextán þúsund manna bænum Tarifa, sem er á syðsti oddi meginlands Evrópu. Nú horfir hún yfir til Afríku á hverjum morgni, enda aðeins fjórtán kílómetrar að álfunni. Litli bærinn fyllist af lífi á sumrin og fá þá færri notið en vilja. Með útsýni yfir til Afríku „Ég var búin að suða mikið í sambýlis- manni mínum um að flytja til suður- strandar Spánar, en ég vildi ekki búa í einum af þessum „týpísku“ ferðamanna- bæjum. Ég hafði gengið lengi með hug- myndina um að reka spænskuskóla í maganum og mig langaði að bjóða uppá eitthvað nýtt, eitthvað sérstakt. Hann lét til leiðast að leigja hús í nágrenni Tarifa sumarið 2007 – svona til að halda frið- inn, enda taldi hann sig öruggan um að ég myndi falla frá þessari hugmynd eftir sumarið,“ segir Arna þar sem hún situr við skrifborðið í skólanum sem hún Alfarin frá Íslandi – og færist fjær „Ég kann orðið betur við mig á Spáni en á Íslandi,“ segir Arna Árnadóttir sem fór ung úr landi. Veðrið, rólegheitin og útiveran spilar þar stórt hlutverk. Hún útilokar ekki að færa sig enn sunnar með tímanum og jafnvel hafa annan fótinn í Suður-Ameríku, enda á hún mann frá Perú; hann Javier Varela. Arna segir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur frá lífi sínu og skólanum sem hún stofnaði á syðsta odda Spánar. Ég var orðin þreytt á stór- borginni. Ég er sjálf utan af landi, er frá Grundarfirði, og mikil sveita- kona í mér. Ég fór ung þaðan og var búin að þvælast svolítið um heiminn. Eftir nokkurra ára búsetu í Danmörku og Austurríki flutti ég suður á bóginn. Mér þótti því alveg eðlileg þróun að færa mig enn frekar suður- eftir, enda mikil flökkukind að eðlisfari.  Hópur á vegum Örnu.  Frá bænum Tarifa.  Af strönd við bæinn.  Í skoðunarferð um þennan bæ á syðsta odda Spánar. Ferðin er hluti af náminu í Al Andalus, spænskuskóla Örnu Árnadóttur. Sjá: www.alandalustarifa. com     24 viðtal Helgin 4.-6. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.