Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 32
Gott djobb? Óðum styttist í að fresturinn til að lýsa framboði til forsetakosninga en lengi er von á einum eða einni og nú síðast steig Andrea Jóhanna Ólafsdóttir hjá Hagsmunasamtökum heimilanna fram. Sérstaka athygli vakti að hún ætlar að sinna starfi forseta á lágmarkslaunum nái hún kjöri. Sigurður G. Tómasson Hvernig ætlar konan að fara að þessu? Ætlar hún að biðja Alþingi að setja lög um þetta? Forseti getur nefnilega ekki gert þetta, einn og sjálfur. Að mínu viti er þetta ómerkilegt lýðskrum og lofar ekki góðu. Sem betur fer eru engar líkur á að þessi frambjóðandi nái kjöri. Birgitta Jónsdóttir Gott mál - það er nauðsynlegt með ráðum og dáðum að vekja athygli á þeim málum sem Andrea hefur látið sig mestu varða. Hún er alvöru mann- eskja sem ég hef verið svo lánsöm að vinna með í sjálfboðaliðastarfi og veit hvað í henni býr:) Gunnar Smári Egilsson Nú er klukkan báðum sex og enn hefur enginn nýr boðið sig fram til forseta í dag. Varist persónudýrkun! Bréf sem Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarps- ins, sendi á starfsfólk sitt þar sem hann bað fólk að gæta þess að falla ekki í sömu gryfju og fólk á öðrum miðlum og láta ekki dýrkun og vináttu villa sér sýn í umfjöllun um forsetaframbjóðendur vakti takmarkaða lukku. Gaukur Úlfarsson Þetta er með ólíkindum! Nú þyrftu blaðamenn þessara miðla að bjalla í Óðinn og spyrja eftir- farandi spurninga; 1. Hvaða tegund af steik ertu Óðinn? 2. Geturu nefnt dæmi um þessa taumlausu hrifningu, húrrahrópum eða dýrkun á einum fram- bjóðanda umfram aðra? 3. Ertu hér að tala um þinn eigin miðil og hrifningu Egils á ÓRG og andúð hans á öðrum frambjóðanda? 4. Finnst þér að samskiptavefir eigi ekki að vera partur af kosningabaráttunni? 5. hvaða tegund af steik ertu Óðinn? Birgitta Jónsdóttir Hér tekst Óðni að segja það sem einhver í hans stöðu þurfti að segja án þess að nefna tiltekinn frambjóðanda á nafn. Vel gert! Tíu stig! Ingimar Karl Helgason Ég vil m.a. vita hverjir hinir einstöku fjölmiðlar eru. Er það ekki sjálfsmark þegar sama fréttastofa birtir margra mánaða gamlar kannanir sem nýja fréttir og lætur gerir fréttir úr augljósum kosningatrixum sitjandi forseta? Skottulækningar á skjánum Ríkissjónvarpið bauð á miðvikudagskvöld upp á mynd um óhefðbundnar lækningar, The Living Mat- rix: The Science of Healing, undir þeim formerkjum að um heimildarmynd væri að ræða. Kenningarnar í myndinni þykja margar býsna hæpnar ef ekki beinlínis hættulegar og RÚV fékk mínus i kladdann á Facebook. Illugi Jökulsson Ég hef ákveðið að hefja lækningar. Þarf einhver að láta lækna sig? Skrifið sjúkdóminn á miða, látið hann fjúka út í veður og vind og ég mun þá lækna ykkur seinni partinn á morgun. Andri Þór Sturluson Þáttur um óhefðbundnar lækningar á rúv. Fyrst sjáum við kraftaverk fjarheilunar en heilari náði að lækna dreng sem þurfti spelkur og nú getur hann gengið eins og drengur sem lítur út fyrir að þurfa spelkur. Góð Vika Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar Slæm Vika fyrir Ómar Stefánsson, umsjónarmann íþróttavalla í Kópavogi 541,3 metrar er hæð turnsins sem risinn er á lóðinni þar sem Tvíburaturnarnir hrundu til grunna í New York 11. sept- ember 2001. Kjötkögglar og mávager Ómar Stefánsson, umsjónarmaður með íþróttavöllum í Kópavogi, átti slæma viku. Kjötmjöl í kögglum var borið á íþróttavellina, bæði aðal- völl bæjarins í Kópavogsdal og völl HK í Fossvogsdal. Kjötkögglarnir löðuðu á sér mávager í hundraða- eða þúsundatali. Ónæði var mikið af gargandi fuglagerinu sem hélt vöku fyrir íbúum í nágrenni vallanna og hræddi börn. Kjötmjöl hefur áður verið borið á vellina í Kópavogi en þá í duftformi. Brugðist var við þessu ófremdar- ástandi með því að mylja kögglana, fara yfir vellina með sláttuvélum og bleyta þá. Þá voru vellirnir sandbornir og gasbyssa notuð til þess að fæla fuglana burt. Það vill Ómari til happs að enn eru tvö ár í kosningar en hann er bæjarfulltrúi og leiðtogi Framsóknarflokksins í Kópavogi. Hann mun því væntanlega vanda sig betur næsta vor, svo ekki sé talað um kosningavorið 2014. Hann má þó eiga það að hann baðst auðmjúklega afsökunar á ástandinu og lofaði að gera þetta ekki aftur. 8 Vikan í tölum HeituStu kolin á Íslendingar taka þátt í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu í handbolta. Hjá Kiel er Alfreð Gíslason þjálfari og Aron Pálmarsson leikmaður. Dagur Sigurðsson stýrir Füsche Berlin en Alexander Petterson leikur með liðinu – í danska liðinu AG spila þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson. Atletico frá Spáni er eina liðið sem er Íslendingalaust. Þrjár þyrlur og Þór Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, átti góða viku. Hann endurheimti bæði þyrlu og Þór úr viðgerð og er nú með fullan flota til taks; þrjár þyrlur og eitt varðskip. Þyrlan TF-LIF kom til landsins 1. maí eftir að hafa verið í skoðun í Noregi frá miðjum janúar. TF-GNA og TF-SYN fylgdu TF-LIF í lágflugi inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Varðskipið Þór er á heimleið frá Björgvin í Noregi þar sem það hefur verið í viðgerð síðan í febrúar. Skipta þurfti um aðra aðalvél skipsins vegna titrings sem fram kom í henni. Viðgerð er lokið og í prufusiglingu um síðustu helgi mældist enginn óeðlilegur titringur og því ekkert að vanbúnaði við að leggja á haf út heim á leið. Samið um rekstur Herjólfs Vegagerðin hefur samið við Eimskip um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs 2012 – 2014. Styrkur Vegagerðarinnar verður 681 milljón á ári. Ætla að klára stóru málin Ríkisstjórnin ætlar að klára öll stóru málin sem nú liggja fyrir þinginu, um annað verður ekki samið, segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins segir óraunhæft að það takist. Fjármálastjóri fékk betri vaxtakjör Fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, Guðrún Pálsdóttir, fékk í tíð sinni sem fjármálastjóri vaxtalaus lán fyrir gatnagerðargjöldum og hagstæðari vaxtakjör en öðrum stóð til boða vegna kaupa á einbýlishúsalóð. Bjargaðist undan Látrabjargi Sjómaður bjargaðist þegar bátur hans sökk við Látrabjarg á þriðjudagskvöld. Hann var orðinn kaldur og þrekaður þegar honum var bjargað af sjómanni á öðrum báti. Athugasemdir vegna matvælaöryggis ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gerir athuga- semdir við matvælaöryggi á Íslandi og telur að annmarkar séu á eftirliti með kjöt- og mjólkurvörum. 13 falt var matsverð Glitnis á fjórðungs hlut í Aurum Holding árið 2008 miðað við mat Gylfa Magnússonar og Bjarna Frímanns Karls- sonar. Glitnir lánaði sex milljarða en miðgildi mats Gylfa og Bjarna hljóðaði upp á 464,5 milljónir. Bankinn hefur höfðað sex milljarða skaðabótamál, meðal annars á hendur Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni. 900 milljónir eru meðallaun leik- manna enska úrvalsdeildar- liðsins Manchester City. Aðeins spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid greiða leikmönnum sínum hærri meðallaun. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, lyfti meistarabikar KSÍ á loft á þriðjudaginn eftir sigur KR á FH, 2-0. Þetta er annar titill KR á nokkrum dögum og ágætis veganesti fyrir tímabilið sem hefst um helgina. Þar hefur KR tvo titla að verja eftir að hafa unnið bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina í fyrra. Ljósmynd/Hari Sex hundruð bátar á strand- veiðum Strandveiðar eru hafnar og héldu um 600 bátar til veiða. Næstu fjóra mánuði er heim- ilt að veiða á handfæri allt að 8.600 tonn af óslægðum botnfiski. Trillukarl segir að þetta sé hálfgerð keppni þar sem mönnum sé att út á sjó í öllum veðrum. Skákmunirnir best geymdir á Ís- landi Skáksamband Íslands telur að munir úr skákeinvígi aldarinnar séu best geymdir á Íslandi. Sambandið harmar að til standi að selja taflborð sem notað var í einvíginu úr landi. Búsáhaldabylting um heim allan Hörður Torfason hefur ferðast um heiminn síðan búsáhaldabyltingunni lauk til að segja frá henni og hvers vegna hún bar árangur. Tólfta maí verða alheimsmótmæli. Minkur innan borgarmarka Meindýraeyðir Reykjavíkur segir að hátt í sjötíu minkar séu veiddir innan borgar- markanna á hverju ári. Þeir hafist við all- staðar þar sem er sjór eða vatn og eigi bæli í fjörunni í kringum Reykjavík. www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Sumarið er komið! Frábærir ferðafélagar í sumar Loksin s fáanLe gar aftur ! 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 32 fréttir vikunnar Helgin 4.-6. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.