Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 50
42 bækur Helgin 4.-6. maí 2012  RitdómuR HetjuR og HugaRvíl Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmars- dóttur skella sér beint á toppinn á metsölulista Eymundsson fyrir síðustu viku. Bókin ku vera full af uppskriftum fyrir þá sem vilja hollari mat og bættari lífstíl. HeilsuRéttiR í efsta sæti  RitdómuR ómunatíð – saga um geðveiki ó munatíð Styrmis Gunnarssonar kom út í kilju fyrir stuttu, önnur útgáfa bókar hans sem vakti nokkra athygli á liðnu hausti, uppfærð í nokkrum efnisatriðum eins og hann rekur í formála útgáfunnar. Saga um geð- veiki er undirtitill verksins. Styrmir veltir nokkuð fyrir sér nafngiftum andlegra kvilla eins og geðsjúkdómar eru stundum kallaðir, vegur og metur heiti eins og geð- veiki og geðraskanir sem hafa verið að sækja á hin síðari ár um marga þá kvilla sem upp koma í mannlegu samfélagi og hafa lengi verið bannhelgir: Þunglyndið, manían, áráttuhegðun, mikilllæti og oflæti. Þegar gáð er í skjóðu kynslóðanna hrannast þau upp orðin sem lýsa því þá maðurinn fer af standinum, verður gal- inn, brjálaður, bringsmalarskottan, tungl- sýkin; heitin eru mörg og óljós þótt við vitum öll hvað þau merkja, vitum minna hvað þau þýða fyrr en veikindin banka uppá. Nákomnir og fjarskyldir bregða frá sinni venjubundnu hegðun og sjúkleiki gerir vart við sig. Varla er sú fjölskylda, sú stétt til í landinu sem ekki þekkir ein- hver merki um einhvern þeirra ótölulegu geðsjúkdóma sem hrella okkur heilbrigð og leggja líf í rúst þegar veikindin verða váleg, skaðleg og lífshættuleg. Þekking okkar á geðsjúkdómum er takmörkuð, ríkari erum við af grillum og fordómum um þá sjúklinga sem heyja stríð sitt við veikindin. Raunar nærist söguhefð nútímans á sjúklegri áráttu um að gera hinn veika torkennilegan, ala á ótta gegn veikindum af þessu tagi, einkum í heimi kvikmyndaframleiðsl- unnar og smitar þaðan áfram í fyrir- litlegri afskræmingu þeirra sem berjast fyrir tilveru sinni. Sagan sem Styrmir skráði eftir langa reynslu af veikindum nákominna er enda sögð til að leiða lesendum, og öllum þeim sem þeir eiga samskipti við, fyrir sjónir nokkrar stað- reyndir um sögu geðlækninga, sögu eins tilviks með beinum gögnum úr langri meðferð, jafnframt því sem hann greinir frá áhrifum sjúkdómsins á fjölskyldulíf, félagslíf, uppeldi barna og þroska þeirra. Bókin er ekki stór í sniðum, hreinskilni sögumanns er aðdáunarverð, hann er að vanda greinargóður í riti og á hann og þau Sigrún aðdáun skilið fyrir verkið, eins og Hulda dóttir þeirra en eftir hana er birt stutt erindi um æsku barns sem á sjúka móður. Hvernig stendur á því að við eigum ekki sama skilning á stöðu sjúklings sem bugast vegna geðrænna einkenna og til dæmis þeirra sem verða áfengis- sýki að bráð, búa við stöðuga stoðverki, veikjast af krabba? Málsvarar hinna veiku heyrast, en samfélagið hefur ekki sama umburðarlyndi, skylda ábyrgð og sýnd er hinum sem veikjast í beinum, vefjum eða innyflum. Læknavísindin hafa um langan aldur haft ríka tilhneigingu til að hrósa sér fyrir þekkingu og færni. Við teljum hvert öðru trú um að heilbrigðiskerfi okk- ar sé einstakt, samábyrgð og mannúð sé okkur kappsmál. Sannleikurinn er aftur sá að þótt þekking okkar hafi aukist og ýmis ráð til lækninga erum við samt fjarri því að þekkja hina undursamlegu vél sem maðurinn er – og minnst þekkjum við hugarfylgsnin og þá vanstillu sem hleypir huganum villur vega. Sjúkdómssagan sem Styrmir rekur leiðir það vel í ljós: Hvernig geðlækningar hafa tekið nokkur stökk en eiga samt langa leið í að skilgreina hvað fer úr bönd- unum og hvernig má lækna hina sjúku. Því veitir okkur ekki af að eiga vegvísi sem þennan og fari hann fyrir sem flestra augu svo bregða megi örlítilli birtu í myrkur fordóma og vanþekkingar sem umlykur þá sem stríða við geðveiki. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Farinn af standinum  Hetjur og hugarvíl Óttar Guðmundsson Geðsjúk dómar og geðraskanir í Íslendingasögum JPV útgáfa, 239 síður, 2012. Áfram streyma nýjar útgáfur á markaðinn í kiljubandi fyrir sumarlesturinn: Aflegg jarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttur er metsölubók á Spáni og í Frakklandi og er nú loksins fáanleg í nýrri kiljuútgáfu. Þá lofar Bjartur að fyrri bæk- ur Auðar, skáldsögurnar Rigning í nóvember og Upphækkuð jörð séu væntanlegar. Ný þýðing er komin út í Neon-röðinni frá Bjarti: Allt er ást eftir Kristian Lundberg – verðlaunabók frá Svíþjóð. Önnur skáldsaga sænsk birtist á markaði fyrir skömmu: Krossgötur eftir Lizu Marklund í þýðingu Önnu R. Ingólfsdóttur: Níunda bók Marklund um blaðakonuna Anniku Bengtzon og eru þær nú allar komnar út á ís- lensku. Þrjú ár eru síðan síðasta bókin um Anniku, Þar sem sólin skín, kom út en í millitíðinni skrifaði Marklund bókina Póstkorta- morðin með James Patterson. Það er því nóg að lesa. Allskyns bókmenntir í kiljum Um þessar mundir eru 20 ár síðan barnasagan Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson kom út og er bókin af því tilefni gefin út í nýrri og glæsilegri útgáfu af forlaginu Veröld. Sagan um Benjamín dúfu og vini hans er ein vinsælasta barnabók síðari tíma og hefur skilið eftir sig djúp spor hjá nokkrum kynslóðum íslenskra lesenda. Í bókinni segir frá viðburðaríku sumri í lífi fjögurra vina. Þeir stofna reglu Rauða drekans og Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir stafni í baráttu sinni gegn ranglæti. Lífið virðist óslitið ævintýri en það koma brestir í vináttuna og kaldur raunveruleikinn ryðst inn í líf þeirra. Bókin hefur komið út á fjölda tungumála og hlotið afar lofsamlega dóma. Gerð var kvikmynd eftir sögunni sem sýnd hefur verið víða um lönd og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Benjamín dúfa snýr aftur Óttar Guðmundsson læknir sendi frá sér fyrir stuttu snotra bók um persónur í öllum helstu ís- lendingasögum sem hann kallar Hetjur og hugar- víl. Hann fer í verki sínu hratt yfir sögu í helstu bókmenntaverkum fjórtándu og fimmtándu aldar, rekur efni sagnanna í kjarnyrtum og ljósum úr- drætti og gerir síðan grein fyrir hvaða einkenni samkvæmt skilgreiningum nútíma geðlæknisfræði má finna hjá þekktum sögupersónum; bregður jafnvel á það ráð að semja innskotskafla inn í verk- ið þar sem leiddar eru saman persónur á borð við Skarphéðinn Njálsson, Guðrúnu Ósvífursdóttur og Egil Skallagrímsson og nútímalegur meðferðar- fulltrúi höfundar. Hugmyndin er snjöll og vel útfærð. Höfundurinn er vel máli farinn, skáldsögurnar gömlu hlutaðar í sundur frá sjónarhóli okkar daga af mikilli rýni og skarpleika, Óttar er naskur og hvergi er komið að tómum kofanum hjá honum í þessari afbyggingu hinna fornu rita. Tekið var eftir því á þessu heimili að ungur maður með verkefni í Gísla sögu fór á kaf í bókina og hafði gaman að, það bættist við lestur hans, sjónarhorn opnaðist á sögu sem hann hafði ekki greint fram að því. Rit Óttars er skemmtilegt að því leytinu að það er hraðsoðið og dvelur ekki við langar úttektir, heldur gefur snöggt yfirlit og er fyrir bragðið hratt byggt undir sjúkdómsgreiningar. Væntanlega mun það sæta einhverjum deilum, örugglega vekja um- ræður og auka áhuga á hinum fornu sögum. Sem ætti að gleðja Óttar. En fyrst og síðast draga greiningartilraunir hans það enn frekar fram í dagsljósið hversu djúpar og merkilegar bókmenntir hin fornu rit eru og hversu verðmætar þær eru okkur eylendingum sem enn getum lesið þessa texta okkur til skemmtunar og ábata. Og um leið dregur verkið í ljós að vandi mannsins hefur ekki mikið breyst frá því sögurnar voru settar saman, hugurinn er sama verkfærið þótt tæknin hafi tekið stakkaskiptum. Spár Ótt- ars um hvar væri að finna Hávar eða Hreiðar eru fyndnar en munu líklega úreldast hratt, jafnvel spágáfa hans um gagnrýnendatýpuna og skáldkon- una sem er forstjóri Norræna hússins. Bókarinnar munu því bíða þau örlög að hún verður skemmtileg stikla inn í hinn heillandi heim sagnanna. Nú er bara að biðja um meira og láta Óttarinn takast á við Sturlungu. -pbb Galið lið í gömlum bókum  ómunatíð – saga um geðveiki. Styrmir Gunnarsson Veröld, 216 síður, 2. útg., 2012. Hug- myndin er snjöll og vel útfærð. Liza Marklund. Friðrik Erlingsson. Styrmir Gunnarsson. ... hreinskilni sögumanns er aðdáunarverð, hann er að vanda greinargóður í riti ...Á L F A S A L A N 2 0 1 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.