Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 66
H arold Pinter er snúinn höfundur. Sem er eiginlega málið. Einn vinur minn sem kom út af frumsýningu Þjóð-leikhússins á Afmælisveislunni fyrir
viku, sagðist hvorki skilja upp né niður þrátt
fyrir einlæga viðleitni. Ég reyndi að útskýra að
það væri nú einmitt það sem þetta gengi útá. En
beit mig í tunguna – útskýringar fela í sér mót-
sögn. Menn verða ægilega gáfulegir á svipinn
þegar þeir tala um Pinter, en um leið ótrúlega
heimskulegir. Leikrit Pinters eru sprottin úr
absúrdismanum, níhilisma, Sísifosi Camusar,
(Sigurður Pálsson sá J.P. Sartre bregða fyrir
á götu í París og hefur ekki jafnað sig enn) og
Laxness okkar gerði sitt besta með Dúfnaveisl-
unni.
Hin snúna orðræða
Hvað er þá eiginlega um þetta að að segja? Að-
dragandi uppfærslunnar skiptir máli. Baltasar
Kormákur hefur átt sér þann draum lengi að
setja upp Pinter. Og, af því að hann stendur á
hátindi ferils síns má hann það – alveg endilega.
Ef ég væri í hans sporum hefði ég nýtt tækifærið
og fengið Braga Ólafsson til að þýða Einskis
manns land, því ef ég man rétt er Afmælisveisl-
an einhvers staðar til í þýðingu. En, eins öfug-
snúið og það nú er, greip velgengnin Baltasar og
hafði af honum Pinter, sem hann var þó byrjaður
að æfa ásamt hópnum. Við kyndlinum tók önnur
stjarna íslensks leikhúss, Guðjón Pedersen, og
um hríð voru þeir báðir skráðir sem leikstjórar
uppfærslunnar. Guðjón hefur gert vel í að kynna
íslenskum leikhúsgestum þýskan expressíón-
isma og dansleikhús – snjalla kóreógrafíu og
hið sjónræna. Synd og skömm að hann hafi ekki
haldið því merka starfi sínu áfram.
Rétt er að halda því til haga að Bragi gerir vel í
þýðingu sinni á þessu fyrsta verki Pinters í fullri
lengd. (Ágætt leikrit Braga, Hænuungarnir,
bera dám af Pinter, og Bragi segir frá því í leik-
skrá að hann hafi lengi haft Pinter í hávegum.)
Ekki er hlaupið að því að þýða Pinter, meistara
þess sem býr að baki orðunum: Persónur tala í
kross og ef samræður villast þangað að persón-
urnar tali á sama plani virðast þær meina eitt-
hvað annað en þær segja. Um það vitna hinar
frægu þagnir Pinters, þrípunkturinn sem höf-
undur skráir vandlega í handrit sín; persónurnar
eru að þreifa fyrir sér, eru ekki samkvæmar
sjálfum sér, við vitum ekki hvaðan þær koma
eða hvert þær eru að fara. Þess vegna er Pinter
sérstaklega viðkvæmur fyrir því ef þeir sem
sviðsetja verk hans freistast til að bæta sinni
merkingu, sínum skilningi við. Þetta er freisting
sem erfitt er að verjast.
Hið nauðsynlega jafnvægi
Ég hef séð nokkrar uppfærslur á verkum Pin-
ters. Hann notar orðaleiki í texta sínum. Hlátur
er þakklátt fyrirbæri þess sem stendur á sviði
og þetta hefur það verið mjólkað. En, þá er allt
ónýtt. Orðaleikirnir þjóna ekki bara því hlut-
verki að kreista fram hlátur meðal áhorfenda
heldur benda þeir á margræðni sem þjarmar
að merkingu orða. Jafnvægi ógnar og húmors
(sem er eina leiðin til að lifa af í Guðlausum
heimi samkvæmt Beckett) glatast. Þetta er
kaldranalegt grín. Þannig að ég skil í og með
Leikdómur AfmæLisveisLAn í ÞjóðLeikHúsinu
Orðaleik-
irnir þjóna
ekki bara
því hlut-
verki að
kreista
fram
hlátur
meðal
áhorfenda
heldur
benda þeir
á marg-
ræðni sem
þjarmar
að merk-
ingu orða.
Hver á sinn Pinter
að Guðjón hafi freistast til að stemma stigu við því og
sleppt Birni Thors í að vera nánast eins og Doberm-
anhundur (McCann verandi írskur?!) en það kemur
niður á vitsmunalegri togstreitu hans við gyðinginn
Goldberg Eggerts Þorleifssonar, eða Sæmí, Benní eða
hvað við eigum að kalla hann? Þar með riðlast þetta
jafnvægi sem mér finnst vera lykillinn að Pinter; en
hver verður að eiga sinn Pinter. Og til að stemma stigu
við gelti „Dobermanhundsins“ var Ingvari E. Sigurðs-
syni fremur þröngur stakkur sniðinn með Stanley og
snúna baráttu hans við tvímenningana. Þetta er lögn –
og synd og skömm því oft brá fyrir glimrandi samleik
Björns Thors og Eggerts sem er flottur Goldberg; þó
kómíker sé mjólkaði hann ekki brandara eins og þar
stendur, heldur spilaði meira inná hættuna. En, af því
að svo mikið er lagt uppúr líkamlegum styrk McCanns
verður það til dæmis ósannfærandi þegar Goldberg
snýr hann niður.
Leiftrandi senur
Stíliseringar í leikmynd, að veggfóðra í hólf og gólf
kassa á sviði, vísa í þau frægu orð Pinters, þegar reynt
var að pína hann til að skilgreina verk sín, með að
það væri maður inni í herbergi, og svo kemur annar
maður inn og þá fer eitthvað að gerast, en ... eiginlega
ekki umfram það. Það er engin tilviljun að verk eftir
Magritte völdust á forsíður heildarsafns útgáfu verka
Pinters sem Penguin gaf út. Það getur reynst varsamt
að þröngva tiltekinni túlkun eða negla sínar meiningar
inn í ofurraunsæið. Guðjón og Gretar Reynisson eru
ekki fyrstir til að verða hált á því svellinu og ábyggi-
lega ekki þeir síðustu. Ástæða er til að hrósa þeim
Ólafi Ágústi og Helgu I. yfir lýsingu og búninga.
Þórunn Anna fór vel með sitt hlutverk og unun er að
sjá Kristbjörgu Kjeld og Erling Gíslason í sínum hlut-
verkum. Sena Kristbjargar og Ingvars, þegar Stanley
fer að kvelja Meg með sögunni um bílinn og hjólbör-
urnar, er frábær. Umkomuleysi Petey’s, stólavarðarins
sem er sér meðvitaður um að ekki sé allt með felldu,
öfugt við hina grunlausu Meg, en getur lítið gert í því,
er nokkuð sem Erlingur kemur einstaklega vel yfir.
Reyndar eru fjölmargar leiftrandi senur í þessari upp-
færslu þrátt fyrir áðurnefnda meinbugi.
Sem sagt, ekki er hægt að mæla með því við nokk-
urn mann að láta sjálfa Afmælisveislu Pinters fram hjá
sér fara og ástæða til að hrósa Þjóðleikhúsinu sérstak-
lega fyrir glæsilegt leikár; að ljúka því með frumsýn-
ingu á verki eftir Pinter, sem er tvímælalaust einhvert
áhrifamesta og snjallasta leikskáld leikbókmenntanna,
er ekki dónalegt og fyrir það má þakka.
jakob Bjarnar Grétarsson
Niðurstaða: Veruleikans köldu ró skortir, leikstjórinn
stenst ekki freistingar og fellur í fáeinar gildrur. En,
leikhópurinn er skotheldur og Pinter ... maður lifandi,
mættu í Kassann og sjáðu hvað þér finnst.
Afmælisveislan
Eftir: Harold Pinter
Leikstjórn: Guðjón Pedersen
Leikmynd: Gretar Reynisson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson
Aðstoðarleikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson
Þýðing: Bragi Ólafsson
Þjóðleikhúsið
Miðasala í Síma 565 5900 og á midi.is
„Ég mæli eindregið með þessari sýningu“
Dr. Gunni - Fréttatíminn
„Besta sýningin á stórhöfuðborgarsvæðinu“
Jón Viðar Jónsson - DV
„Ævintýrin gerast enn“
Elísabet Brekkan- Fréttablaðið
Sunnudaginn
6. maí kl 17.00
Laugardaginn
12. maí kl 14.00
Laugardaginn
19. maí kl 14.00
Síðustu
sýningar
58 menning Helgin 4.-6. maí 2012