Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 8
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Krókhálsi 11 · Sími 590 2160 · askja.is/notadir-bilar Opið kl.10-18 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -0 9 1 3 Verð 5.200.000 kr. Gæða- bíll Mercedes Benz SLK 200 Tveggja manna, árgerð 2006, sjálfskiptur, ekinn 40.000 km. Hraðanæmt stýri, minnispakki fyrir sæti, stýri og útispegla, regnskynjari, 5 þrepa sjálfskipting, sportfjöðrun, hljóm- flutningstæki með geislaspilara og 6 hátölurum, hreinsi- búnaður á framljósum, Bi-Xenon aðalljós, beygjuljós, hiti í framsætum, 17" álfelgur og margt fleira. Hjálpuðu stúlkum meðan strákarnir áttu í vanda Fimmtán af hundraði stráka í 5. til 7. bekk finnst verk- efnin sem þeim er gert að leysa í skólanum aldrei skemmtileg. Öðrum 14 prósentum finnst það nánast aldrei og átján til viðbótar sjaldan. Um helmingur drengja í þeim bekkjum grunnskólanna leiðast því verk- efnin. Stúlkum var hjálpað þó drengirnir eigi í vanda, segir sálfræðingur í Háskólanum í Reykjavík. Nú sé svo komið að konur séu í miklum meirihluta háskólanema. 47% Nærri 47 af hverjum 100 strákum þykir aldrei, næstum aldrei eða sjaldan gaman að verkefnum sínum í skólum.   Aldrei   Nánast aldrei   Sjaldan   Stundum   Oft/aldrei Skólaverkefni eru skemmtileg 3,5 % 7,6 % 12,2 % 41,6 % 35 % 14,8 % 14,1 % 17,7 % 32,7 % 20,8 % Strákar Stelpur Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is N ærri þrjátíu af hverj-um hundrað grunn-skóladrengja í 5. til 7. bekk þykir næstum aldrei eða aldrei gaman að þeim verkefnum sem þeir leysa í skól- anum. Öðrum átján prósentum finnst sjaldan gaman að leysa viðfangsefni sín. Þetta er nærri helmingur allra drengja í þess- um bekkjum (46,6 prósent). Á móti eru 22 af hverjum hundrað stúlkum í sömu sporum. Drengirnir upplifa einnig síður að kennarar hæli þeim og segja sautján af hverjum hundr- að að þeim sé nánast aldrei eða aldrei hælt. Þetta á við um tíu stúlkur af hverjum hundrað. Þessi er niðurstaða Rannsókn- ar og greiningar sem verður birt í nýrri vísindagrein þeirra Ás- laugar Pálsdóttur lýðheilsufræð- ings, Bryndísar Bjarkar Ásgeirs- dóttur, lektors í sálfræði og Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessors á sálfræðisviði; þær síðarnefndu við Háskólann í Reykjavík. Greinin verður birt í norrænu lýðheilsutímariti: Scandinavian Journal of Public Health. Niður- staðan er byggð á rúmlega ellefu þúsund svörum íslenskra barna. „Rannsóknarniðurstöður hafa sýnt þetta lengi en nú eru skóla- stjórnendur orðnir meðvitaðari en áður. Það er ekki langt síðan að unnið var að því að breyta skólakerfinu til að hjálpa stelpum á meðan niðurstöður rannsókna sýndu vanda stráka, en fólk var ekki að horfa til þess,“ segir Bryndís Björk. „Við vitum að þessi kynja- munur helst upp úr 10. bekk og í framhaldsskólum sjáum við meira brottfall stráka. Konur eru einnig að verða í miklum meirihluta háskólanema. Við sjáum því hraðar breytingar, sem virðast byrja mjög snemma á menntaveginum.“ Strákar eru einnig líklegri en stelpur til að segja að þeim líði „Helsta markmiðið er að öllum börnum liði vel í skólum og finni sér nám við hæfi,“ segir Katrín Jak- obsdóttir, menntamálaráðherra. „Við höfum nýtt þessar niður- stöður Rannsókna og greiningar. Við höfum verið að sjá mun milli kynja í fleiri könnunum og núna síðast í könnun borgarinnar á læsi. Við höfum brugðist við þessu í nýju aðalnámskránni þar sem við horf- um til þess hvað kynin eru ólík og nauðsyn þess að koma til móts við þau á ólíkum forsendum og stuðla að jafnrétti þeirra á báða vegu.“ Katrín segir spennandi að skoða hvernig nýta megi rafræna miðlunarvegi, svo sem spjaldtölv- ur, til að höfða betur til drengj- anna, því rannsóknir hafi sýnt að slíkt höfði frekar til þeirra. Þær sýni einnig að drengjum og stúlk- um sé hælt á ólíkan hátt. „Stúlkum er oftar hrósað fyrir dugnað og fyrir vera þægar. En strákum fyrir það til dæmis að vera skemmti- legir.“ Hólið geti haft áhrif á upp- lifun þeirra og hegðun þegar þau standi á eigin fótum. Um þetta þarf fólk að vera meðvitað. „Og ekki má gleyma að skólastarfið er í eilífri þróun.“ - gag Markmiðið að nám sé við hæfi allra Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra. Framhald á næstu opnu 8 fréttaskýring Helgin 4.-6. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.