Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 8
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Krókhálsi 11 · Sími 590 2160 · askja.is/notadir-bilar Opið kl.10-18
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2
-0
9
1
3
Verð 5.200.000 kr.
Gæða-
bíll
Mercedes Benz SLK 200
Tveggja manna, árgerð 2006,
sjálfskiptur, ekinn 40.000 km.
Hraðanæmt stýri, minnispakki fyrir sæti, stýri og útispegla,
regnskynjari, 5 þrepa sjálfskipting, sportfjöðrun, hljóm-
flutningstæki með geislaspilara og 6 hátölurum, hreinsi-
búnaður á framljósum, Bi-Xenon aðalljós, beygjuljós, hiti
í framsætum, 17" álfelgur og margt fleira.
Hjálpuðu
stúlkum
meðan
strákarnir
áttu í vanda
Fimmtán af hundraði stráka í 5. til 7. bekk finnst verk-
efnin sem þeim er gert að leysa í skólanum aldrei
skemmtileg. Öðrum 14 prósentum finnst það nánast
aldrei og átján til viðbótar sjaldan. Um helmingur
drengja í þeim bekkjum grunnskólanna leiðast því verk-
efnin. Stúlkum var hjálpað þó drengirnir eigi í vanda,
segir sálfræðingur í Háskólanum í Reykjavík. Nú sé svo
komið að konur séu í miklum meirihluta háskólanema.
47%
Nærri 47 af hverjum 100 strákum
þykir aldrei, næstum aldrei eða sjaldan
gaman að verkefnum sínum í skólum.
Aldrei Nánast aldrei Sjaldan Stundum Oft/aldrei
Skólaverkefni eru skemmtileg
3,5 %
7,6 %
12,2 %
41,6 %
35 %
14,8 %
14,1 %
17,7 %
32,7 %
20,8 %
Strákar Stelpur
Gunnhildur
Arna
Gunnarsdóttir
gag@
frettatiminn.is
N ærri þrjátíu af hverj-um hundrað grunn-skóladrengja í 5. til 7. bekk þykir næstum
aldrei eða aldrei gaman að þeim
verkefnum sem þeir leysa í skól-
anum. Öðrum átján prósentum
finnst sjaldan gaman að leysa
viðfangsefni sín. Þetta er nærri
helmingur allra drengja í þess-
um bekkjum (46,6 prósent). Á
móti eru 22 af hverjum hundrað
stúlkum í sömu sporum.
Drengirnir upplifa einnig
síður að kennarar hæli þeim og
segja sautján af hverjum hundr-
að að þeim sé nánast aldrei eða
aldrei hælt. Þetta á við um tíu
stúlkur af hverjum hundrað.
Þessi er niðurstaða Rannsókn-
ar og greiningar sem verður birt
í nýrri vísindagrein þeirra Ás-
laugar Pálsdóttur lýðheilsufræð-
ings, Bryndísar Bjarkar Ásgeirs-
dóttur, lektors í sálfræði og Ingu
Dóru Sigfúsdóttur, prófessors á
sálfræðisviði; þær síðarnefndu
við Háskólann í Reykjavík.
Greinin verður birt í norrænu
lýðheilsutímariti: Scandinavian
Journal of Public Health. Niður-
staðan er byggð á rúmlega ellefu
þúsund svörum íslenskra barna.
„Rannsóknarniðurstöður hafa
sýnt þetta lengi en nú eru skóla-
stjórnendur orðnir meðvitaðari
en áður. Það er ekki langt síðan
að unnið var að því að breyta
skólakerfinu til að hjálpa stelpum
á meðan niðurstöður rannsókna
sýndu vanda stráka, en fólk var
ekki að horfa til þess,“ segir
Bryndís Björk.
„Við vitum að þessi kynja-
munur helst upp úr 10. bekk og
í framhaldsskólum sjáum við
meira brottfall stráka. Konur
eru einnig að verða í miklum
meirihluta háskólanema. Við
sjáum því hraðar breytingar,
sem virðast byrja mjög snemma
á menntaveginum.“
Strákar eru einnig líklegri en
stelpur til að segja að þeim líði
„Helsta markmiðið er að öllum
börnum liði vel í skólum og finni
sér nám við hæfi,“ segir Katrín Jak-
obsdóttir, menntamálaráðherra.
„Við höfum nýtt þessar niður-
stöður Rannsókna og greiningar.
Við höfum verið að sjá mun milli
kynja í fleiri könnunum og núna
síðast í könnun borgarinnar á læsi.
Við höfum brugðist við þessu í nýju
aðalnámskránni þar sem við horf-
um til þess hvað kynin eru ólík og
nauðsyn þess að koma til móts við
þau á ólíkum forsendum og stuðla
að jafnrétti þeirra á báða vegu.“
Katrín segir spennandi að
skoða hvernig nýta megi rafræna
miðlunarvegi, svo sem spjaldtölv-
ur, til að höfða betur til drengj-
anna, því rannsóknir hafi sýnt að
slíkt höfði frekar til þeirra. Þær
sýni einnig að drengjum og stúlk-
um sé hælt á ólíkan hátt. „Stúlkum
er oftar hrósað fyrir dugnað og
fyrir vera þægar. En strákum fyrir
það til dæmis að vera skemmti-
legir.“ Hólið geti haft áhrif á upp-
lifun þeirra og hegðun þegar þau
standi á eigin fótum. Um þetta þarf
fólk að vera meðvitað. „Og ekki má
gleyma að skólastarfið er í eilífri
þróun.“ - gag
Markmiðið að nám
sé við hæfi allra
Katrín
Jakobsdóttir
menntamála-
ráðherra.
Framhald á
næstu opnu
8 fréttaskýring Helgin 4.-6. maí 2012