Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 18
PI PA R\ TB W A · SÍ A · 11 21 74 b m va ll a .is Hágæða hráefni fyrir íslenskar aðstæður Í múrversluninni hjá BM Vallá geturðu gengið að fyrsta flokks vöru og þjónustu fyrir allt múrverk ásamt hágæðaflotefni sem hentar bæði til nýbyggingar sem og í endurflotun. Einnig býður BM Vallá uppá StoCrete flotefni. BM Vallá hefur um árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og gegnt forystuhlutverki í framleiðslu fyrir íslenskan byggingarvörumarkað. Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is BM Vallá ehf. Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Góður múr er grundvallaratriði Ó hætt er að segja að líf Jóhanns Páls hafi snúist um bækur þessi sextíu ár og eins og hann segir sjálfur þá fæddist hann inn í bókabransann. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun hans þá kom Jóhann Páll á fullt inni í Iðunni fljótlega að loknu stúdentsprófi.  „Ég byrjaði reyndar í bókmenntum í Háskólanum en á sama tíma hætti lykilstarfsmaður á Iðunni þannig að ég hætti í náminu og fór bara í fullt starf þarna strax. Það gerði mér kannski dálítið erfitt fyr- ir að hafa fæðst inn í bókaútgáfu vegna þess var ég mjög upptekinn af því sem aðrir væru að hugsa. Að fólki þætti ég ekki eiga neitt andskotans erindi í bókaútgáfu. Að ég kynni ekkert og vissi ekkert og væri þarna bara af því að ég væri pabbastrákur. Þessar vanga- veltur um hvað annað fólk væri að hugsa trufluðu mig mjög lengi og þetta er eitthvað sem ég reyni mjög að forðast í dag, varðandi alla skapaða hluti, að vera ekki að velta fyrir mér hvað annað fólk er að hugsa.“ Þessar áhyggjur Jóhanns Páls urðu til þess að hann fann gríðarlega þörf fyrir að sanna sig fyrstu árin. „Og sjálfsagt hefur þetta orðið til þess að ýta enn meira undir maníu mína og kappsemi. Eitthvað af því er nú meðfætt en mér var mjög í mun að sýna og sanna að ég ætti eitthvert erindi í þetta og hef örugg- lega verið mun manískari fyrir vikið.“ Vildi enginn pabbastrákur vera Jóhann Páll segir Iðunni hafa verið tiltölulega lítið fyrirtæki, reksturinn í góðu jafnvægi og undirstöðurnar ákaflega traustar. „Iðunn var vel rekið fyrirtæki en varð á næstu tíu árum hreinlega stórveldi og ég held að það sé ekkert ofmælt að segja að Iðunn hafi þá borið höfuð og herðar yfir aðra útgefendur hér á landi. Ég líki nú stundum lokaárunum á Iðunni við það að þetta hafi verið eins og að stjórna peningaprentsmiðju og undir lokin fannst mér Iðunn vera orðin of stór. Ég ætti náttúrlega ekki að vera að segja þetta núna þar sem Forlagið er margfalt stærra en Iðunn nokkurn tíma var en þetta var dálítið orðið eins og að stjórna færibandi. JPV útgáfa átti að vera lítið og huggulegt fyrirtæki þann- ig fórum við af stað með það, en boltinn hefur rúllað miklu hraðar en ég hafði nokkurn tíma ætlað mér.“ Afleiðingin var að Jóhanni Páli fannst hann á einhvern hátt vera búinn að missa tengslin við höfundana og það sem hann var að fást við. „Þessi tengsl voru ekki eins djúp þegar þetta var orðið svona umsvifamikið.“  Og að lokum skildu leiðir feðganna og illu heilli ekki í góðu. „Samstarf okkar var almennt mjög gott og pabbi gaf mér algjörlega lausan tauminn í útgáfunni þannig að ég hafði aldrei neitt upp á það að klaga.“ Jóhann Páll segir í raun furðulegt hversu mikið frelsi faðir hans gaf honum en hann var hins vegar ekki til að hlusta sem skyldi á föður sinn þannig og átti það sinn þátt í að á endanum sauð upp úr. „Maður sér þetta náttúrlega allt öðruvísi í endurliti en kannski var þetta hluti af því sem ég nefndi áðan með þörfina til að sanna mig. Ég sé mikið eftir því í dag að hafa ekki hlustað á pabba vegna þess að hann hafði heilmiklu að miðla en ég var svo upptekinn af því að vera bara ég. Öllum óháður og engum Glímir við sjálfan sig á barmi hengiflugsins Jóhann Páll Valdimarsson er einhver skrautlegasti bókaútgefandi landsins. Hann varð sextugur á fimmtudag og lýsir sér sem eilífðarvillingi sem ætlaði að lifa stutt og verða fallegt lík. Nú þráir hann langlífi í faðmi fjölskyldunnar og kattanna sem róa taugar hans. Þórarinn Þórarinsson heimsótti Jóhann Pál á heimili hans og konu hans Guðrúnar Sigfúsdóttur og fékk útgefanda Íslands til þess að líta yfir farinn veg sem er varðaður áföllum, sigrum og endalausri glímu mannsins við sjálfan sig. Fjölskyldan sótti nú mjög að mér þegar við fengum út- gáfurétt að Biblíunni og sagði að nú kæmi ekki til greina lengur að ég hagaði mér og talaði eins og ég gerði en það náttúrlega gekk ekki neitt. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Ljósmynd Hari 18 viðtal Helgin 4.-6. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.