Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Síða 20

Fréttatíminn - 04.05.2012, Síða 20
Krabbameinsfélagið Á móti hækkandi sól Streita og áfallið að greinast með krabbamein Örráðstefna 10. maí kl. 16:30-18:00 16:30-16:35 Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. 16:35-16:40 Ráðgjöf. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 16:45-17:00 Sjálfsvíg og hjartaáföll í kjölfar krabbameins- greiningar. Dr. Unnur A. Valdimarsdóttir dósent í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. 17:00-17:15 „Fyrstu skrefin“, fag- og reynsluþekking. Dr. Snorri Ingimarsson krabbameins- og geðlæknir. 17:15–17:30 „Sorg og fjalllendi“, stuðningur við fjölskyldur. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur í Kópavogskirkju. 17:30-17:45 „Berskjaldaður - að brotna til að opna“. Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands, ráðgjafi og rithöfundur. 17:45-18:00 Kaffi og spjall. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Fundarstjóri: Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Rvk., 540 1900, www.krabb.is tengdur og þess vegna var ég ekki fær um að læra af honum eins og ég hefði viljað gera. Talaði ekki við pabba í sex ár En mér semsagt sárnaði þarna 1984 við föður minn og inní þetta blönduðust átök í fjölskyldunni. Ég var mjög ör og tilfinningasamur á þessum árum eins og ég hef svo- sem reyndar alltaf verið. Og þegar mér mislíkaði þá var ég bara vanur að ganga út og gerði það þarna. Ég skrifaði föður mínum einfaldlega bréf og kvaddi hann og talaði ekki við hann í líklega sex ár.“ Jóhann Páll stofnaði Forlagið í kjölfarið með tvær hendur tómar. Reksturinn var basl og Jóhann Páll segist hafa farið að sofa allar nætur með áhyggjur af hvaða víxlum hann þyrfti að fá framlengt dag- inn eftir. Forlagið hafi að vísu aldrei lent í vanskilum en það hafi kostað endalausa samninga við lánadrottna.  „Fjárhagsáhyggjur í bókaútgáfu, og ábyggilega öllum skapandi störfum, drepa niður alla skapandi hugsun. Þegar manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug og fær einhverja góða útgáfu- hugmynd þá lítur maður út um gluggann og fer að velta fyrir sér hvaða fjandans víxli þurfi nú að framlengja í fyrramálið og sér ekki tilganginn með þessu.“ Árin á Forlaginu voru erfiður tími í bókaútgáfu almennt og eftir sex ár keypti keppinauturinn í Máli og menningu meirihlutann í Forlaginu og Jóhann Páll hélt áfram að starfa innan vébanda Máls og menningar. Jóhann Páll segir Mál og menningu hafa verið búna að gefa honum undir fótinn í tals- verðan tíma og þrátt fyrir að hafa átt ágætis ár að baki og freistandi hafi verið að halda áfram ákvað hann að slá til. „Það var eitthvað sem sagði mér að þótt það virtist vera að rofa til þá væri skynsamlegt að ljúka þessu tímabili þannig að ég gekk glaður til þeirra viðskipta að selja fyrirtækið. Bóksala hrundi árið eftir þannig að augnablikið var hárrétt.“ Genamenn krækja í Jóhann Pál Hlutverk Jóhanns Páls hjá sam- einuðu Forlagi og Máli og menn- ingu stækkaði þegar hann tók að sér markaðsmál beggja eininganna og í kjölfar meiri samruna fyrir- tækjanna endaði hann yfir sölu- og markaðssviði Forlagsins og Máls og menningar. „Þetta var nú ansi mikill starfi og ég segi nú stundum að ýmsir litu á mig sem hálf holds- veikan vegna þess að það þótti ekki fínt að gera það sem þurfti að gera til að selja bækur. Markaðssetning þótti ekki fínt orð en það er nú samt einu sinni hlutverk útgefandans að koma bókunum til fólksins og þetta átti nú allt eftir að breytast og svo urðu auðvitað allir mjög lukkulegir með að það tækist að selja bæk- urnar.“ Árið 2000 söðlaði Jóhann Páll um einu sinni enn, yfirgaf Mál og menningu og Forlagið og réði sig sem framkvæmdastjóra hins ný- stofnaða ættfræðifyrirtækis Gene- logia Islandorum eftir að eigendur þess höfðu sóst ákaft eftir kröftum hans. „Þetta er það ár ævi minnar sem ég vil helst gleyma. Árið áður höfðu þeir Tryggvi Pétursson og Þorsteinn Jónsson ættfræðingur staðið að stofnun Genelogia og þeir gengu mjög á eftir mér. Að fyrirtækinu stóðu mörg öflugustu fyrirtæki landsins og mér skildist að þarna væru bara til peningar eins og skitur. Ég margneitaði og afþakkaði þessa stöðu og sagði sem var að ég hefði bara nákvæmlega ekkert vit á ættfræðibókaútgáfu þannig að ég ætti ekkert erindi í þetta. Auk þess sem hugur minn stæði bara til almennrar bókaút- gáfu sem væri það sem ég kynni. Á endanum sögðu þeir að það væri allt í lagi og ég yrði bara með sér fyrirtæki inni í Genelogia og gæfi út þær bækur sem mig langaði til undir merkjum JPV. Það væri ekk- ert mál og þetta tilboð var á end- anum orðið svo gott að ég skipti um skoðun og þáði það. Versta ár ævinnar Fjölmargir höfundar fylgdu Jó- hanni Páli frá Forlaginu en hann komst fljótt að raun um að hann var kominn út í eitthvað allt annað og verra en lagt hafði verið upp með. „Þegar ég er búinn að vera þarna í nokkra mánuði, ég náði nú ekki að vera þarna í ár, áttaði ég  mig á því að þetta stóð mjög ótraustum fótum og var alls ekki komið til að vera. Þá fékk ég nagandi ótta um hvernig færi með höfundana sem höfðu fylgt mér. Ég fann auðvitað til mikillar ábyrgðar gagnvart þeim þannig að fyrir mér var spurningin einfaldlega hvernig ég gæti komið því í kring að þessar bækur kæm- ust yfir höfuð út á jólabókamarkað- inn. Það tókst og salan var reyndar mjög fín. Þannig að þetta var mjög fínt ár fyrir JPV-forlag, eins og það hét þetta ár, en ég gekk út þarna strax um jól.“ Jóhann Páll segist hafa fundið fyrir því á síðustu árunum á Máli og menningu að hann væri að tapa gleðinni sem bókaútgáfan hafði alltaf gefið honum. Erfiða árið hjá Genelogia hafi þó gert honum gott að því leyti að þrátt fyrir allt fann hann þessa ánægju aftur þar. „Ég gat því eiginlega ekki hugsað mér að hætta. Bækur eins og fyrsta bindið af Íslandi í aldanna rás, sem var mjög stórt ævintýri sem heppnaðist frábærlega, gáfu mér „blod på tanden“ og sannfæringu um að þetta gæti gengið þannig að ég ákvað að halda áfram.“ Gegn ríkasta manni landsins „Þetta fyrsta ár JPV-útgáfu var náttúrlega algjört ævintýri. Þetta fór ákaflega vel af stað. Okkur tókst síðan að reka fyrirtækið áfram á sama hátt. Þetta gekk bara mjög vel frá upphafi. Auðvitað þótti þetta svakalegt óráð vegna þess að skömmu eftir að ég geng út úr Máli og menningu og inn í Genealogiu, með JPV-forlag, sameinast Mál og menning og Vaka-Helgafell. Þetta voru tvö stærstu forlögin sem urðu að Eddu miðlun og útgáfu. Ég veit að ég æsti menn mjög upp með digurbarkalegu tali mínu þarna í Genelogia vegna þess að við ætl- uðum að minnsta kosti að sigra heiminn ef ekki meira og þetta hefur nú vafalaust orðið til þess að æsa Vöku-Helgafells- og Máls og menningarmenn enn meira upp. Þannig að þeir urðu að svara mynd- uglega og sameinuðu fyrirtækin en þetta var nú á þeim tíma sem menn héldu að sameining væri töfraorðið og að jafnvel væri hægt að sameina haltan og blindan þannig að hann yrði svo alheill eftir. En auðvitað reyndist það mesta firra.“ Edda lenti í miklum rekstrarerf- iðleikum og í kjölfarið eignaðist Björgólfur Guðmundsson, þá vell- auðugur, útgáfuna. „Þetta þótti auðvitað algert óráð. Og auðvitað var það tilfellið. Að ég skyldi láta mér detta til hugar að fara að keppa við ríkasta mann landsins. En samt sem áður gekk þetta svona vel upp og við bárum okkur aldrei illa yfir samkeppninni við Eddu.“ Menn verða að hafa nef Slagurinn við Eddu undirstrikar, að sögn Jóhanns Páls, þau sannindi að í bókaútgáfu eru fullir vasar fjár engin trygging fyrir því að bókaút- gáfa sé rekin með skikkanlegum hætti. „Það tryggir ekki neitt. Þetta er fyrst og fremst alveg óendan- lega mikil vinna og svo vísa ég líka alltaf í nefið. Það er forsendan og ég var alinn upp við þessa hug- mynd. Pabbi talaði alltaf um mikil- vægi þess að hafa þetta nef. Ég kann ekkert á Excel og hef aldrei gert kostnaðaráætlun fyrir nokkra einustu bók enda veit ég að ef ég hefði gert það þá hefði ég aldrei ráðist í útgáfu á þeim bókum sem mér þykir vænst um og hafa skipt mestu máli á ferli mínum. Ég hefði aldrei farið út í þau verkefni ef ég hefði vitað hvað þau myndu kosta og hvaða erfiðleika þau hefðu í för með sér. Það gildir bara að stökkva og treysta því svo bara að maður nái landi.“ Þegar upp var staðið stóð Jóhann Páll síðan uppi með pálmann í höndunum eina ferðina enn þegar JPV útgáfa og bókahluti Eddu sam- einuðust haustið 2007 undir merkj- um Forlagsins. Leifarnar af Iðunni fylgdu líka með. Jóhann Páll hafði þar með lokað hringnum og litla Forlagið sem hann stofnaði árið 1984 var orðið að risa á íslenskum bókamarkaði. Jói hrekkjusvín Jóhann Páll á ekki aðeins skrautleg- an feril í bókaútgáfu að baki. Hann var frameftir ævi óstýrlátur og hallaði sér að flöskunni af talsverðri hörku þegar álagið var sem mest. „Ég hef alltaf verið villingur og til að byrja með var ég nú kallaður Jói hrekkjusvín. Ég var mjög villtur á allan hátt og það má segja að ég hafi alla tíð haft mikla þörf fyrir að vera á barmi hengiflugsins með líf mitt og tilveru í öllum skilningi. Bókstaflega. Það er dálítið eins og ég finni ekki almennilega fyrir mér nema mér sé farið að svima létt á brúninni. Ég hef alltaf verið mjög óþekkur og alltaf neitað að ganga inn í ein- hver hlutverk. Fjölskyldan, bæði kona mín og börn hefur náttúrlega mikið reynt að siða mig til og draga úr kjaftinum á mér og reyna að fá mig til að haga mér betur. En ég hef algerlega harðneitað því og tvíeflist bara í hinu þegar verið er að reyna að koma mér inn í einhver hlutverk. Ég hafði lengi þessi orð að leiðar- ljósi og birti þau einhvern tíma í ritstjórnargrein í skólablaði Verzl- unarskólans þegar ég ritstýrði því einn veturinn: „Lifðu stutt, lifðu vel, deyðu ungur og vertu fallegt lík.“ Þetta var lífsmottó mitt þangað til ég fór að eldast og lagði óregluna á hilluna.“ Helvítis sálarkvalir eftir drykkju Hvað drykkjuna varðar segir Jó- hann Páll að það hafi orðið honum til gæfu að hann hafði ekki úthald í sukkið. „Óregla fylgdi mér frá unga aldri en ég hafði einfaldlega ekki líkamlega burði til þess að vera almennileg fyllibytta. Þetta er svo fjandi mikið starf og tekur svo á að ég bara hafði ekki það sem þarf í þetta þannig að ég varð að játa mig sigraðan.  Sem var mikil uppgötvun og þótt öllum leiðist að hlusta á sögur af  drykkju og endur- reisn þá þýddi þetta bara nýtt skeið fyrir mig. Ég breyttist í  sjálfu sér ekki mikið. Kannski ekki neitt en ég þurfti ekki lengur að líða þessar helvítis sálarkvalir sem fylgja þessu. Mér hefur nú alltaf fundist flókið að vera til og bara skil ekki í því af hverju lífið er svona mikil glíma  og fyrst og fremst er það náttúrlega glíma við mann sjálfan. Ég öðlaðist svona heldur meiri innri ró en ég er samt alveg jafn maní- skur og ég var. Ég hef unnið eins og skepna alla tíð og niðurstaðan var líka sú að svona fyrirtæki er ekki hægt að reka nema maður sé alger- lega að nýta alla sína orku. En „walking on the wild side“  hefur alltaf átt mjög vel við mig. Fjölskyldan sótti nú mjög að mér þegar við fengum útgáfurétt að Biblíunni og sagði að nú kæmi ekki til greina lengur að ég hagaði mér og talaði eins og ég gerði en það náttúrlega gekk ekki neitt. Ég var reyndar svo óheppinn að missa eitt- hvað út úr mér við Jakob Bjarnar, blaðamann, í einhverju spaugi um það að nú væri ég að renna frekari stoðum undir útgáfuna og ætlaði að hefja sölu aflátsbréfa. Þetta var nú ekki hugsað til birtingar enda grín en Jakob fór með þetta á prent og ég þurfti að gera grein fyrir þessu á stjórnarfundi hjá Biblíufélaginu. Þannig að kjafturinn hefur löngum komið mér í vandræði. Mér þótti ákaflega vænt um að vera treyst fyr- ir útgáfu Biblíunnar og hef aldrei lagt mig eins fram við nokkurt út- gáfuverkefni.“ Langar ekkert til að kveðja En nú þegar maníski villingurinn, gamla hrekkjusvínið Jóhann Páll, stendur á sextugu hefur sýn hans á lífið og tilveruna breyst verulega og draumurinn um að deyja ungur og vera fallegt lík er löngu gufaður upp. „Það er orðið all langt síðan ég bað Guð að gleyma þessari ósk minni um að deyja ungur vegna þess að satt best að segja nýt ég lífsins mun betur núna heldur en ég gerði. Þegar ég strengdi þetta heit þá var ég náttúrlega ekki að hugsa um að verða sextugur enda þótti það nú svo eldgamalt að það var gjörsamlega fráleitt en núna langar mig ekkert til þess að kveðja og ég er búinn að marg biðja Guð og minna hann á að ég er búinn að draga þetta til baka. Nú eigum við hjónin til dæmis fjögur barnabörn og börn og kettir eru mitt yndi. Ég hef líka enn feikilega gaman að starfi mínu og því fer fjarri að ég sé kominn með leið á bókaútgáfu. Mér finnst þetta yndis- legt starf en þar fyrir utan er ég með ólæknandi ljósmyndadellu og myndi gjarnan vilja hafa einhvern tíma til að sinna því betur þannig að mér þætti vænt um að ég fengi nú einhvern tíma í viðbót við sæmi- lega heilsu. Ég er vel upplagður í það í dag.“ Jóhann Páll og Guðrún í hópi barnabarna á heimili sínu við Bræðraborgarstíg, beint fyrir ofan Forlagið. 20 viðtal Helgin 4.-6. maí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.