Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Síða 23

Fréttatíminn - 04.05.2012, Síða 23
son í miðju varnar Skagamanna. Hann var ekki nógu góður fyrir Blika og því spurning hvort annað gildi fyrir ÍA? Nema auðvitað að tröllið Ármann Smári Björnsson hafi góð áhrif á hann. Skagamenn eru feiknasterkir af nýliðum að vera og gætu hæglega lent ofar en þessi spá gerir ráð fyrir. Valur Spá Fréttatímans: 7. sæti Kristján Guðmundsson þarf að púsla saman nánast nýju liði annað árið í röð. Miklu skiptir þó að lykilmenn á borð við miðjumennina Hauk Pál Sigurðsson og Guðjón Pétur Lýðsson eru til taks. Þeir eru tveir af betri miðjumönnum deildarinnar. Spennandi verður að sjá hvort Atli Heimis- son sé maðurinn sem Valsmenn áttu ekki í fyrra – ógnandi framherji sem getur skorað mörk. Miðverðina tvo, Atla Svein og Halldór, skortir sem fyrr hraða. Valsliðið er sterkara en svo að það sogist niður í botnbaráttuna en það er borin von að félagið berjist á toppnum. Til þess er liðið einfaldlega ekki nógu gott. ÍBV Spá Fréttatímans: 8. sæti Hversu mikilvægur var þjálfarinn Heimir Hallgrímsson? Það er mat Fréttatímans að Heimir hafi átt gríðarlega mikinn þátt í velgengni ÍBV undanfarin ár og að hans verði sárt saknað. Þetta er skrifað af fullri virðingu fyrir Magnúsi Gylfasyni en hann stendur Heimi töluvert að baki sem þjálfari að mati Fréttatímans. Tryggvi Guð- mundsson er einu ári eldri og hefur misst af stórum hluta undirbúningstímabilsins vegna meiðsla. Hið sama á við um Andra Ólafsson og Gunnar Má Guðmundsson. Leikmenn á borð við Þórarinn Inga og Rasmus Christiansen verða stíga upp og síðan þarf Christian Olsen að reynast sá framherji sem þá skorti sárlega í fyrra – í það minnsta tíu marka maður. Framherjinn Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR gegn FH í meistara- keppni KSÍ á þriðjudag. Hann verður aðalframherji KR eftir brotthvarf Guðjóns Baldvinssonar til Svíþjóðar og mun mikið mæða á honum í sumar. Ljósmynd/Hari komdu og kíktu Efst á Skólavörðustígnum, sími 551 1121 ÚTSALA L Keflavík Spá Fréttatímans: 9. sæti Keflvíkingar mæta til leiks með ungt lið. Zoran Ljubicic ætlar að treysta á ungu leik- mennina sem hann hefur þjálfað undan- farin ár í bland við reynslubolta á borð við Guðmund Steinarsson, Harald Frey Guðmundsson og Jóhann Birni Guðmunds- son. Óhætt er að lofa því að sóknarleikur Keflvíkinga, mun, líkt og undanfarin ár, standa og falla með því að Guðmundur sé í formi. Litlir peningar eru til í Keflavík og þar er tími uppbyggingar framundan. Sumarið verður erfitt en Fréttatíminn spáir því að liðið haldi sér uppi. Grindavík Spá Fréttatímans: 10. sæti Guðjón Þórðarson er mættur í Grindavík og með honum fjöldinn allur af leik- mönnum. Guðjón kann vel að vinna með lið sem ekki er spáð góðu gengi og fullvíst er að Grindvíkingar munu liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir þar sem hinir stóru og sterku Tomi Ameobi og Pape Mamadou Faye verða í aðalhlut- verki. Þá er líka styrkur í að fá Ólaf Örn Bjarnason einbeittan sem leikmann á nýjan leik. Vandamál Grindvíkinga verður að koma saman breyttu liði á skömmum tíma og síðan er það auðvitað x-faktorinn Guðjón. Bolungarvík var of lítil fyrir hann og spurning hvort Grindavík ráði við mann af hans stærðargráðu. Fylkir Spá Fréttatímans: 11. sæti (fall) Þunnskipaður hópur, nýr þjálfari, margir lykilmenn meiddir á undir- búningstímabilinu. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út í Árbænum fyrir þetta tímabil. Reynsluboltar á borð við Gylfa Einarsson, Val Fannar Gíslason og Fjalar Þorgeirsson eru farnir. Markahrókurinn Albert Ingason er farinn í FH. Nú verða aðrir leikmenn að taka við kyndlinum – leikmenn á borð við Jóhann Þórhalls- son, Árna Frey Guðnason og Magnús Þóri Matthíasson. Og síðan er auðvitað spurning hvort Björgólfur Takefusa verði í formi. Framundan er erfitt tímabil í Árbænum. Selfoss Spá Fréttatímans: 12. sæti (fall) Selfyssingar mæta til leiks með mun reyndari þjálfara en í fyrra, Loga Ólafs- son, og mun sterkari leikmannahóp en þegar þeir voru síðast í efstu deild – fyrir tveimur árum. Senegalinn Babacarr Sarr verður eflaust með betri miðjumönnum deildarinnar og mikið mun mæða á norsku varnarmönnunum Brenne og Skjerve. Pressa er á Ólafi Karli Finsen sem þarf að gera það sem hann hefur aldrei gert fyrr – leiða sóknarlínu liðs í efstu deild. Hann þarf að vera heill og í toppformi ásamt Jóni Daða Böðvarssyni til að Selfyssingar eigi möguleika. Þrátt fyrir betri mannskap en síðast telur Fréttatíminn að Selfyssingar fari beint niður aftur. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is fótbolti 23 Helgin 4.-6. maí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.