Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 26
Búast má við því að á brattann verði að sækja fyrir gestgjafana
Úkraínu í D-riðli Evrópumótsins. Fastlega má reikna með að
Englendingar og Frakkar verði í tveimur efstu sætunum jafnvel þótt
Englendingar hafi aðeins nú í vikunni ráðið Roy Hodgson landsliðs-
þjálfara og án Wayne Rooney í fyrstu tveimur leikjunum. Svíþjóð á
þó möguleika en þá aðeins að Zlatan verði í toppformi.
Baráttan í
D-riðli
Léttöl
Léttöl
í Evrópukeppnina 2012
35 dagar
England
Spá Fréttatímans: 1. sæti
Íbúafjöldi: 52,3 milljónir
Höfuðborg: London
Staða á heimslista: 7
Besti árangur á EM: Undanúrslit árin 1968 og
1996
Stjarna liðsins: Wayne Rooney er einn hættu-
legasti framherji heims. Hann er sennilega eini
leikmaður liðsins sem er á heimsmælikvarða
þessa stundina.
Frægasti leikmaðurinn: Bobby Charlton var
sókndjarfur miðjumaður sem er enn markahæsti
leikmaður Englendinga frá upphafi.
Vissir þú að ... West Ham er eitt af tveimur
félagsliðum sem hefur átt alla markaskorara
sigurliðs á HM sem og fyrirliða? Þetta var árið
1966 þegar West Ham-leikmennirnir Geoff Hurst
(3) og Martin Peters skoruðu mörk Englendinga í
4-2 sigri á Þjóðverjum og samherji þeirra Bobby
Moore lyfti bikarnum.
Frakkland
Spá Fréttatímans: 2. sæti
Íbúafjöldi: 65,4 milljónir
Höfuðborg: París
Staða á heimslista: 16
Besti árangur á EM: Evrópumeistarar árin 1984
og 2000
Stjarna liðsins: Franck Ribery er einn hættuleg-
asti kantmaður heims. Hann er gífurlega fljótur
og leikinn og skotmaður góður.
Frægasti leikmaðurinn: Michel Platini og Zinedine
Zidane er tveir af allra bestu miðjumönnum
heims frá upphafi. Platini var mikill leiðtogi,
markaskorari og aukaspyrnusérfræðingur en
Zidane var með betri tækni og yfirsýn en nær
allir sem spilað hafa leikinn.
Vissir þú að ... Frakkar gerðu stærsta bún-
ingasamning í sögunni þegar þeir sömdu
við Nike frá 1. janúar 2011 til sjö ára?
Samningurinn er metinn á rúma 53
milljarða íslenskra króna.
Svíþjóð
Spá Frétta-
tímans: 3. sæti
Íbúafjöldi: 9,4
milljónir
Höfuðborg: Stokk-
hólmur
Staða á heims-
lista: 17
Besti árangur á
EM: Undanúrslit
árið 1992
Stjarna liðsins:
Zlatan Ibrahimo-
vic er einn sigur-
sælasti og besti
framherji seinni
tíma. Stór, sterkur,
leikinn og fljótur.
Hann er óviðráðanlegur þegar hann er í stuði.
Frægasti leikmaðurinn: Gunnar Nordahl sló nær
öll markamet sem hægt var að slá á fimmta
áratug síðustu aldar með AC
Milan. Frábær framherji
sem skoraði 1,5 mark
að meðaltali í 33
landsleikjum.
Vissir þú að ... að
Svíar voru eitt sínn
í öðru sæti styrk-
leikalista Alþjóða
knattspyrnu-
sambandsins – í
nóvember
1994?
Úkraína
Spá Fréttatímans: 4. sæti
Íbúafjöldi: 48,6 milljónir
Höfuðborg: Kiev
Staða á heimslista: 49
Besti árangur á EM: Nú með í fyrsta sinn
Stjarna liðsins: Andryi Shevchenko er sannarlega
kominn af léttasta skeiðinu en hann er engu að
síður sá framherji sem Úkraínumenn treysta
hvað mest á.
Frægasti leikmaðurinn: Oleg Blokhin, þjálfari
Úkraínumanna, var valinn Knattspyrnumaður
Evrópu árið 1975. Þótt hann hafi spilað allan sinn
feril fyrir Rússland þá er hann sá Úkraínumaður
sem hefur náð lengst. Var á sínum tíma einn besti
vængmaður heims. Hann var sterkur, fljótur og
leikinn.
Vissir þú að ... Úkraínumenn hafa aldrei unnið
Frakka í landsleik? Leikirnir eru sex, jafnteflin
þrjú og töpin þrjú.
Bobby Charlton.
Franck Ribery.
Zlatan Ibrahimovic.
Andryi Shevchenko.
Wayne Rooney.
26 fótbolti Helgin 4.-6. maí 2012