Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 04.05.2012, Qupperneq 30
Dagskráratriði óskast Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum www.17juni.is en einnig er hægt að skila þeim í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út 10. maí 2012. 17. júní í Reykjavík að við myndum þiggja þá hjálp sem við fyndum. Það er ein af ástæðum þess að þetta hefur gengið hjá okkur. Við höfum verið með Au Pair stelpur, sjö eða átta, í gegnum tíðina. Við vorum með konu í mörg ár sem sótti fyrir okkur krakkana og fór með þá heim. Við höfum valið að láta heimilisverkin aldrei stoppa okkur og vera ekki tauga- veikluð yfir þeim. Við vitum að þar gengur allt vel.“ Spurð hvort hún hafi verið gagn- rýnd fyrir þetta. „Ég hef bara aldrei velt því fyrir mér. Ég viðurkenni að fyrst þegar ég fór að vinna frá þriðja barninu og það bara fjögurra mánaða, horfði fólk á mig og spurði mig af hverju? Ég ætti í stað þess að njóta þess að vera með börnin. Sem er rétt – ég myndi sjálf segja þetta við unga konu. En ég hélt að ég myndi aldrei fá vinnu. Þá vorum við að koma að utan og mér fannst ég aldrei hafa unnið neitt og hugsaði: Ég verð að byrja að vinna eitthvað,“ segir hún um það þegar hún réð sig sem deildarstjóra í samgöngu- ráðinu. Þar var hún í þrjú ár. Aldrei beðin um að hægja á sér Segja má að Austurland sé mikill örlagavaldur í lífi þeirra hjóna. Austurlandið fleytti Tómasi úr landi. Austfirðingar komu þessari Reykjavíkurskvísu á þing. „Ég flutti austur 2004,“ segir hún, þá ólétt að sínu fjórða barni og í vinnu hjá Landsvirkjun. Hún sagði starfi sínu lausu og var tilbúin að binda á sig svuntuna og vera heima. „Tommi hefur alltaf hvatt mig áfram og er dyggasti stuðnings- maður minn undir sólinni. Hann hlustar ekki á að það sé annað í spil- unum fyrir mig. Hann hefur aldrei, aldrei beðið mig um að hægja á mér eða neitt út af sér. Aldrei. Þegar við fórum austur og ég sagði honum að ég ætlaði að vera heimavinn- andi svaraði hann: Já, já, en hann tók ekki mark á því. Það hefur alltaf verið þannig. Kannski er það vegna þess að við höfum orðið reynslunni ríkari og þroskuðumst saman. Ég myndi segja að á vissan hátt sé hann meiri jafnréttissinni en börnin sem við erum að ala upp í þessu havaríi sem er á heimilinu,“ segir Ólöf og hlær. „Í það minnsta sagði maðurinn minn að það myndi aldrei ganga að ég yrði heima – og það hefði aldrei gengið. Ég fékk því að heyra; Já, já, þetta er mjög góð hugmynd hjá þér. Við skulum sjá til. Svo æxlaðist það þannig að við vorum ekki búin að eignast barnið áður en ég var búin að koma mér í aðra vinnu og hún var í Reykjavík. Ég vann að austan og fór tvisvar í viku suður að meðal- tali.“ Ólöf varð framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Ólíkt að flytja úr landi en út á land Ólöf segir ólíkt að flytja út á land miðað við úr landi. „Í útlöndum ertu gestur og upplifir aðra siði. En þeg- ar þú flytur á milli landshluta ertu auðvitað heima hjá þér. Þú þarft að koma þér inn í samfélag sem er íslenskt, en er samt sem áður ekki þitt samfélag. Við vorum aðkomu- menn. Við þurftum að kynnast fólki og það þurfti að skilja að við höfðum áhuga á að vera þarna og koma okkur fyrir,“ segir hún. „Kannski er það af því að við sinntum svona störfum sem fólk átti alveg eins von á því að við myndum fara aftur. Þá kemur þetta: Hversu mikið á maður að hafa fyrir því að bindast vinaböndum við fólk sem fer? Það er oft talað um að víða úti á landi séu samfélög lokuð. Ég held að hluti skýringarinnar sé að þetta er fólkið sem á heima þarna. Þetta er þeirra svæði. Þegar lands- byggðin segir að það vanti skilning á aðstæðum þess held ég að það sé vegna þess að við [hin] erum alltaf að koma í heimsókn. Komum á sumrin og höfum það huggulegt. Við setjum okkur sjaldnast inn í líf úti á landi.“ En Ólöfu tókst að fá heimamenn til að treysta sér. Í það minnsta svo vel að þeir kusu hana á þing sem fulltrúa sinn. „Já það var merki- legt. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði landsbyggðarþingmaður fyrirfram. Ég velti því fyrir mér hvernig ég ætti að sannfæra fólk um að kjósa mig þegar upp kom að ég færi í prófkjör? Ég hugsaði að ég yrði bara að segja það eins og er: Þið ættuð að kjósa mig af því að ég er Reykvíkingur. Ég þekki þankaganginn þar. Það er ekki vont fyrir ykkur að hafa þingmann sem þekkir þann hluta. Ég var aldrei að villa á mér heimildir með það, enda á ég engar ættir að rekja austur,“ skýrir hún mál sitt. „En hann á það og það skiptir máli.“ Ólöf segir þingmennskuna fyrir Austfirðinga hafa verið ómetan- legan tíma. „Það var merkilegt að fá þetta tækifæri. Það breytti viðhorfi mínu og gerði mig víðsýnni; já, stækkaði sjóndeildarhringinn. Eftir situr mikill skilningur á málefnum landsbyggðarinnar sem fylgir mér alltaf.“ Gat ekki verið án barnanna Á meðan Ólöf var á þingi fyrir Austfirðinga var hún með íbúð á Reynimel. „Ég var hér yfir vikuna og kom heim um helgar. Þegar við keyptum húsið [við Laugardal] sagði ég við hann að ég gæti ekki verið án barnanna og ein í bænum. Mér fannst það ómögulegt. Þegar starfið breyttist hjá honum og hann var settur yfir allt Ísland var skrif- stofa hans eins hér fyrir sunnan og fyrir austan. Ég pressaði því á að fjölskyldan flytti suður. Ég gat ekki verið fljúgandi nokkrum sinnum í viku, með smákrakkann einan heima. Ég viðurkenni það. Ég gat þetta ekki. Á þessum tíma snerist þetta við hjá okkur Tomma. Hann fór að fljúga austur og mér fannst það bara allt í lagi,“ segir hún glettin í kaldhæðninni. „Ég segi eins og er. Mér er alveg sama hvað hver segir – í það minnsta gat ég ekki og get ekki ver- ið á barnanna – en þetta hefur eitt- hvað með mitt móðureðli að gera. Kannski gengur maður þá bara yfir pabbann, og þá geri ég það bara!“ Ólöf fann óánægju yfir því að hún flytti aftur suður. „Það var erfitt fyrir mig í kjördæminu á ákveðinn hátt. En það kom að kosningum og ég ákvað að skipta um kjördæmi. Mér fannst það eðlilegt skref út af þeim breytingum sem urðu hjá okkur fjölskyldunni. Ég veit að það voru ekki allir ánægðir með það í gamla kjördæminu en ég tók þá ákvörðun og ég vissi ekkert hvern- ig mér myndi ganga. Það er ekki gefið að fólk nái öruggu þingsæti þegar fólk fer á milli kjördæma. Ég hugsa að það hafi gengið af því að ég var Reykvíkingur, rétt eins og þegar ég var fyrir austan og bauð mig fram sem Reykvíking.“ Mátti ekki láta karl sjá um sig En það er einmitt það sem er. Ólöf er Reykvíkingur langt aftur í ættir. Næstyngst barna Jóhannesar Nordal, fyrrum seðlabankastjóra, og Dóru Nordal, píanóleikara og húsmóður. Hún er næstyngst fimm systra og bróður. Fjölskyldan hefur sett sitt mark á landið. Metnaður kemur upp í hugann. „Já, við systkinin vorum alltaf hvött áfram og gengið út frá því að við myndum læra eins mikið og við gætum. Móðuramma mín sagði alltaf við okkur systurnar að við yrðum að standa á eigin fótum. Við mættum ekki láta einhvern mann sjá fyrir okkur,“ segir hún spurð um metnaðinn. „Þessi ráðlegging hennar hefur alltaf fylgt mér. Ég verð að standa á eigin fótum og geta unnið fyrir mér sjálf. Það er eitt að vinna fyrir sér og taka eitt verkefnið á fætur öðru. Ég hef viljað vanda mig við það sem ég geri og takast á við erfið verk- efni. Ég hef aldrei spáð í hvernig metnaður það sé. Mér finnst það bara eðlilegt. Mig langar til að gera það sem ég geri eins vel og ég get. Þannig hefur hvert starfið fylgt öðru. Ég held að það sé það sem við höfum allar systurnar reynt að gera.“ 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 Vill bölsýni burt af Alþingi Og sem þingmaður vill hún vanda sig þótt hún viðurkenni að helstu markmið og málefni hafi verið lögð til hliðar fyrir það verkefni að koma landinu út úr erfiðleikunum. „Öll þessi markmiðasetning hefur riðlast við ósköpin sem dundu á,“ segir hún og að helsti draumurinn á þingi sé að sjá á bak bölsýninni. „Við þurfum að passa að umræð- an sé ekki svona hatrömm eins og verið hefur. Þetta er ekki hægt. Við getum ekki haldið svona áfram. Ég held þetta sé ekki hægt í milljóna- löndum. Ég held þetta sé alls ekki hægt í svona litlu landi,“ segir hún. „Við erum föst. Það er mjög vont.“ En er flokkurinn tilbúinn fyrir framtíðina? Er búið að gera upp for- tíðina? „Hvað felst í því að gera upp for- tíðina? Það hafa orðið þingkosning- ar. Menn hafa farið í gegnum próf- kjör, marga landsfundi. Formaður hefur ítrekað endurnýjað umboð sitt og sótt það til kjósenda. En flokkurinn verður alltaf dæmdur af verkum sínum. Á meðan hann er í stjórnarandstöðu reynir öðruvísi á en flokksmenn eru vanir. Það eitt og sér er erfitt,“ segir hún. „Sjálfstæðisflokkurinn vill koma góðum hlutum til leiðar. Ef honum tekst það þegar hann kemst í ríkis- stjórn mun hann fá það traust sem honum ber. Ég geri ríka kröfu um það að við stöndum við það sem við lofum. Ef við Íslendingar myndum gera það myndi okkur vegna miklu, miklu betur.“ Er Ólöf á leið út til Sviss? Já, pólitísk umræða á heimilinu. Ólöf viðurkennir að hún vilji gjarna sleppa slíku og fá sína hvíld. „Ég er með strák í háskólanum. Ég tala við hann og hann vill tala við okkur – og við mig um pólitík. Ég var lengi að fatta það: Hvað þarftu ekki að fara inn í herbergi? Allt í einu er búið að opna hurðina að herberg- inu. Unga fólkið mitt sest við borð- stofuborðið og maður er krafinn um svör. Og biðji ég um frið frá þjóðfélagsumræðunni er mér bent á að ég þurfi að standa fyrir máli mínu,“ segir Ólöf og brosir. Eins og fyrr sagði er Ólöf aftur komin í þá stöðu að hún hefur börn- in og Tómas er með annan fótinn á heimilinu. „Lífið gengur í bylgjum. Maður fer í gegnum tímabil. Það er eins og á ákveðnu árabili stokkist hlutirnir upp, það verða breytingar. Það hefur verið þannig hjá okkur og okkur finnst gaman að takast á við nýja hluti. Þegar að þetta kom upp að flytja út á land ákváðum við að gera það og þegar tækifæri gafst til að vinna úti greip hann það,“ segir hún. „Lífið er ein breyting. Maður sér það á börnunum sínum. Lífið er á ferðinni. Það er því ekki hægt að ákveða að vera á sömu skrif- stofunni starfsævina á enda,“ segir hún og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún stefni út á eftir Tómasi? Hvort hún vilji nú stokka spilin að nýju. „Við erum með börn í skóla og ég sé engar breytingar á því,“ svarar Ólöf diplómatískt, brosir og drekkur síðasta sódavatnssopann úr glasinu. Fullkomið svar stjórn- málamannsins... Ólöf Nordal „Tommi hefur alltaf hvatt mig áfram og er dyggasti stuðningsmað- ur minn undir sólinni. [...] Hann hefur aldrei, aldrei beðið mig um að hægja á mér eða neitt út af sér. Aldrei. Þegar við fórum austur og ég sagði honum að ég ætlaði að vera heimavinnandi svaraði hann: Já, já, en hann tók ekki mark á því.“ Ljósmynd Hari 30 viðtal Helgin 4.-6. maí 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.