Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 04.05.2012, Blaðsíða 33
Hjólreiðar Helgin 4.-6. maí 2012 Langur Laugavegur Leiðin sem tengir Þórs- mörk og Landmannalaugar er ein vinsælasta gönguleið landsins. Eva og Jóhannes hjóluðu leiðina.  bls. 4 Austurveri Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.is Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar 1 Slanga Hafa þarf með aukaslöngu eða í það minnsta bótasett. Það er nefnilega hvimleitt að þurfa að reiða fákinn alla leiðina ef ekki var hugsað fyrir þessu. 2 Pumpa Fátt er meira pirr- andi en að hafa nóg af slöngum en enga pumpu til þess að koma í þær lofti. Athugið að pumpan passi við ventilinn á slöngunum. 3 Keðjuhlekkir Keðjur eiga það til að detta í sundur og slitna og þá getur verið gott að hafa auka hlekki til þess að koma þeim saman aftur. 4 Fjöltól Allt eins og með slönguna og loftið væri ergilegt að hafa nóg af aukakeðjuhlekkjum en engin ráð til að koma þeim á. Auk þess sem að fleiri hlutir geta aflagast sem gott er að geta lagað. Þannig að gott fjöltól er nauðsynlegt. 5 GPS Það vita allir sem vita vilja að á Ís- landi getur skollið á niðdimm þoka á augabragði. Þess vegna er nauð- synlegt að kynna sér vel allar leiðir og hafa svo GPS- tæki við höndina. Eins eru þessi tæki skemmtileg hvað varðar að vita hvar maður er og hvað fjöllin í kring heita. Þannig er hægt að besservissast þegar heim er komið og nefna hverja þúfu, hvern hól – skáka Ómari Ragnarssyni þess vegna. 6 Föt Að nota rétt föt í hjólatúrinn getur skipt sköpum. Regn- og vindhelt skal það vera en um leið eitthvað sem andar þannig að öll útgufun frá líkamanum, sem er meiri en þú heldur, verði ekki til að gera hjólreiða- kappa hundblauta. Þá skemmir ekki ef sérstakur rassapúði er saumaður í buxurnar. 7 Vatn Það þarf að hafa nægt vatn með- ferðist. Notast má við brúsa eða Camelback-poka sem er bakpoki fullur af vökva og við er tengd slanga svo svala má þorst- anum á ferð. Passa að alltaf sé hægt að fylla á að kvöldi ef fara á í margra daga túr. 8 Matur Best er að fá orku úr fitu og halda sykrinum í lágmarki. Hnetusmjörs-og sultu samlokur þykja góður orku- gjafi sem og pylsur allskonar. Menn hafa jafnvel gengið svo langt að sjóða sér bjúga og narta í það á leiðinni. Þeir hörðustu. Það inniheldur nefnilega annað nauðsynlegt efni á langferð sem er saltið. Það hjálpar til við að binda vatn í líkamanum og getur reynst gott á lengri leiðum. Ef bjúgað er ekki við smekk má alltaf narta i salthnetur. 9 Tilkynninga- skyldan Láta vita af sér og ekki bara mömmu. Skrá sig í gestabækur í skálum og segja frá hverjir eru á ferð og hvert ferðinni er heitið. Vera líka með síma á sér. Það er alveg ótrúlegt hvað þeir eru farnir að draga langt upp á hálendið auk þess sem oft er hægt að finna týnt fólk út frá símum þótt ekkert sé sambandið. 10 Vaðskór Ef fara á yfir ár er gott að hafa með sérstaka vaðskó. Það er nefnilega ekki gott að blotna mikið í hjólaskónum og það er heldur ekki gott að vaða berfættur yfir ár því steinarnir geta verið mjög beittir. Það minnir líka á annað sem er jafn vel nauðsynlegra en allt hitt til samans og það er fyrstu hjálpar-poki. Fullur af plásturum, grisjum og ýmsu öðru sem getur hreinlega bjargað ferðinni ef svo ber undir. Fjallahjólreiðar með stóru effi Ísland er sannkallað gósenland fyrir alla þá sem vilja stunda fjallahjólreiðar. Margir virðast ekki hafa uppgötvað þetta enn og nota fínu fjallahjólin sín eingöngu á bundnu slitlagi þéttbýlisins. Þeim hörðustu finnst lítið til þess koma að – fjallahjólreiðar fara ekki fram í borg og bæjum. Þ að færist reyndar í aukana að Íslend-ingar noti fjallahjól sín til þess sem þau voru hönnuð til. Ef menn forðast mosa og gras er hægt að fara flest allar gamalgrónar gönguleiðir á hjóli þótt oft þurfi að reiða skjót- ann á milli stærstu steina og upp hörðustu brekkurnar. Þegar upp þær er komið og niður- leiðin blasir við er fátt betra en að horfa aðeins á útsýnið og láta sig svo gossa á fullri ferð niður hlíðina. Í lengri fjallahjólatúra er best að nota svo- kölluð All Mountain-hjól, svo slett sé svolítið. Þau eru tiltölulega létt og hafa dempara bæði að aftan og framan. Auðvitað geta þeir sem eiga sæmilegt framdemparahjól prófað sig áfram áður en stórum upphæðum er varið í nýjar græjur. En alveg óháð því hvaða hjól er undir þarf að hafa nokkur atriði í huga og í lagi áður en lagt er af stað í langferð. Haraldur Jónasson Ic eb ik ea dv en tu re s. co m -S te rl in g Lo re nc e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.