Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Page 38

Fréttatíminn - 04.05.2012, Page 38
6 hjólreiðar Helgin 4.-6. maí 2012 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN MS.IS PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF ÍS L E N SK A S IA .I S M S A 5 86 99 0 3 /1 2 NÚ EINNIG MEÐ BRÓMBERJABRAGÐI Sérhönnuð hjól fyrir allar aðstæður Ferð ársins Ísland fer ekki fram hjá þeim sem skipta máli í hjólabrans- anum. Í þessu eintaki af Bike-hjólablaðinu, sem er eitt stærsta blað þeirrar tegundar í heimi, eru blaðamennirnir hreinlega að missa sig yfir náttúrfegurðinni og gæðum stíga. Enda var ferðin til Ís- lands valin ferð ársins 2009, þar á bæ. Ferðina skipulagði Magne Kvam hjá Icebike sem sérhæfir sig í því að fá til Ís- lands ferðamenn með þetta eitt í huga: Að hjóla! Því er okkur sem hér búum ekkert að land- búnaði með að fara út fyrir mal- bikið að hjóla.  Tri til hvers á að nota hjólið? n ú gengur uppáhalds árstími hjólreiðamanna í garð. Versl-unin TRI ehf við Suðurlands- braut 32 selur reiðhjól sem henta öllum aðstæðum; fjallahjól,götuhjól, barnahjól, kvenhjól og rafmagnshjól. „Það þarf að hafa margt í huga þegar reiðhjól er valið,“segir Ólaf- ur Baldursson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Tri á Suðurlands- braut 32, sem sérhæfir sig í sölu bún- aðar fyrir hjólreiðar, hlaup, sund og þríþraut. „Fyrst og fremst þarf að ákveða til hvers eigi að nota hjólið og hver ætlar að nota það,“ segir hann. „Við hjá TRI seljum vönduð, þýsk reiðhjól af gerðinni CUBE en CUBE hefur 16 ára reynslu af þróun reið- hjóla og leggur mikið upp úr vönd- uðu efnisvali sem skilar sér í hjólum sem svíkja engan,“ segir Ólafur. Þegar þú kaupir CUBE-reiðhjól er þrennt sem þú getur stólað á, að sögn Ólafs: „Þau eru hönnuð til þess að standast það álag sem fylgir jafn- vel hinum glæfralegustu hjólaferð- um. Allir hlutar reiðhjólsins, bæði efni og íhlutir, eru valdir með tilliti til gæða og góðrar endingar og að allar nýjustu uppgötvanir og framþróun í reiðhjólahönnun eru hafðar til hlið- sjónar við hönnun CUBE-hjóla.“ TRI verslunin er rekin samkvæmt hugsjóninni að hvetja til hreyfingar og skemmtunar almennings, hvort sem er í hinum þremur greinum þrí- þrautarinnar: Hjólreiðum, hlaupi og sundi eða öðrum greinum. „Hugsjón okkar gengur út á aukna hreyfingu ungliða í hjólreiðum og þríþraut þar sem við viljum efla og kynna þær nýj- ungar sem þar hafa orðið á síðast- liðnum árum,“ segir Ólafur. „Mark- mið okkar er að starfsfólk TRI hafi mikla þekkingu á þessum þremur greinum þríþrautarinnar og geti í krafti reynslu sinnar gefið viðskipta- vinum greinargóð svör við fyrir- spurnum ásamt afbragðsþjónustu og gleði.“ Ólafur vekur athygli á að CUBE býður meðal annars upp á sér- staka reiðhjólalínu fyrir konur sem hönnuð er með tilliti til vaxtarlags kvenna. „Konur eru ekki með sama vaxtalag og karlmenn og eru yfir- leitt ekki eins þungar eða sterkar. Því verða hjól fyrir konur að vera létt. Þau eru búin til með nýstárlegri tækni og sniðin að ólíkum eðliseigin- leikum einstaklinga,“ bendir hann á. Líffæra- og vinnuvistfræði eru mikilvægir þættir í hönnun kvenna- línu CUBE. „Öll kvenhjólin eru með styttri topptúbu en í hefðbundinni línu frá CUBE. Lengri stýrisrör ger- ir það að verkum að hjólreiðakonan er meira upprétt á hjólinu. Fyrir smærri konur leiðir það til betri stöðu á sætinu og betra jafnvægis á hjólinu. Hjólin eru búin mjórra stýri og sérstökum sætum fyrir konur sem létta á þrýstingi á lífbein og gera þar af leiðandi lengri hjólreiða- túra ánægjulegri,“segir hann. Auk kvenhjólanna býður Tri upp á allar helstu gerðir reiðhjóla. Svo- kölluð 29er-reiðhjól, sem eru fjalla- hjól á 29” dekkjum sem auðvelda þér að komast hraðar yfir mjög grófar leiðir, hefðbundin fjallahjól, götuhjól, svokölluð Tour-reiðhjól, barnahjól og rafmagnshjól. Starfsfólk TRI við CUBE-hjólin.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.