Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Page 44

Fréttatíminn - 04.05.2012, Page 44
Samkvæmt læknisráði Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL E Te ik ni ng /H ar i Engar rannsóknir get ég vitnað í en hef engu að síður tilfinningu fyrir því að kvefpestir, hálsbólga, hósti og hornös fylgi árstíðaskiptum, einkum vori og hausti. Þetta eru hvim- leiðar pestir sem sækja á flesta, fullorðna jafnt sem börn. Eini munurinn er að sá að horið er sýnilegt á blessuðum börnunum en hinir fullorðnu hafa lært að snýta sér, með mis- miklum tilþrifum þó. Hósti er, ef eitthvað, verri en snýtingar sem helgast af því að hann er lítt viðráðanlegur. Menn geta með lagi valið stað og stund fyrir snýtingar en það er erfitt að verjast hósta og sé það reynt verða menn rauðir og þrútnir í framan þar til þeir springa – með verra hósta- kasti en ef þeir hefðu strax látið undan kalli líkamans. Kvef, flensa eða hvað menn vilja kalla pestina, leggst misjafnlega á fólk. Flestir reyna þó að harka af sér, fara í vinnuna og gera það sem þarf heima, hálfslappir með nefrennsli, rauð augu og ónot í hálsi. Kannski er það þess vegna sem kvefið smitast svona auðveld- lega, hvort heldur er á vinnustöðum eða skólum þar sem margmenni kemur saman – enda talað um umgangspestir. Menn hósta þá og snýta sér í kór. Ég náði mér í vorpestina á dögunum, leiðinlegu gerðina, hóstann. Þá dratthalast maður í vinnu og vonar að þetta rjátlist sem fyrst af. Verra var að við hjónin áttum pantaða miða á leiksýningu þegar hóstinn var í hámarki. Ég kveið svolítið fyrir sýningunni enda óþægi- legt að þurfa að hósta á viðkvæmum augnablikum á leiksýningu, á dramatísku augnabliki þegar salurinn er allur spenntur og bíður þess í ofvæni hvað verða vill. Þetta var einmitt þannig sýning. Það má lengi bjarga sér á farsa þar sem sessunautar á báðar hliðar hlæja með þeim hætti að út úr þeim frussast og hljóðin eru enn hærri á innsoginu. Sýningin á dögunum var hins vegar öll á fínni nótunum, leikur að safaríkum orðum og tjáningu – og áhrifamiklum þögnum. Það er einmitt þá sem maður þarf að helst að hósta, en getur alls ekki leyft sér það – roðnar bara og blánar og bíður í örvæntingu eftir ein- hverjum utanaðkomandi hávaða, skarkala á sviðinu, háværum hrópum leikara eða því allra besta, klappi dolfallinna áhorfenda. Ég hafði undirbúið mig fyrir sýninguna og keypt stóran poka af hálsbrjóstsykri. Allt gekk bærilega í byrjun, hóstaþöfin var ekki knýjandi, en Adam var ekki lengi í Paradís. Hóstinn braust fram þótt ég reyndi að kæfa hann. Strax á eftir fálmaði ég í jakkavasa minn en áttaði mig um leið að ég hafði gert mistök. Brjóstsykurinn var enn í pokanum. Fátt er leiðinlegra í leikhúsi, fyrir utan hósta og ræskingar, en skrjáf í sælgætisbréfi. Þess vegna eru konfektmolar í sælgætissölu leikhúsa teknir úr skrjáfpokum og settir í hljóð- lausa plastpoka svo sætindajapl eins gests trufli ekki annan. Með lagi náði ég þó að opna pokann og fór að eins hljóðlega og mögulegt var, meðan aðalleikararnir hvísluðu sín á milli og nýttu þögnina þess utan til þess að auka áherslu orða sinna. Betur hefði komið sér á því augnabliki hávaðasamt rifrildi á sviðinu, sérstaklega eftir að ég áttaði mig á því í vandræðum mínum í myrkum leiksalnum að ekki var nóg að opna pokann því hálsmola- brjóstsykurinn var umvafinn pappír með tveimur snúningum á sitt hvorum enda. Það kostaði því enn meira skrjáf og fingraleikfimi að ná í sterkan hálsmola í þeirri veiku von að hann drægi úr hóstaþörfinni. Hlé sýningarinnar notaði ég til að afhýða brjóstsykurinn og dreifa honum berum og aðgengilegum í jakkavasana beggja vegna. Nýjum stakk ég upp í mig um leið og sá fyrri bráðnaði. Þannig komst ég í gegnum sýninguna. Mentolmolarnir björguðu því sem bjargað varð. Ég er lítið fyrir að ónáða læknastéttina þótt kvef, flensa eða hálsbólga sæki að við árs- tíðaskipti. Leita frekar að leifum Benelyn-hóstamixtúru í kæliskápnum og skelli í mig skeið og skeið, eftir minni. Núna fann ég rest í flösku og nýtti mér í tvo daga. Það dugði samt ekki til að vinna á hóstanum. „Áttu ekki koníak,“ sagði konan kvöldið eftir að Benelynið kláraðist, „það mildar háls- inn ef þú lætur það leka ofan í þig.“ Hún var greinilega orðin langleið á hryglukorri í bónda sínum sem gætti sín síður á hljóðmenguninni fyrir framan sjónvarpið heima við en í þétt- setnu leikhúsinu. Þetta þótti mér þjóðráð, fór fram og fann hálfa flösku af þessum franska eðaldrykk. Sop- ann ákvað ég að taka sem meðal, samkvæmt læknisráði frúarinnar, fann til staup fremur en koníaksglas svo ég gæti betur látið elexírinn renna niður auman hálsinn. Vafalaust hefur mín góða kona reikað með því að ég tæki eina eða tvær matskeiðar af koníakinu, í Hjólbarðaþjónusta Dugguvogi rvK austurvegi selFoss pitstop.is www HelluHrauni HFjrauðHellu HFj 568 2020 sÍMi suMarDeKKin Fyrir bÍlinn þinn Fást Hjá pitstop! FólKsbÍla-, jeppa- og senDibÍlaDeKK. Í annars skel-eggri grein um bókmenntirnar í landinu, þátt þýð- enda í útbreiðslu þeirra og meint skilningsleysi á hlutverki hvort- tveggja af hálfu íslenskra stjórn- valda, grípur Jón Kalman Stefáns- son rithöfundur til óheppilegrar sam- líkingar (Fréttatím- inn, 27-29. apríl). Í gagnrýni sinni á það sem hann flokkar undir „bein afskipti Alþingis af list- sköpun“ nefnir hann nýlega upphengt portrettmálverk af fyrrverandi forseta Alþingis, Sólveigu Pétursdóttur og bætir við að í því „kristallist skilningur hins háa Alþingis, skilningur valdsins, á list“. Þar með er þessi skyndilega fréttnæma portrettmynd gerð að einhvers konar táknmynd fyrir niðurlægingu, óráðsíu og siðferðisbrest ráðandi afla í kjölfar frjálshyggjuvæðingar og hruns. Þetta „nýjasta dæmi“ um lesti valdastéttar er í raun portrett númer fimmtíu og tvö í röð portrettmynda sem málaðar hafa verið af þing- forsetum og öðrum frámönn- um Alþingis með reglulegu millibili frá því þinghald hófst í Reykjavík. Önnur þjóðþing á Norðurlöndum hafa svipaðan hátt á. Gerð þessara mynda er með elstu hefðum þingsins og höfundar þeirra hafa jafnan verið meðal helstu listamanna þjóðarinnar á hverjum tíma, til dæmis Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Eiríkur Smith, Nína Tryggvadóttir og Sigurður Sigurðsson. Ég leyfi mér að fullyrða að margar þessara mynda, til að mynda nokkrar myndir Gunnlaugs Blöndal, eru meðal bestu portrettmynda sem hér fyrirfinn- ast. Án „beinna afskipta Alþingis“ hefðu þær ekki orðið hluti af sjónmennta- vettvangi okkar, og þar með menn- ingarlífinu sem Jóni Kalman er svo annt um. Vill hann leggja af þessa aldargömlu hefð og færa kostn- að við gerð portrett- mynda fyrir Alþingi – kr. 850.000 í því til- felli sem hér um ræðir – í ein- hvern bókmenntasjóðinn? Í niðurlagi greinar opin- berast einnig fremur gamal- dags viðhorf Jóns Kalmans til portrettmynda, en þar lýsir hann yfir þeirri sannfæringu sinni að „íslensk menning sé eitthvað annað og meira en portrett af Sólveigu Péturs- dóttur“. Portrett, gert af listfengi, er jafn gildur hluti íslenskrar menningar og góð bók, og gildir þá einu hvort það sýnir óumdeildan afreks- mann, Sólveigu Pétursdóttur eða einhvern útrásarvíking- inn. Það sem kannski er óskemmtilegast við þá tákn- væðingu portrettmyndarinnar af frú Sólveigu sem á sér stað í grein Jóns Kalmans er að hún er þriðja áfallið sem höf- undur hennar, Stephan Lárus Stephan, hálærður listmálari af íslenskum ættum, verður fyrir á tæpri viku. Í framhaldi af vígslu myndarinnar mátti hann sitja undir því að vera kallaður bæði útlendingur og viðvaningur; í ofanálag hefur mynd hans nú verið uppnefnd „þjónn fjármagnsaflanna“ af einum virtasta rithöfundi þjóð- arinnar. Hér er orðræða um íslensk menningarmál komin á villigötur. mesta lagi eitt staup. Ég fann hins vegar að þessi lækningatilraun fór vel í mig, enda meðalið af dýrri gerð. Vandinn var samt sá að mér fannst ég ekki alveg heill orðinn eftir eitt staup og fékk mér því annað. Það leiddi strax til þess að hálsinn skánaði en þó ekki nægilega, að mínu viti, svo ég bætti við því þriðja. Þegar ég kom aftur að sjónvarpinu, þar sem konan sat enn, en komin í annan þátt en var þegar ég hvarf fram til inntökunnar, taldi ég mig albata. Af svip hennar, þar sem hún horfði á „hinn smurða“, er ekki víst að hún hafi verið sammála. Jóni Kalman svarað Myndin af Sólveigu Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur 36 viðhorf Helgin 4.-6. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.