Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 48
40 heilsa Helgin 4.-6. maí 2012
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
– einfalt og ódýrt
50% AFSLÁTTUR
AF NICOTINELL
TROPICAL FRUIT
204 STK. 2MG OG 4MG - TILBOÐIÐ GILDIR ÚT MAÍ
Spöngin 577 3500 • Hólagarður 577 2600 • Skeifan 517 0417 • Garðatorg 565 1321 • Setberg 555 2306 • Akureyri 461 3920
50%
AFSLÁT
TUR
Frekari upplýsingar www.gengurvel.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, heilsuhillum
stórmarkaða og á www.femin.is
Hjálp
náttúrunnar
við aukakílóum
VIÐUR-KENNTAF EFSA
Í Konjak eru náttúrulegar Glucomannan-trefjar sem eru búnar þeim
eiginleikum að geta dregið til sín 2-300 falda þyngd sína af vatni.
Þegar töflurnar leysast upp í maga myndast massi sem flýtir fyrir
seddutilfinningu og viðkomandi borðar minna sem er oftast lykillinn
að þyngdartapi.
Notkun: 2 töflur með stóru vatnsglasi hálftíma fyrir 3 stærstu
máltíðir dagsins.
- Fyrr södd og borðum minna!
1. Það er svo
leiðinlegt í ræktinni.
Spyrðu sjálfan þig hvað það
er sem er svona leiðinlegt við
að fara í ræktina. Líkams-
ræktarstöðvar bjóða upp á
mikið úrval af fjölbreyttum
hóptímum, allt frá dillandi
latin-salsa-zumba-dansrækt-
artímum yfir í hreinræktað
víkingaþrek fyrir hörkutólin.
Forðastu bara að fara í tíma
sem þér þykja leiðinlegir. Ef
þú vilt bara yfirhöfuð ekki
fara inn á líkamsræktarstöð
geturðu gert líkamsrækt inni
í stofu hjá þér. Leiðbeiningar
um allar tegundir líkams-
ræktar fást á DVD. Svo er líka
hægt að fara í líkamsrækt í
Wii-leikjatölvu barnanna eða
með því að fá þér smáforrit í
símann þinn.
Topp 5 afsakanir fyrir
því að fara ekki í ræktina
Ertu of upptekinn til að stunda líkamsrækt eða finnst þér það einfaldlega of leiðinlegt? Ef svo er ertu
ekki einn á báti. Allt of margir Íslendingar hreyfa sig ekki nægilega þrátt fyrir vitneskju um þann
fjölþætta ávinning sem hreyfing hefur fyrir heilsuna. Hér er topp 5 listi yfir afsakanir fyrir því að fara
ekki í ræktina og leiðir til að sigrast á þeim. Hver er þín afsökun?
5. Ég hef ekki
tíma
Þetta er bara bull. Þú
getur alltaf fundið tíma.
Við erum bara að tala
um hálftíma á dag. Ef
þú ert með samviskubit
og finnst þú vera að
vanrækja börnin þín
ef þú ætlar í ræktina –
hættu því núna. Regluleg
líkamsrækt eykur þol og
úthald í daglega lífinu
og gefur þér hreinlega
meiri orku til að sinna
börnunum. Svo finnst
börnunum svo gaman
í barnapössuninni í
ræktinni. Þess utan er
hægt að gera líkams-
rækt að skemmtilegum
leik með börnunum úti í
garði eða heima í stofu.
2. Ég hef oft reynt
að hreyfa mig en
gefst alltaf upp
Það eru nokkrar ástæður
fyrir því að fólk gefst upp
í ræktinni. Í fyrsta lagi
ætlar fólk sér of mikið á
of skömmum tíma. Það
er ekki góð hugmynd að
fara úr engri hreyfingu
í að ætla að hreyfa sig
sjö daga vikunnar. Sumir
gefast upp af því að þeir
fá of miklar harðsperrur.
Það er eðlilegt að fá smá
harðsperrur þegar maður
er að byrja að hreyfa sig
en það þarf hins vegar að
gæta þess að fara hægt
af stað og reyna ekki of
mikið á sig í upphafi.
3 . Ég sé engar
breytingar á
mér
Finnst þér þú ekki
vera að grennast
nógu hratt? Þetta á
því miður við um alla.
Maður bætir ekki á
sig að ástæðulausu,
en maður losnar ekki
heldur við aukakílóin
án þess að þurfa
að hafa fyrir því.
Gefðu líkamanum
tíma til að bregðast
við líkamsræktinni.
Það gæti tekið allt
af 12 vikur að sjá
breytingar þannig að
það er mikilvægt að
setja sér raunhæft
takmark.
4. Ég veit ekki
hvað ég á að
gera
Þetta er mjög vinsæl,
en léleg afsökun. Það
er ekki mikið mál að
verða sér úti um upp-
lýsingar og ráðlegg-
ingar um líkamsrækt.
Netið er brunnur
upplýsinga og líkams-
ræktarstöðvarnar eru
með einkaþjálfara á
hverju strái. Svo áttu
örugglega vin sem
kann þetta og getur
hjálpað þér af stað.
Vatnsdrykkja bætir einkunnir
Fólk vanmetur sykurmagn í drykkjum
sem markaðssettir eru sem heilsu-
drykkir, samkvæmt niðurstöðum úr
nýrri rannsókn.
Háskólinn í Glasgow bað yfir
2000 manns í Bretlandi að giska á
hversu mikill sykur væri í ýmsum
drykkjum. Margir töldu að meiri sykur
væri í gosdrykkjum en raun er á en
flestir vanmátu hins vegar sykurmagn
í heilsudrykkjum á borð við boost og
ávaxtasafa.
Í tengslum við könnunina kom einnig
fram að gosdrykkir innihalda megin-
þorra þeirra hitaeininga sem ráðlagt er
að fólk neyti á einum degi. -sda
Heilsa Vatnsdrykkja getur bætt árangur
Nemendur geta bætt
einkunnir sínar með því
að drekka vatn í prófum,
samkvæmt niðurstöðum
úr rannsóknum á 447
manns.
Í ljós kom að nem-
endur sem drukku vatn á
próftíma voru með um 5
prósent hærri einkunn að
meðaltali heldur en þeir
sem ekki drukku vatn.
Þegar tekið var tillit til
getu nemenda og árang-
urs í verkefnum kom í ljós
að þeir sem drukku vatn
gátu átt von á því að bæta
árangur sinn í prófi um
allt að 10 prósent.
Talið er að ástæðan
sé einna helst sú að
neysla vatns hafi áhrif á
heilann þannig að hann
vinni betur og hafi einnig
jákvæð áhrif á andlega
líðan sem jafnframt bæti
frammistöðu í prófum.
Vanþekking um heilsudrykki