Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.05.2012, Síða 63

Fréttatíminn - 04.05.2012, Síða 63
tíska 55Helgin 4.-6. maí 2012 Jakkafötin fyrir veisluna 18980,- verð frá Akureyri S:4627800. SmárAlind S:5659730. kringlunni S:5680800. lAugAvegi S:5629730 Með sína eigin undirfatalínu Leikkonan og Victoria’s Secret-engillinn Rosie Huntington-Whiteley vinnur nú hörðum höndum að nýrri undirfatalínu í samstarfi við breska fyrirtækið M&S. Hún fetar þar í fótspor englanna Gisielle Bundchen og Chanel Iman en báðar hafa komið með línu af sama tagi á þessu ári. Rosie hefur verið andlit undirfatalínu fyrirtækisins M&S síðustu tvö ár og fannst þeim tími til kominn að hún stæði að línu sjálf. Línan mun heita Rosie for Autograph og samanstendur af 33 ólíkum undirfatasettum. Línan er væntanleg í verslanir M&S í Bretlandi seinna á þessu ári og verður seld á viðráðanlegu verði. Nýr raunveruleika- þáttur frá Naomi Campell Ofurfyrirsætan Naomi Campbell, sem fagnar 42 ára afmæli sínu í þessum mánuði, mun hefja gerð eigin raunveru- leikaþáttar seinna á þessu ári og hefur sá hlotið nafnið The Face. Þar með fetar hún í fótspor stöllu sinnar Tyru Banks en þáttur Naomi mun vera fyrirsætuþáttur í anda Americas Next Top Model. Campbell ætlar að móta, breyta og beina þátt- takendum í átt til þess að teljast fullgildir í fyrirsætuheiminum og munu tveir aðrir leiðbeinendur koma við sögu, sem ekki hafa enn verið nefndir á nafn. Strandarkrullur eða „beach waves“ er vinsæl hárgreiðsla sem hentar sérstaklega vel yfir sumarið. Krullur- nar eru náttúrulegar í útliti og auð- veldar í uppsetningu. Hægt er að nota bæði sléttujárn og krullujárn en fyrir þær sem ekki þola hitann er hægt að sleppa öllum rafmagnstólum. Mynd- bandsvefurinn Youtube býður upp á allskonar kennslumyndbönd fyrir hárgreiðsluna þar sem stelpur sýna mismunandi aðferðir. Stjörnurnar í Hollywood hafa að sjálf- sögðu skartað þessum krullum núna síðustu vikur, bæði á rauða dreglinum og hversdagslega, enda hárgreiðsla sem passar við hvaða tilefni sem er. Sumarlegar strandarkrullur

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.