Fréttatíminn - 04.05.2012, Side 68
Plötudómar dr. gunna
Þorpið
Bubbi Morthens
Ræturnar púss-
aðar
Bubbi veitir vel á Þorpinu:
14 lög á rúmlega klukkutíma
og heimildarmynd að auki.
Þetta er „aftur í kántrí og
fólk-ræturnar“ plata, en ekki
ný varða á veginum eins
og sú sólaða síðast. Þó eru
sömu fínu hjálparkokkarnir
enn með. Textainnhaldið er
gamalkunnugt og stundum
lætur Bubbi rímþörfina
hlaupa með sig í gönur,
sérstaklega í titillaginu.
Nokkur lög eru í þynnra lagi
og hljóma eins og þau séu
bara með til að fylla upp í
kvótann. Mörg önnur (þeirra
á meðal Óskin, Sjoppan og
Ballaðan um bræðurna) eru
sterk, kraftmikil og flott
og sýna okkur enn og aftur
hvers vegna við fáum aldrei
nóg af Bubba Morthens.
Ágæt plata frá Kónginum,
en ekki ein af hans betri.
EP
M-Band
Poppaður tregi
Hörður Már Bjarnason er 23
ára strákur sem starfrækir
M-Band. Þessi sex laga EP
er hans fyrsta framlag til
tónbókmenntanna. Platan
inniheldur aðgengilega raf-
tónlist sem Hörður syngur
sjálfur með silkimjúkri
röddu – því miður á ensku.
Tónlistin er poppuð en
með tregafullum undir-
tóni og minnir allnokkuð
á 21. aldar riþmablús The
Weekend. Hörður fær hjálp
frá RetRoBot (sigurvegurum
Músíktilrauna 2012) í mesta
stuðlagi plötunnar og Bára
Jónsdóttir syngur annað
lag. Þetta er heilsteypt og
heillandi byrjendaverk og
ég heyri ekki betur en að í
Herði sé komið mikið fram-
tíðarefni. Hann er vonandi
bara rétt að byrja. Platan
er stafræn á m-bandmusic.
com.
Blunderbuss
Jack White
Jack finnur fjöl-
ina
Gaman var af hráleika The
White Stripes og hvernig
bandið nálgaðist rokk- og
rólarfinn. Síðan sveitin hætti
eftir að hafa risið í hæstu
hæðir hefur Jack White gert
músík með hljómsveitunum
The Raconteurs og The
Dead Weather (hvorug mjög
sannfærandi) og nýtt auðæfi
sín til að koma sér vel
fyrir í Nashville. Þessi fyrsta
sólóplata spriklar af hress-
leika og ákafri sköpunar-
gleði, þar sem listamaðurinn
hrærir upp í rokkgrautnum,
tékkar á möguleikunum og
gerir það sem honum sýnist.
Hér eru mörg frábær lög og
nokkur miðlungs, en í heild-
ina er þetta það sterkasta
og skemmtilegasta sem Jack
hefur komið nálægt síðan á
gullöld White Stripes.
FEgurð PEoPlE vElur FEgurstu konu hEims
Beyonce
fallegasta kona heims
Bandaríska tímaritið People hefur kunngjört val
sitt á fegurstu konu heims árið 2012. Söng-
stjarnan Beyonce, sem fæddi nýlega sitt fyrsta
barn, er talin öðrum konum fegurri.
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
Beyonce er
fallegust.
Sofia Vergara, úr Modern
Family-þáttunum, er í öðru sæti.
Stórleikkonan Charlize Theron
er í þriðja sæti.
Mjallhvít sjálf, leikkonan Lily
Collins, er í fjórða sæti.
Leikkonan
Madelaine
Stowe er í fimmta sæti.
Mad Men-bomban
Christina
Hendricks er í
sjötta sæti.
Leikkonan Michelle
Williams er í sjöunda sæti.
Leikkonan
Paula Potton
er í áttunda sæti.
Kántrístjarnan Miranda
Lamberter í níunda sæti.
Kate Middleton, eiginkona
Vilhjálms prins, er í tíunda sæti.
60 dægurmál Helgin 4.-6. maí 2012