Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Page 27

Fréttatíminn - 20.04.2012, Page 27
Mikilvægi mannauðsstjórnunar K Y N N I N G A nna Klara Georgsdóttir er að ljúka fyrsta ári meistaranáms í stjórnun og eflingu mannauðs við Háskólann í Reykjavík. Hún er söngkona með framhaldsgráðu í óperusöng frá Glasgow. „Það sem dró mig að þessu námi er að ég hef verið for- stöðumaður og haft mannaforráð sem mér fannst mjög skemmti- legt, en um leið mjög krefjandi. Meðal þess sem mig langaði að læra var að hvetja fólk áfram sem ekki fyndi þá hvöt innra með sér. Ég vann í umhverfi þar sem nær ómögulegt var að umbuna í launum, auk þess sem erfitt var að keppa um gott starfsfólk.“ Anna Klara segist hafa séð mikla kosti í því að námið væri á ensku þar sem það stækki heiminn. Áður en hún fór í framhalds- nám í söng hafði hún stundað nám í sálfræði og segir áhuga á þeirri grein meðal annars hafa togað sig í þetta nám. Anna Klara segist sérlega ánægð með veturinn í náminu. „Við erum í raun alveg ótrúlega dekruð. Við erum lítill hópur og vel haldið utan um okkur. Í gegnum námið höfum við fengið tækifæri til að vinna með ýmsum fyrirtækjum og byggjum þar með upp mikilvægt tengslanet. Þar fyrir utan finnst mér ég hafa fengið mikið frelsi til að velja þau verk- efni sem mér hafa fundist áhugaverðust.“ Hent í djúpu laugina Hún segir nemendur hafa ólíkan bakgrunn, sem sé mjög lærdóms- ríkt. „Við lærum mikið hvert af öðru, ásamt því að hafa aðgang að frábærum kennurum. Það má segja að við lærum jafnmikið af því að vinna saman eins og við lærum af náminu sjálfu.“ Auk þess að kljást við kenningar og fræði stjórnunar er mikil áhersla á að kynna niðurstöður vinnu nemendanna. „Okkur var hent út í djúpu laugina. Við vorum nýbyrjuð þegar minn hópur þurfti að kynna niðurstöður fyrir stjórnendum hjá Marel. Ég ætlaði varla að þora á fætur þann morgun, en það gekk vel og þau hjá Marel voru ánægð með að fá ferska nálgun frá okkur.“ Hún bætir því við að síðan þá hafi öllum farið mikið fram og gaman sé að fylgjast með framförum bæði í kynningum og valdi á ensku hjá hópnum. Auk þessa hefur námið opnað Önnu Klöru tækifæri til að dýpka þekkingu sína, en hún mun í sumar vinna við stóra rannsókn á mannauðsmálum íslenskra fyrirtækja. „Það verður sumarvinnan mín að vinna með Arneyju Einarsdóttur, Ástu Bjarnadóttur og Katrínu Ólafsdóttur að þessari rannsókn sem er mjög spennandi og mikið tækifæri fyrir mig.“ Ásta Bjarnadóttir segir raunverulegan stjórnanda geta hrint markmiðum skipulagsheildarinnar í framkvæmd með því að virkja samstarfsmenn sína. Anna Klara Georgsdóttir. Hún er ánægð með veturinn og segir nemendur í stjórnun og eflingu mannauðs ótrúlega dekraða og vel utan um þá haldið. Vildi læra að hvetja fólk Í gegnum námið höfum við fengið tækifæri til að vinna með ýmsum fyrirtækjum og byggjum þar með upp mikilvægt tengslanet. Þar fyrir utan finnst mér ég hafa fengið mikið frelsi til að velja þau verkefni sem mér hafa fundist áhugaverðust. Á sta Bjarnadóttir er doktor í vinnu- og skipu-lagssálfræði og einn kennara í meistaranámi í stjórnun og eflingu mannauðs við Há- skólann í Reykjavík. Auk reynslu af rannsóknum og kennslu í mannauðsstjórnun hefur Ásta starfað sem mannauðsstjóri, meðal annars hjá þekkingarfyrir- tækjum eins og Háskólanum í Reykjavík og Íslenskri erfðagreiningu, þar sem þekking og hegðun starfs- manna skiptir miklu. „Það er ákveðin hugmynda- fræði á bak við námið, sem er sú að öll stjórnun sé í raun mannauðsstjórnun. Samkvæmt því er stjórn- andi ekki raunverulegur stjórnandi nema hann geti fengið fólk til að gera ákveðna hluti og hrinda þannig í framkvæmd markmiðum skipulagsheildarinnar“, segir Ásta. „Af þessu leiðir líka að það er vart hægt að tala um mannauðsstjórnun án þess að tala um stjórn- un almennt.“ Ásta segir námið byggjast á meiri heildarhugsun um stefnumótun, viðskipti og rekstur almennt heldur en hefðbundið nám í mannauðs- stjórnun. „Það er með ráðum gert að hafa þetta ekki sérfræðinám í mannauðsstjórnun heldur mennta fjölhæft fólk sem getur verið mannauðsstjórar fyrir- tækja, sérfræðingar á mannauðssviði, ráðgjafar eða almennir stjórnendur með færni í beitingu tækja og tóla mannauðsstjórnunar.“ Erfiðara að stýra fólki Á erfiðum tímum freistast sum fyrirtæki til að skera niður þá þætti sem lúta að starfsmönnum og leggja minni áherslu á mannauðsmál innan fyrirtækja. „Vanræki fyrirtæki þennan þátt, þá eru þau að missa af mikilsverðu tækifæri. Tæki mannauðsstjórnunar skila fyrirtækjum miklum árangri séu þau notuð rétt, en það tekur vissulega tíma fyrir þau að hafa áhrif. Fyrirtæki eru alltaf að ráða fólk og kenna því eitthvað og það eru alltaf boðskipti og samskipti milli starfs- manna og stjórnenda. Ef þessir þættir eru illa unnir, er ekki verið að nýta tæki mannauðsstjórnunar vel. Niðurstaðan af því er að mannauðurinn nýtist ekki sem skyldi.“ Ásta segir að um þetta gildi það sama og ef fyrirtæki skera niður í markaðsdeild, þá komi það niður á markaðsmálum sem leiði á endanum til minni sölu. Sama gildi um tölvukerfi, ef þau virki ekki sem skyldi þá hökti fyrirtækið. „Mannauðs- stjórnun er að hluta til stoðþjónusta en þarf um leið að vera partur af áherslum hvers einasta stjórnanda.“ Stjórnun verður að vera í lagi Ásta segir bakgrunn stjórnenda hafi oft verið mjög tæknilegan hingað til og gjarna horft til þess að stjórnendur hafi lögfræðiþekkingu, verkfræðiþekk- ingu og rekstrarþekkingu. „Ég held að til framtíðar verði miklu meiri möguleiki til að aðgreina sig með því að velja stjórnendur sem eru góðir í að stýra fólki. Sá þáttur stjórnunar hefur oft reynst erfiðari en að átta sig á lagaramma, verkferlum og tæknilegum lausnum. Ef stjórnun á fólki er ekki í lagi, þá virka aðrir þættir illa eða ekki.“ Ásta segir skilning á boðskiptum innan fyrirtækja afar mikilvægan. „Einn lykilþátta mannauðsstjórnun- ar eru boðskipti upp og niður skipuritið. Það samtal sem á sér stað frá yfirstjórn til millistjórnenda og síðan til starfsmanna og svo upp aftur. Það er mikil- vægt að hugmyndir og sýn starfsmanna sem glíma við verkefni fyrirtækisins á gólfinu berist upp til stjórnendanna. Ákveðin þjálfun og kunnátta er nauð- synleg til að byggja upp kerfi fyrir boðskipti sem virka vel, svo sem varðandi skipulag og form funda sem oft er í ólestri í fyrirtækjum. Þetta er lykilþáttur í stjórnun og hefur áhrif á fyrirtækjamenninguna og hvernig fólk nýtist í starfi.“ Yfirstjórn sem veit hvert hún stefnir Ásta segir heilbrigði fyrirtækja felast í því að þau séu með yfirstjórn sem veit nákvæmlega hvert hún stefnir, er samstíga og leiðir aðra áfram að þeim markmiðum. „Yfirstjórnin þarf að miðla stefnunni skýrt til annarra í fyrirtækinu. Fyrirtæki geta verið afvegaleidd á ýmsan hátt. Ef það mistekst að miðla stefnunni kemst fyrirtækið ekki þangað sem það ætl- ar sér. Hitt getur svo verið að stjórnendur séu góðir í því að miðla stefnunni og fyrirtækið sé samstillt í því að fara þá leið sem hefur verið mörkuð, en í ljós komi síðar að stefnan hafi verið röng. Þannig má segja að til dæmis bónuskerfi bankanna fyrir hrun hafi virkað mjög hvetjandi á starfsmenn en þau leiddu starfs- fólk í ranga átt. Bónuskerfin sem slík virkuðu vel og skiluðu því sem þau áttu að skila, en stefnan að ofan var röng.“ háskóli 27 Helgin 20.-22. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.