Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Page 32

Fréttatíminn - 20.04.2012, Page 32
Hraðlestin út af sporinu Hraðlest Þóru Arnórs- dóttur hefur brunað áfram á fullu stími eftir að stefnan var tekin á Bessastaði. Kosningabaráttan hefur gengið smurt þar til fram- bjóðandinn mætti á Beina línu hjá DV og svaraði spurningum lesenda og virðist hafa rekið í það minnsta eina tá í bremsuna. Gunnar Grímsson Það minnkuðu töluvert líkurnar á að ég kjósi Þóru eftir að hafa skoðað pólítísk ekki-svör hennar í Beinni línu á DV. Því miður. Heiða B Heiðars Ég var farin að hrífast pínu með stuðningsmönnum Þóru og orðin laumu-fan. En ég er alveg læknuð af því. Ískalt, ópersónulegt og skautað fimlega framhjá því að svara spurningum. Nei takk Bjarki Hilmarsson Þessar spurningar til Þóru á beinu línu DV eru leiðinlegar, langdregnar og óspennandi. Svörin eru verri og hún er allt of lengi að koma með þau! Björn Birgisson Þóra Arnórsdóttir á Beinni línu DV.is í kvöld, spurð um hvort hún væri í Samfylkingunni: “Ég var skráð í Alþýðuflokkinn þegar ég var 22 ára – hann var lagður niður og rann inn í Samfylkinguna. Ég hef aldrei starfað fyrir þann flokk og er ekki skráð í neinn stjórnmálaflokk.” Þá höfum við það á hreinu. Baldur Hermannsson Óskaplegt þunnildi er þetta og ekki er nú hrepp- stjórabragur á tilsvörunum. Sauðmeinlaus stelpukindin sneiðir vandlega hjá öllum átaks- punktum, öll eitthvað svo pen og strokin. Það verður ekkert gagn að henni þegar í harðbakkann slær. Hana vantar lífsreynslu og skriðþunga, hana vantar eiginlega allt sem höfðingja má prýða, Hún ætti bara að halda sig við fréttamennskuna og barnauppeldið. Magnús Þór Hafsteinsson Það þarf enginn að segja mér að nokkur geti talað máli þjóðarinnar á alþjóða vettvangi eins og Ólafur Ragnar og um leið fengið alþjóða fjölmiðla til að hlusta. Hann hefur þá þyngd sem þarf. Þetta kemur mjög vel fram í þessu viðtali þar sem hann er heldur ekki hræddur við að viðurkenna sín mistök. Við þurfum á honum að halda núna sem aldrei fyrr. Málið er dautt Í vikunni vakti athygli að plastmál sem Jóhanna Sigurðardóttir drakk úr í hljóðveri Morgun- vaktar Rásar 2 seldist á uppboði á 105.000 krónur. Fimmaurabrandarar náðu í kjölfarið flugi og þessi um eina málið sem Jóhanna hefur klárað gæti lifað nokkrar vikur. Sveinn Andri Sveinsson Þetta er víst eina málið sem Jóhanna hefur klárað :) Yngvi Eysteins Jóhanna Sigurðardóttir drakk kaffi úr máli um daginn í útvarpsviðtali. Í kjölfarið fór uppboð í gang á því máli og seldist það á 105.000 kr. Það er fyrsta málið sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur klárað á þessu kjörtímabili. Dugleg stelpan. Bragi Kristjonsson Mikið lifandis ósköp er listaverkasmekkur safna- manna orðinn háþróaður, þegar varalitskámugt plastglas með varaförum eftir okkar ástsæla forsætisráðherra er orðið rándýrt listaverk. Gæti þetta ekki orðið nýr tekjustofn fyrir vesælan ríkis- sjóðinn til að greiða fyrir sjávarkaplana til útlanda. Væri ekki ráð að fá hár úr höfði okkar yfirmáta dugmikla iðnaðar, sjávarútvegs, landbúnaðar, efnahags og viðskiptamálaráðherra til að selja. Það mætti raða þeim upp á listræna vísu og afsetja með miklum hagnaði. Svo mætti blanda saman við þetta hárum af höfði ráðherrans með réttlætis- og innanríkiskenndina. Hvílíkt listaverk. 51 milljarður var upphæðin sem Kevin Systrom, stofnandi Instagram, fékk í sinn hlut við sölu fyrirtækisins til Facebook. Góð vika fyrir Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, tónlistarmann SlæM vika fyrir Herdísi Þorgeirsdóttur, forsetaframbjóðanda 15 földun er aukningin á textuðu íslensku efni á RÚV á undan- förnum tíu árum samkvæmt svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Lítið fylgi í könnun Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi átti slæma viku ef marka má niðurstöður úr fyrstu skoðanakönnun sem gerð var á fylgi forsetaframbjóðenda. Í henni mælist Herdís aðeins með 2,9 prósenta fylgi. Tveir frambjóðendur, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir, eru samkvæmt henni þau einu sem til greina koma sem forseti í huga þjóðarinnar. Niðurstöður könnunarinnar benda jafnframt til þess að sú lýðræðis- tilraun sem Herdís sagði að fram- boð sitt væri, hefði mistekist. Á blaðamannafundi þar sem hún tilkynnti um forseta- framboð sitt sagði Herdís að framboð hennar væri ákveðin lýðræðistilraun til að kanna hvort fólkið í landinu væri reiðubúið að styðja framboð gegn sitjandi forseta og gegn fjármála- öflum. Samkvæmt því virðist svo ekki vera. 2,7 vikan í töluM HeituStu kolin á milljarðar er upphæðin sem Björgólfur Guðmundsson fékk lánaða frá Glitni án nokkurra veða, segir í stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur endurskoðunarfyrirtækinu PwC. Slær í gegn í Bandaríkjunum Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, hefur átt góða viku því plata hljóm- sveitarinnar My Head Is an Animal fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard- listans og er það besti árangur sem ís- lensk hljómsveit hefur náð á listanum. Platan hefur selst í yfir 55 þúsund eintökum og er hljómsveitin á leið í tónleikaferða- lag um Bandaríkin í næsta mánuði. Hljómsveitin sigraði í Músíktilraunum árið 2010 en hafði þá einungis starfað í tvær vikur og hefur því slegið í gegn á mettíma. Nanna Bryndís er 23 ára og alin upp í Garði. Hún hafnaði í þriðja sæti í söngkeppni framhaldsskólanna árið 2007 þegar hún kom fram fyrir skóla sinn, Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nanna Bryndís hefur verið viðloðandi tónlistar- bransann býsna lengi þrátt fyrir ungan aldur því árið 2004 flutti hljómsveit hennar, Pointless, lag á árshátíð Gerðaskóla í Garði en Nanna var þá í tíunda bekk. Atvinnuleysi 7,5 prósent Atvinnuleysi var 7,5 prósent í mars, sam- kvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands. 13.300 voru án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi stendur nánast í stað frá mars 2011 en þá mældust atvinnulausir 13.400 eða 7,6 prósent vinnuaflsins. Teknir með um tíu kíló af amfetamíni Fíkniefnafundur á Keflavíkurflugvelli á sunnudag er með stærri fíkniefnamálum sem tollverðir hafa komist í kast við. Fjórir Pólverjar eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa reynt að smygla hingað um 10 kílóum af amfetamíni. Húsleit hjá Landsbankanum í Lúxemborg Þrjátíu manna hópur á vegum sérstaks saksóknara gerði á þriðjudag húsleit hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Níu mál eru til rannsóknar sem snúa að markaðsmis- notkun og umboðssvikum. Huang Nubo gerir sér vonir um samninga Fjármálatímaritið Forbes hefur eftir 242.724 jarðskjálftar hafa mælst á Íslandi frá árinu 1996 samkvæmt úttekt frá Datamarket. 1095 dagar liðu milli morðlausra daga í El Salvador. Laugar- dagurinn síðasti var fyrsti dagurinn í þrjú ár þar sem enginn var drepinn í þessu Mið-Ameríkuríki. Hjónin Ari Trausti Guðmundsson jarð- fræðingur, og María G. Baldvinsdóttir, til- kynntu í gær á heim- ili sínu í Grafarvogi að Ari Trausti hygðist bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann er sjöundi einstak- lingurinn sem gefur kost á sér í embættið en kosningarnar fara fram 30. júní. Ljós- mynd/Hari Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Borðapantanir í síma 517-4300 Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. Bláskel & Hvítvín 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. G e y s ir Bi stro & Bar FERSKT & FREiSTa ndi Fagmennska í Fy ri rr ú m i SpennAndi sjávarrétta tilBoð kínverska fjárfestinum Huang Nubo að hann geri sér vonir um að ljúka samningi um væntanlegar 200 milljóna dollara fjárfest- ingar hér á landi á næstu tveimur mánuðum. Grímsstaðir verði leigðir til langs tíma. Árni Páll gagnrýnir uppstokkun ráðuneyta Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahagsráð- herra, styður ekki að efnahags- og viðskipta- ráðuneytið verði lagt niður. Hann varar við því að rótað verði svo mikið í verkaskiptingu ráðuneytanna þegar jafn langt er liðið á kjörtímabilið og nú er. Framtíð kúttersins rædd Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra átti á þriðjudaginn fund með fulltrúum Akranesbæjar þar sem rætt var hvort og þá hvernig mætti bjarga kútternum Sigurfara frá eyðileggingu. Landsdómur í beinni útsendingu Landsdómur hefur orðið við beiðni um að sent verði beint út frá dómsuppsögu í málinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra. Dómur verður kveðinn upp klukkan tvö næstkomandi mánudag. 32 fréttir vikunnar Helgin 20.-22. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.