Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Page 33

Fréttatíminn - 20.04.2012, Page 33
Garðar Gefið út í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands Helgin 20.-22. apríl 2012 Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands! Skoðaðu kosti þess að vera félagi Öflug heimasíða www.gardurinn.is Frakkastíg 9 - 101 Reykjavík - Sími 552 7721 og 896 9922 - gardurinn@gardurinn.is V orið er uppáhaldstími garð- yrkjufólks. Smám saman lifn- ar gróðurinn við, skordýrin komast á kreik eftir langan og kaldan vetur og það hlýnar. Á hinn bóginn má segja að gott sé að hafa varann á sér, þrátt fyrir óstjórnlega löngun til að koma garðinum í form eftir veturinn. Þrátt fyrir hlýnun og hægfara já- kvæðar breytingar á veðurfari undanfarinn áratug er enn sú hætta fyrir hendi að eina nóttina frysti snögglega og viðkvæmur nýgræðingurinn verði Kuldabola að bráð. Hér eru því nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga:  Ekki hreinsa burtu sölnað lauf og gróðurleifar sem hafa legið yfir gróður- beðunum yfir veturinn fyrr en mesta næturfrosthættan er liðin hjá, einkum og sér í lagi á viðkvæmum plöntum.  Ef veðurspáin er slæm og lítur út fyrir næturfrost er gott að eiga nokkra metra af akrýldúk sem má breiða yfir þann gróður sem er kominn einna lengst af stað. Akrýldúkurinn hlífir nýjum og viðkvæmum sprotum við mesta kuld- anum og getur skilið á milli feigra og ófeigra blómbruma. Nauðsynlegt er að fergja jaðar akrýldúksins með einhverj- um hætti svo hann haldist á plöntunum.  Ef garðeigandinn missir af veðurspánni og vaknar upp við vondan draum á frost- köldum morgni er ekki ástæða til að örvænta strax, reyndir garðyrkjumenn eiga að minnsta kosti eitt ráð í erminni. Þá er best að tengja garðúðarann við kaldavatnskranann, skrúfa hraustlega frá og láta úðann baða plönturnar allt þar til frostið líður hjá. Þetta kann að hljóma dálítið undarlega en vatnið gerir það að verkum að plönturnar þiðna hægt og minni hætta er á að frumur í blöðum og ungum stönglum springi og eyðileggist. Vorblómstrandi haustlaukar eins og krókusar, fannastjarna og vetrargosi eru í miklum blóma um þessar mundir. Í huga margra er þetta hinn eini sanni vorboði. Þegar laukarnir hafa lokið blómgun sinni er lífsferli þeirra hins vegar ekki lokið strax. Blöðin halda áfram að ljóstillífa og safna forða í laukana en forðann nota lauk- arnir til að lifa af veturinn og koma upp blómum næsta ár. Það er því mikilvægt að klippa ekki blöð laukanna fyrr en þau eru farin að sölna í toppinn en um það leyti hafa þau lokið hlutverki sínu og í lagi að klippa þau niður. Þetta gildir í raun um alla haustlauka, svo sem túlípana, páska- liljur og fleiri tegundir. Að lokum er rétt að árétta að vorverkin eiga að vera skemmtileg og því er um að gera að fylla i-Podinn af uppáhalds garð- yrkjulögunum og syngja hátt með á meðan garðurinn er undirbúinn undir sumar- ið. Góða skemmtun! Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur  Nokkur Góð ráð þeGar kemur að VorVerkuNum Í GarðiNum Vorverkin eiga að vera skemmtileg Það er um að gera að syngja við garðverkin, ekki síst á þessum árstíma þegar áhugafólk um garðrækt getur loks notið þess að uppáhaldsárstími þess er í vændum. Hvítir vorkrókusar í apríl 2012. Bleik blóm á töfratré í apríl 2012.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.