Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 38

Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 38
6 garðar Helgin 20.-22. apríl 2012 Þ að hefur verið mikið að gera hjá Garðyrkju- félaginu að undanförnu. Klúbbar félagsins eru mjög virkir og landshlutadeildir ekki síður. Frumkvæði félagsins um að beita sér fyrir tilraunum um ræktun ávaxta- trjáa og berjarunna og innflutningur ungplantna á góðu verði hefur lagst vel í félagsmenn og laðað að nýja félagsmenn í stórum stíl. Áhyggjur sumra garð- plöntuframleiðenda að þetta drægi viðskipti frá þeim hafa reynst ástæðlausar. Aldrei hefur verið annað eins á boðstólum af ávaxtatrjám og berjarunnum eins og eftir að félagið hóf kynningarstarf sitt í samvinnu við Landbúnaðarháskólann. Mikið var að gera í um síðustu helgi í garðplöntustöðvum sem höfðu opið enda mikið framboð. Þeir Carl J. Gränz, formaður ávaxtaklúbbsins, og Einar S. Einarsson meðstjórnandi kynntu ávaxtaklúbb Garðyrkjufélags Íslands og Garðyrkjufélagið á Vor- gleði í Garðheimum síðustu helgi og buðu nýja félaga velkomna. Margir þáðu góð ráð varðandi ræktun og umönnun ávaxtatrjáa. Carl J. Gränz mun kynna síðan kynna ávaxtaklúbb Garðyrkjufélags Íslands og Garð- yrkjufélagið og bjóða nýja félaga velkomna á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumar- daginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Ný sending af ávaxtatrjám sem félagar pöntuðu í vetur frá Garð- plöntustöð Leif Blomqvist í Finnlandi verður afhent í byrjun maí. Félagið kynnti í vetur 15 ný yrki af bóndarósum frá Kína þar af 6 yrki af trjábóndarósum og bauð að útvega. Pöntuðu félagar töluverðan fjölda, ekki síst af harðgerðum trjábóndarósum. Verður spennandi að sjá hvernig þær reynast. Frægust trjábóndarósa hér á landi er líkleg sú sem staðið hefur um árabil fyrir framan hús félagsins við Frakkastíg. Carl J. Gränz, formaður ávaxtaklúbbsins, mun kynna ávaxtaklúbb Garðyrkjufélags Íslands og Garðyrkju- félagið og bjóða nýja félaga velkomna á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl Næstkomandi fimmtudag 26. apríl verður aðalfundur félagsins haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl 20. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf munu tveir félagar halda erindi um upplifun sína og vænt- ingar til félagsins. Arnar Tómasson hárgreiðslumeist- ari hefur verið afar áhugasamur um matjurtarækt og hugmyndaríkur um aðferðir til að auðvelda vinnu við forræktun. Kristín Kjartansdóttir, formaður Akureyrar og Eyjafjarðardeildar félagsins, verður gestur félagsins og fjallar um væntingar til félagsins en stefnt er að því að efla þjónustu félagsins við landsbyggðina. Sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur veitt félaginu styrk til að efla þjónustuhlutverk félagsins og skipu- lagsvinnu við verkefni sem félagið hefur tekið sér fyrir hendur að undanförnu. Það starf er nú í mótun. Félagið er í mikilli sókn um þessar mundir og hefur félögum fjölgað ört. Þeir eru nú nærri 2500. Nánari upplýsingar um aðalfundinn og aðra viðburði á vegum félagsins er að finna á heimasíðu félagsins á www.gardurinn.is.  GarðyrkjufélaGið Garðyrkjufélagið í sókn Frá afhendingu ávaxtatrjáa til félaga vorið 2011. Bóndarós i bloma. – fyrst og fre mst ódýr! sumar gleðilegt

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.