Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Page 68

Fréttatíminn - 20.04.2012, Page 68
Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is Kastalar, rómantík og fjallafegurð eru lýsandi í þessari sumarferð til Tékklands og Austurríkis. Eftir flug til München er haldið til Ceský Krumlov í Tékklandi þar sem farið verður í skoðunarferð um bæinn og höllin skoðuð. Eftir það verður haldið til gullborgarinnar Prag en á leiðinni þangað verður hin glæsilega Hluboká höll skoðuð og siglt á Zvikova vatni. Förum jafnframt í skoðunarferð um Prag og heimsækjum Hradcany-kastala. Frá Prag höldum við til Trebíc en þar er áhugaverðasta gyðingahverfi landsins sem skráð er á heimsminjaskrá UNESCO. Þaðan er haldið áfram til smábæjarins Luhacovice í Morova þar sem stærstu og elstu heilsulindir Morava eru. Frá Luhacovice verður farið aftur í aldir til bæjarins Modrá þar sem er mjög áhugavert byggðar- og fornminjasafn. Skoðum fallega miðaldabæi, förum í vínsmökkun og sláum upp grillveislu. Kveðjum Tékkland og förum til Kitzbühel í Tíról, eins þekktasta vetraríþróttabæjar Austurríkis. Á leiðinni þangað verður stoppað í Dürnstein í Wachau vínhéraðinu, sem er með fallegustu landsvæðum við Dóná árfarveginn í Austurríki. Mikil upplifun er að taka kláf upp á Kitzbüheler Horn sem er í 1998 m hæð. Fararstjóri: Pavel Manásek Verð: 259.400 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði - þar af sérstök grillveisla á hótelinu í Luhacovice og íslensk fararstjórn. www.baendaferdir.is Sp ör e hf . s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R SUMAR 10 4. - 16. ágúst Kastalar & kling jandi Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board kristall Þ ótt þær séu pínu brotnar eru þær duglegar,“ lýsir Sólveig Jónsdóttir, blaða- maður á Nýju lífi og nú rithöfundur, söguhetjum sínum fjórum í fyrstu skáldsögu sinni: Korter. Bókin er grípandi, reyndar svo að erfitt er að leggja hana frá sér. Þetta er tilfinning sem blaðamaður hefur ekki upplifað síðan hann las Viltu vinna milljarð. Gamlinginn er grafinn milli rúmstokksins og dýnunnar – hálflesinn. Ný bók metsöluhöfund- arins Jodi Picoult, sem samdi Hver á að gæta systur minnar og kallast Sing You Home, er í bókabunk- anum í gluggakistunni. Hún hefur ekki verið opnuð eftir allt of marga bömmerkafla einnar aðalsöguhetj- unnar. Strand í hinum ýmsu hand- leiðslubókum, sem einnig má finna í bunkanum. En þessi: Hvert korterið flýgur hjá og engin leið að hætta. Svona líka hnyttin og fyndin. Svona Bridget Jones án minnimáttar- kenndarinnar. „Já, þú meinar,“ segir Sólveig og svarar: „Enda finnst mér að íslenskar konur séu almennt frekar miklir töffarar.“ Og það er ekki að spyrja að því. Stelpurnar hennar Sól- veigar eru töffarar, sama hvort þær hitta maka hjásvæfunnar í stigatröppunum eftir misheppnað næturgaman, skella headsettinu á höfuðið til að þurfa ekki að hlusta á ástarjátningar háskólaprófessorsins inn um bréfalúguna, smella sér á Sálarball korteri eftir sambandsslit eða gefa vinnuveitandanum pung- spark á árshátíð kaffihússins Kort- ers. Þetta eru borgarskvísur. Það er Sólveig hins vegar ekki. „Ég er úr Galtarholti í Hvalfjarð- arsveit. Þar búa foreldrar mínir ennþá og eru með kýr,“ segir hún. „Ég flutti til Reykjavíkur þegar ég fór í háskóla, bjó í Dublin í hálft ár og flutti þaðan til Edinborgar, þar sem ég fór í frekara nám. Þar stofn- aði ég í kjölfarið fyrirtæki, veislu- þjónustu, og skrifaði bókina með hléum,“ segir hún. „Ég var að þessu svona „on and off“ í þrjú ár. Reyndar meira off,“ segir hún og hlær. „En ég kláraði að skrifa bókina og sendi póst á Forlagið. Nú er hún í búðum og ég himinlifandi. “ Sólveig lætur ekki staðar numið hér og er byrjuð á næstu bók. Blaða- maðurinn grátbiður um framhald en Sólveig hefur sett stefnuna ann- að. „Ég er hálfnuð með bók sem er um allt annað. Ég gef ekkert uppi um innihaldið. Ég vil vanda mig og þessi gæti tekið ansi langan tíma,“ segir hún og bíður spennt eftir við- tökunum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  BókAútGáfA SólveiG JónSdóttir með SínA fyrStu Bók „Íslenskar konur eru töffarar“ Sólveig Jónsdóttir, 29 ára blaðamaður á Nýju lífi, hefur í samstarfi við Forlagið gefið út kiljuna Korter sem er um fjórar reykvískar hörkuskvísur; ástarsorgir, sambönd og sigra þeirra – feilspor, missi og ónákvæm markmið. Bókin slær Bridget Jones út. Sólveig Jónsdóttir er himinlifandi með útgáfu fyrstu bókar sinnar Korter. Hún samdi hana, sendi póst á útgáfufyrirtækið Forlagið og bókin er nú komin í búðir. Mynd/Hari 60 dægurmál Helgin 20.-22. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.